Breytingar á mannanafnalöggjöf

[cs_text]
Innanríkisráðuneytið hefur samið drög að nýju frumvarpi „um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu“. Samkvæmt þessu frumvarpi myndu lög um mannanöfn falla brott í heild sinni, en inn í nýju lögin kæmu nokkur ákvæði um mannanöfn og skráningu þeirra.
 Ráðuneytið hefur óskað eftir samráði við almenning um þessar breytingar. Með athugasemdunum sem hér fara á eftir er ég að bregðast við þeirri ósk.

Um ákvæði gildandi laga sem falla brott

Í athugasemdum við frumvarpsdrögin eru talin upp í níu liðum þau ákvæði núgildandi manna­nafnalaga sem falla brott. Þessir liðir eru hér teknir upp skáletraðir og gerðar athugasemdir við hvern fyrir sig.

a. Ákvæði um hámarksfjölda nafna.

Engin ástæða, nema e.t.v. praktísk, er til að takmarka hámarksfjölda nafna.

b. Ákvæði um að eiginnafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og skuli ritað í samræmi við al­menn­­ar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.

Framangreind ákvæði eru sett til verndar íslenskri tungu og eru þannig út af fyrir sig góðra gjalda verð. En þau eru öll vandmeðfarin og háð túlkun. Í sjálfu sér geta nánast öll nöfn tekið eignarfallsendingu; það eru helst kvenmannsnöfn sem enda á -e (s.s. Maxine) sem er erfitt að setja eignar­fallsendingu á. Þótt örfáum öðrum nöfnum hafi verið hafnað á þeirri forsendu að þau taki ekki eignarfallsendingu tel ég það hæpna túlkun. Mannanafnanefnd hafnaði t.d. karl­mannsnafninu Ofur m.a. á þessari forsendu, sem og þeirri að það virtist „annaðhvort leitt af atviks­orðinu eða forliðnum ofur“. En engin nauðsyn er að skilja nafnið á þann hátt – hvorug­kyns­nafn­orðið ofur er til, í eignarfalli ofurs.

Við beitingu hefðarákvæðisins hefur mannanafnanefnd komið sér upp ákveðnum vinnulagsreglum. Það er vitaskuld lofsvert og dregur úr hættu á því að sambærileg mál séu afgreidd á mismunandi hátt. En viðmiðin í þessum reglum eru umdeilanleg og eiga sér ekki beina stoð í lögum, þótt þau séu vissulega nefnd í athugasemdum með frumvarpi til gildandi laga.

En viðmiðin í þessum reglum eru umdeilanleg og eiga sér ekki beina stoð í lögum.
Ekki er það síður túlkunaratriði hvort nöfn brjóti í bága við íslenskt málkerfi. Þegar þessu ákvæði hefur verið beitt er oft vísað til þess að í nöfnum komi fyrir hljóð eða hljóðasambönd sem ekki eru í íslensku, en einnig til orðmyndunarfræðilegra atriða. Þannig hefur þríliðuðum nöfnum verið hafnað á grundvelli þessa ákvæðis (t.d. Jónheiðar, Aðalvíkingur). Þar er vísað í um­fjöll­un í athugasemdum með frumvarpi til gildandi laga, en varla er þó hægt að fullyrða að öll slík nöfn brjóti í bága við íslenskt málkerfi (sbr. t.d. Gunnþórunn). Á grundvelli þessa ákvæðis hefur einnig stundum verið hafnað karlmanns- og kvenmannsnöfnum án nefnifallsendingar (t.d. Víking, Svanhild) vegna þess að þau hafa verið talin breyting eða afbökun á nöfnum sem fyrir eru (Víkingur, Svanhildur), en einnig eru dæmi um að slík nöfn hafi verið samþykkt (t.d. Auðberg, Rögnvald) þótt sömu nöfn með nefnifallsendingu séu á mannanafnaskrá (Auðbergur, Rögnvaldur) og er ekki ljóst hver ástæðan er fyrir þessu ósamræmi. Þar að auki hefur mannanafnanefnd stundum hafnað nöfnum á merkingarlegum forsendum með vísan til þessa ákvæðis (t.d. Aðalvíkingur, Reyk­dal; bæði nöfnin voru reyndar samþykkt síðar). Þar tel ég að nefndin fari út á mjög hálan ís.

Í fljótu bragði virðist ritháttur vera algengasta orsök þess að nöfnum er hafnað. Þar er um þrennt að ræða. Sumum nöfnum er hafnað vegna þess að í þeim koma fyrir bókstafir sem ekki teljast til íslenska stafrófsins (einkum c, w og z, sbr. Nicoletta, Werner, Líza). Þetta er í sjálfu sér skýrt viðmið. Sumum nöfnum er hafnað vegna þess að í þeim koma fyrir stafastæður sem ekki eru venjulega ritaðar saman í íslensku, t.d. ia (Emilia), ie (Diego) o.fl. Þarna geta ýmis álitamál komið upp og ekki virðist fullt samræmi í úrskurðum mannanafnanefndar hvað þetta varðar. Þannig er (e)id leyft (Heida, Alida) og ae (Gael) en þær stafa­stæður eru tæpast íslenskulegri en hinar fyrri. Sumum nöfnum er svo hafnað vegna þess að um er að ræða óvenjulegan rithátt á nöfnum sem til eru í málinu (t.d. Dyljá, en hins vegar var Marínó samþykkt þótt Marinó væri fyrir á skrá). Þarna geta líka komið upp ýmiss konar álitamál; ekki er alltaf skýrt hvenær um er að ræða tvenns konar rithátt sama nafns og hvenær er beinlínis um tvö mismunandi (en lík) nöfn að ræða (t.d. var Jósebína samþykkt þótt Jósefína væri fyrir á skrá).

Ég legg áherslu á að í langflestum tilvikum eru úrskurðir mannanafnanefndar ótvírætt réttir og óumdeilanlegir, miðað við þau lög sem henni er gert að starfa eftir. Það sem hér er sagt um umdeilanlega úrskurði nefndarinnar og það sem mér virðist ósamræmi í úrskurðum er ekki sagt henni til hnjóðs, enda er hlutskipti hennar ekki öfundsvert. Þetta er dregið hér fram til að benda á hversu snúin lögin eru í framkvæmd, og hversu vandasamt er að beita þeim á samræmdan og sanngjarnan hátt.

En þrátt fyrir að framangreind ákvæði séu sett til verndar íslenskri tungu eiga erlend mannanöfn tiltölulega greiða leið inn í málið, eins og auðséð er þegar úrskurðir mannanafnanefndar eru skoðaðir. Það skiptir vart sköpum fyrir framtíð tung­unnar hvort haldið er í þær hömlur sem eru á upptöku nýrra erlendra (og innlendra) nafna. Mannanöfn eru svo sérstakur og afmarkaður hluti tungumálsins að ekki er líklegt að þau hafi veruleg áhrif á aðra þætti þess, enda eru nýleg nöfn sem reyna á ákvæði mannanafnalaga flest eða öll mjög sjaldgæf.

Nöfn eru tilfinningamál og nafnréttur manna ríkur, eins og staðfest er með ýmsum dómum.
Hér verður líka að horfa til fleiri þátta. Nöfn eru tilfinningamál og nafnréttur manna ríkur, eins og staðfest er með ýmsum dómum, bæði frá Mannréttindadómstól Evrópu, Héraðs­dómi Reykjavíkur o.fl., og með vísun til t.d. mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrár Íslands. Ríkar ástæður verða að vera til þess að sá réttur sé skertur.

c. Ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn.

Ekki verða séð nein rök fyrir því að hafa skörp skil milli karlmanns- og kvenmannsnafna. Útilokað er að fella það undir vernd íslenskrar tungu – nöfnin eru að sjálfsögðu jafníslensk (eða óíslensk) hvort sem karlar eða konur bera þau. Ekki er heldur einhlítt að samræmi sé milli kyns nafnbera og málfræðilegs kyns nafns, sbr. Sturla sem er karlmannsnafn en hefur beygingu kvenkynsorða. Fáein nöfn eru eða hafa verið notuð bæði sem karlmanns- og kvenmannsnöfn, t.d. Auður og Blær, og dæmi eru um nöfn sem eru karlmannsnöfn í erlendum tungumálum en kven­manns­nöfn á Íslandi, og öfugt.

Sumt fólk er hvorki fullkomlega karlkyns né kvenkyns, skilgreinir sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns, eða vill ekki opinbera kyn sitt eða kynvitund. Engin ástæða er fyrir löggjafann að krefjast þess að allir heiti nafni sem opinberar kyn þeirra, kyn sem fólkið er kannski ekki sátt við. Það þætti vitaskuld fráleit og ósiðleg hugmynd að gá milli fóta fólks til að athuga kyn þess – en við þurfum þess ekki heldur, nafnið er alveg jafn afhjúpandi. Trú er einkamál fólks, stjórnmálaskoðanir og kynhneigð líka, og aldur getur verið viðkvæmt mál. Kyn og kynvitund ætti vitaskuld að falla í sama flokk – vera einkamál fólks, sem það ætti ekki að vera skyldugt til að opinbera með nafni sínu. Þetta er augljóst mannréttindamál og mjög nauðsynlegt að afnema þessi skil og leyfa kynhlutlaus nöfn.

d. Ákvæði um að eiginnöfn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Í umræðunni hefur því stundum verið haldið fram að þetta ákvæði sé börnum nauðsynleg vernd. Ákvæðið er þó af ýmsum ástæðum erfitt í framkvæmd. Eitt er að það er vitanlega matskennt hvað geti orðið fólki til ama. Vald til að meta það er algerlega lagt í hendur mannanafnanefnd sem er skipuð málfræðingum og lögfræðingum en ekki t.d. sálfræðingum og leikskólakennurum, og nefndin hefur engin viðmið í þessu mati. Því er hætt við að beiting ákvæðisins verði tilviljana­kennd.

Ákaflega erfitt er að segja til um það hvaða nöfn geti orðið mönnum til ama. Slíkt getur ráðist af ýmsum tilviljunum og er háð þjóðfélagsbreytingum og málbreytingum.
Annað er að ákaflega erfitt er að segja til um það hvaða nöfn geti orðið mönnum til ama. Slíkt getur ráðist af ýmsum tilviljunum og er háð þjóðfélagsbreytingum og málbreytingum. Sem dæmi má nefna að sumar persónur, raunverulegar eða skáldaðar, geta fengið á sig svo illt orð að það komi niður á nöfnum þeirra. Gróa og Mörður eru góð dæmi um þetta (eins og bent er á í Nöfnum Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni). Auðvitað er engin leið að sjá hvort tiltekið nafn gæti fengið á sig óorð einhvern tíma í framtíðinni af svipuðum ástæðum.

Það eru ekki miklar líkur á að foreldrar vilji gefa börnum sínum nöfn sem gætu orðið þeim til ama, enda hefur sárasjaldan reynt á þetta ákvæði laganna. Þeir sem eru orðnir sjálfráða geta líka breytt nafni sínu. En ef til stendur að gefa barni ósæmilegt eða óviðurkvæmilegt nafn fellur það undir barnaverndarlög þar sem segir m.a. í 1. grein: „Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni […].“ Augljóslega er það „vanvirðandi háttsemi“ en ekki virðing, um­hyggja og nærfærni að gefa barni óviðurkvæmilegt nafn. Sérstakt amaákvæði í mannanafnalögum er því óþarft.

e. Ákvæði um millinöfn, hugtakið ekki lengur notað.

Millinöfnum var ekki síst komið á sem eins konar sárabót fyrr þá sem vildu nota fjölskyldunöfn en höfðu ekki heimild til að nota ættarnöfn. Ef bann við upptöku ættarnafna verður fellt úr gildi, svo og reglur um gerð eignnafna, verða sérstök ákvæði um millinöfn óþörf; þau verða þá ýmist eiginnöfn eða kenninöfn eftir ákvörðun hvers og eins.

f. Ákvæði um ættarnöfn, engar takmarkanir verða á notkun ættarnafna og því fellur bæði á brott öll vernd eldri ættarnafna, sem og bann við nýjum.

Það gengur ekki að sumum sé heimilt að bera ættarnöfn og öðrum ekki.
Það ætti ekki að þurfa að rökstyðja að ákvæði mannanafnalaga um ættarnöfn (8. og 9. grein laganna) standast ekki nútíma jafnréttishugmyndir. Það gengur ekki að sumum sé heimilt að bera ættarnöfn og öðrum ekki. Það gengur heldur ekki að ættarnöfn geti gengið til niðja þeirra sem báru ættarnöfn við gildistöku laganna, en ættarnöfn þeirra sem fá íslenskan ríkisborgararétt með lögum megi ekki ganga til niðja þeirra. Í athugasemdum með frumvarpi til gildandi mannanafnalaga kemur fram að nefndin sem samdi lögin gerði sér fulla grein fyrir þessari mismunun og hefði helst viljað leggja til að ættarnöfn gengju framvegis ekki til niðja. Nefndin varð „þess hins vegar áskynja að víða væri hörð andstaða gegn því að nokkuð yrði hróflað við ættarnöfnum“ og taldi sér því ekki fært að halda þeirri hugmynd til streitu. En í ljósi þess að ekki verður betur séð en þessi mismunun sé skýrt brot á 65. grein stjórnarskrár þar sem segir m.a. að allir „skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannrétt­inda án tillits til […] ætternis […]“ getur ekki annað komið til álita en jafna rétt landsmanna hvað þetta varðar.

g. Ákvæði um að maður skuli kenna sig til foreldra sinna ef hann ber ekki ættarnafn.

Oft er bent á að Íslendingar hafi einir germanskra þjóða varðveitt þann sið að kenna sig til föður eða móður, og mikilvægt sé að halda þeim sið áfram. Undir það má vel taka. Stundum er látið að því liggja að bann við upptöku ættarnafna sé liður í vernd íslenskrar tungu. Engin leið er hins vegar að halda því fram. Þessi siður er hluti af íslenskri menningu, en ekki sérstaklega af íslenskri tungu. Ættarnöfn eru í eðli sínu hvorki íslenskulegri né óíslenskulegri en föður- og móður­nöfn. Fjöldi ættarnafna er af alíslenskum rótum og óþarft að taka dæmi um það. Mörg ættar­nöfn eiga sér vissulega erlendan uppruna en sama má segja um eiginnöfn. Erfitt er að sjá að notkun ættarnafna valdi einhverjum sérstökum málspjöllum.

Af umræðunni mætti stundum draga þá ályktun að til stæði að banna mönnum að kenna sig til föður eða móður. Um það er að sjálfsögðu ekki að ræða, en margir virðast gera því skóna að ef upptaka ættarnafna yrði leyfð myndi kenning til föður eða móður hverfa á stuttum tíma. Það er auð­vitað hugsanlegt en fjarri því að vera fullvíst. Stundum er vísað til þess að föðurnöfn hafi horfið í Danmörku og Noregi á stuttum tíma, en slíkar vísanir til ólíkra sam­félaga á öðrum tímum hafa takmarkað gildi. Nútímaviðhorf í jafnréttismálum eru t.d. líkleg til að valda því að konur séu ófúsari en áður að taka upp ættarnafn eiginmannsins. Hér má enn fremur benda á að vegna þess að Íslendingar hafa einir haldið þeim sið að kenna sig til föður eða móður er það ákveðið þjóðareinkenni sem vel má hugsa sér að margir vilji halda í þess vegna, en um slíkt var ekki að ræða í Danmörku og Noregi. Einnig má vísa til þess að í Færeyjum mun hafa færst í vöxt á seinustu árum að kenna sig til föður.

Hvað sem líður áhyggjum af því að föður- og móðurnöfn hyrfu á stuttum tíma, og hversu mikilvægt sem mönnum þykir að halda í þann sið, þá er ljóst að núgildandi lög fela í sér mismunun sem ekki verður við unað í nútímaþjóðfélagi.

h. Ákvæði um takmarkanir á notkun erlendra nafna.

Réttur manns til nafns, og réttur foreldra til að ráða nafni barns síns, er mjög ríkur og verður ekki takmarkaður nema hagsmunir þjóðfélagsins krefji.
Hér má vísa til athugasemda við b-lið. Réttur manns til nafns, og réttur foreldra til að ráða nafni barns síns, er mjög ríkur og verður ekki takmarkaður nema hagsmunir þjóðfélagsins krefji. Í þessu sambandi má nefna að það er alsiða að nefna börn í höfuð skyldmenna, ekki síst afa og ömmu. Þetta þykir bera vott um ræktarsemi við ætt og uppruna og er mörgum mikið tilfinningamál. En stundum er foreldrum beinlínis bannað að nefna börn sín í höfuðið á afa og ömmu þótt vilji standi til þess. Fólk sem fær íslenskan ríkisborgararétt er vissulega ekki lengur þvingað til að breyta nafni sínu, en því er meinað að fá nafna eða nöfnur þegar barnabörnin koma, ef nöfnin sem um er að ræða eru ekki á mannanafnaskrá og fullnægja ekki skilyrðum til að komast á hana. Þetta getur valdið miklum sárindum og hugarangri þeirra sem í hlut eiga, enda augljós mismunun sem stenst ekki nútímahugmyndir um jafnræði.

i. Ákvæði um takmarkanir á fjölda nafnbreytinga.

Engin sérstök ástæða er til að takmarka fjölda nafnbreytinga en sjálfsagt að taka gjald fyrir nafnbreytingar umfram eina. Ólíklegt er að margir fari að stunda það að breyta um nafn hvað eftir annað. Aðalatriðið er að kennitala sé einkvæm skráning.

„Síðast en ekki síst felur frumvarpið í sér að öll ákvæði gildandi laga um mannanafnanefnd og hlutverk hennar eru felld á brott. Þá eru ákvæði um mannanafnaskrá einnig felld niður.“

Þetta leiðir af sjálfu sér. Verði hin nýju frumvarpsdrög að lögum falla verkefni manna­nafna­nefndar niður og mannanafnaskrá myndi ekki hafa neitt gildi.

Um ákvæði frumvarpsdraganna

Í þeim frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir segir:

Við tilkynningu nafns til Þjóðskrár Íslands skal gefa upp fullt nafn einstaklings þar sem tilgreint er að minnsta kosti eitt eiginnafn og eitt kenninafn. Kenninafn skal vera kenning til annars eða beggja foreldra nema tilkynnandi kjósi annað nafn sem kenni­nafn.

Meginkrafan sem nauðsynlegt er að samfélagið geri til skrásetningar einstaklinga er sú að allir séu skrásettir á einkvæman hátt, þannig að til sérhverrar skráningar svari einn einstaklingur og öfugt. Kennitölur fullnægja þessari kröfu. En til viðbótar er eðlilegt að gera þá praktísku kröfu að allir séu skrásettir með nafni sem notað er í daglegu lífi og á ýmsum opinberum skjölum, s.s. vegabréfi, ökuskírteini o.s.frv.

[pullquote type=”left”]En ef Magn­ús Þór Jónsson vildi vera skráður í þjóðskrá sem Megas, eða Björk Guðmundsdóttir sem Björk, eða Örn Elías Guðmundsson sem Mugison, eða Sigrún Hjálmtýsdóttir sem Diddú, þá verður ekki séð hvaða málefnaleg rök mæla gegn því.[/pullquote]Það er hins vegar engin sérstök ástæða til þess að nafnið sé samsett af eiginnafni og kenninafni, þótt það sé vissulega meginreglan víðast hvar. En ef Magn­ús Þór Jónsson vildi vera skráður í þjóðskrá sem Megas, eða Björk Guðmundsdóttir sem Björk, eða Örn Elías Guðmundsson sem Mugison, eða Sigrún Hjálmtýsdóttir sem Diddú, þá verður ekki séð hvaða málefnaleg rök mæla gegn því. Hinn praktíski tilgangur þess að hafa nafn sam­sett úr eiginnafni og kenninafni er fyrst og fremst sá að aðgreina þá sem heita sama eiginnafni. Ef eitt nafn fullnægir þeirri þörf er engin ástæða fyrir samfélagið til að krefjast fleiri nafna. Eftir sem áður má búast við því að flestir noti bæði eiginnafn og kenninafn.

Mikilvægt er einnig að ekki eru settar reglur um hvernig kenning til föður og móður skuli vera, eins og er í gildandi lögum þar sem segir að karlar skuli nota „son“ en konur „dóttir“. Frumvarpsdrögin gefa möguleika á því að þeir sem vilja noti kynlaust form, t.d. „bur“ sem dómnefnd í nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 mælti með.

Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir nýrri tegund, svonefndu birtingarnafni:

Birtingarnafn skal dregið af fullu nafni og innihalda að minnsta kosti eitt kenninafna og eitt eiginnafna hans. Sé óskað eftir að birtingarnafn sé stytt með tilteknum hætti skal það tekið fram í tilkynningunni.

Ekki er ljóst hvað þetta merkir – hvar umrædd stytting eigi að koma fram. Ef hún birtist í þjóðskrá hlýtur hin stytta mynd þar með að vera orðin birtingarmynd nafnsins. E.t.v. merkir þetta að í birtingarmynd megi nota stytta mynd af eiginnafni og/eða kenninafni. Þetta þyrfti að vera skýrt. En engin sérstök ástæða virðist til að krefjast þess að ákveðin tengsl séu milli fulls nafns og birtingarnafns. Það mætti alveg hugsa sér einstakling sem væri skráður í þjóðskrá sem Magnús Þór Jónsson að fullu nafni en hefði birtingarnafnið Megas, o.s.frv.

Meginregla frumvarpsdraganna um gerð nafna er þessi:

Nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Eiginnöfn skulu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða.

Það er eðlileg krafa að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins; Boris og Alexis geta ekki búist við að vera skráðir Борис og Αλέξης í þjóðskrá. Einnig væri eðlilegt að vísa til viðurkenndra umritunarreglna, ef til eru, fyrir nöfn sem upprunin eru í öðru stafrófi. Það þarf hins vegar að skilgreina nánar hvað eru „viðurkenndir sérstafir“; væntanlega c, q, w, z. Ákvæðið um að eiginnöfn skulu vera nafnorð er annars vegar undarlegt og hins vegar eiginlega merkingarlaust. Orð sem notað sem nafn verður sjálfkrafa að nafnorði, í þeirri notkun. Varla er ætlunin að banna að t.d. lýsingarorð séu notuð sem mannanöfn, enda fjölmörg fordæmi fyrir því að svo sé gert; nægir að nefna Bjartur og Björt. Ekki verða heldur séð nein efnisleg rök fyrir því að mannanöfn skulu vera án greinis.

Ekki er ljóst hvað það merkir að nöfn skulu „falla að íslensku beygingakerfi“. Trúlega á þetta að koma í stað ákvæðis núgildandi laga um að nöfn skulu taka íslenska eignarfallsendingu. Hins vegar er óljóst hvernig á að fylgja þessu ákvæði eftir. Ekki kemur fram í frumvarpinu að skrá skuli aðrar myndir nafns en nefnifallsmyndina, og þá reynir ekkert á það hvort nafnið fellur að beygingakerfinu. Þarna kemur líka fram mismunun milli innlendra nafna og viður­kenndra erlendra nafna, sem ekki þurfa að falla að íslensku beygingakerfi.

Svo má spyrja hvað það merki að nöfn séu „af íslenskum uppruna“. Í athugasemdum með frumvarpi til gildandi manna­nafna­laga er tekið dæmi af merkingarlausum strengjum eins og Skjarpur og Skunnar sem „verða því heimil, rétt eins og Garpur og Gunnar“. Spurningin er þá hvort slík nöfn teldust „af íslenskum uppruna“. Þetta þyrfti að skýra nánar.

Niðurstaða

Niðurstaða mín er þessi: Engin ástæða er til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í hinum nýju frumvarpsdrögum. Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.

Hin nýju frumvarpsdrög eru veruleg réttarbót og afnema þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Þó þarf að endurskoða nokkur ákvæði draganna og skýra önnur betur.[/cs_text]

Um höfundinn
Eiríkur Rögnvaldsson

Eiríkur Rögnvaldsson

Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Undanfarin ár hefur hann einkum fengist við máltækni en hefur einnig stundað rannsóknir í samtímalegri og sögulegri setningafræði, svo og orðhlutafræði og hljóðkerfisfræði. Sjá nánar

[cs_text][fblike][/cs_text]

Deila

Mahjong scatter hitam


Mahjong Ways 2


situs bola gacor


bola judi


taruhan bola


situs bola


mahjong ways 2


adu ayam taji


sabung ayam online


adu ayam


situs judi bola resmi


sabung ayam online


judi bola


judi bola parlay


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


demo slot mahjong ways 2


sabung ayam online


sabung ayam online


Sabung Ayam Online


Agen Casino


Scatter Hitam


sabung ayam online


Judi Bola


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


sabung ayam online


sabung ayam online


Judi Bola Online


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


SLOTBOM77 penyedia permainan slot online resmi


SLOTBOM77 situs selot online terpercaya dan resmi


artikel

content

news

tips

Malam Heboh RTP Mahjong

Fenomena Simbol Mahjong Wins

90% Peluang Menang Mahjong

Bigwin Batik Pekalongan

Temuan File Mahjong 2

Bocoran RTP Laporan UMKM

Kisah Honor Bigwin Mahjong

Pegawai Baru Viral Mahjong

Inovasi Tegal Mahjong Wins 3

UKM Digital Semarang Mahjong 2

Penjual Keripik Bigwin Mahjong 3

RTP Live Kode e-Katalog UMKM

Bocoran Rapat Bantuan Modal

UKM Jepara Maxwin Scatter

Data PPID RTP Gacor

Pelatihan Digital Pola Mahjong

Server Down Sinyal Mahjong 3

Peta UMKM Jogja Bigwin

Program Kemitraan Skor RTP

Laporan Keuangan Spin Gratis

Proyektor Grafik RTP

Password WiFi Simbol Mahjong

Pegawai Honor Jackpot Mahjong 2

Ruangan Arsip Bukti Bigwin

Pegawai Lali Pola Mahjong 3

Notulen Rapat Metode Maxwin

Skandal Laptop RTP Slot

Tantangan Atasan Skor Mahjong

Dokumen Hilang Jam Gacor

Pengabdian Bonus Mahjong 2

Analisis Kredit RTP Live

Metode Rumus Multiplier

Skor Inovasi Pola Slot

Data Akurat Jam RTP

Laporan Strategi Rolling

Survei Bigwin Sentra Batik

Balance Sheet Scatter Mahjong 3

Aplikasi Prediksi Maxwin

Modal Frozen Food Bigwin Mahjong 2

Rahasia Brand UMKM RTP

https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/strategi-cuan-pedagang-batik-dari-kios-kecil-hingga-panen-ratusan-juta-berkat-pola-rtp.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/tangis-haru-penjahit-pola-harian-rahasia-ini-ubah-nasib-usaha-di-kudus-omzet-langsung-meroket.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/data-dinkop-bocor-jam-rahasia-peluang-umkm-tiap-hari-senin-terungkap-siap-siap-panen.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/tak-disangka-gadis-magang-ppid-temukan-rumus-laba-milyaran-hanya-dari-bongkar-file-lama.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/kepala-dinas-kaget-server-down-justru-bikin-omzet-umkm-naik-tiga-kali-lipat-ini-alasannya.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/scatter-ekonomi-ditemukan-cerita-pedagang-pasar-yang-mendadak-panen-cuan-saat-lampu-padam.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/rahasia-modal-melesat-dari-angkringan-jadi-startup-hanya-dengan-modal-178-ribu-berbuah-ratusan-juta.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/rumus-statistik-bocor-akademisi-klaim-pola-gopay178-mirip-rumus-cuan-perdagangan-internasional.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/pengakuan-mengejutkan-pegawai-diskominfo-lihat-pola-transaksi-mirip-detak-jantung-kekayaan.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/inspirasi-batik-ajaib-pengrajin-temukan-rahasia-ekonomi-tersembunyi-hanya-dari-warna-celupan-batik.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/riset-baru-dinkop-pola-harian-pegawai-ternyata-cermin-ritme-keuntungan-umkm-di-daerah.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/cinta-dan-cuan-bersatu-suami-istri-di-blora-temukan-rahasia-kekayaan-di-tengah-data-penjualan-biasa.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/barista-viral-kedai-tiba-tiba-ramai-pelanggan-setelah-jam-scatter-bisnis-diterapkan.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/fakta-gila-data-dinkop-menunjukkan-hubungan-aneh-antara-mood-asn-dan-lonjakan-ekonomi-umkm.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/kode-rahasia-terbongkar-teknisi-it-temukan-catatan-misterius-jam-emas-17-8-di-kantor-pegubin.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/mahasiswa-cerdas-gunakan-simulator-pelayaran-stip-untuk-analisis-pola-keuangan-cuan.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/pengusaha-laundry-kaya-waktu-setrika-pagi-ternyata-adalah-waktu-paling-untung-di-bisnis-mereka.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/fakta-aneh-bisnis-umkm-yang-posting-saat-hujan-deras-justru-punya-omzet-tertinggi.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/revolusi-bisnis-dari-nasi-bungkus-ke-neraca-digital-cara-baru-membaca-cuan-harian-umkm.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/laporan-e-journal-geger-pola-scatter-kini-diakui-jadi-indikator-resmi-produktivitas-daerah.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/strategi-unik-tegal-pengusaha-es-batu-ubah-waktu-pendinginan-jadi-rumus-penjualan-paling-akurat.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/mantan-honorer-kaya-temukan-kode-scatter-rahasia-di-data-arsip-lama-dinkop-kini-jadi-jutawan.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/ibu-rumah-tangga-hasilkan-rp-90-juta-hanya-dari-catatan-tanggal-penjualan-sederhana.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/riset-pegubin-buktikan-pola-internet-naik-turun-ternyata-berbanding-lurus-dengan-omzet-melimpah-umkm.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/model-keuangan-ajaib-mahasiswi-akuntansi-buat-model-kekayaan-mirip-pola-spin-digital.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/jurnalis-muda-ungkap-bongkar-habis-hubungan-waktu-posting-dan-peluang-transaksi-raksasa.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/bahasa-baru-umkm-kepala-bidang-ekonomi-sebut-pola-scatter-sebagai-kunci-sukses-modern.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/laporan-rahasia-dibuka-78-persen-umkm-gunakan-strategi-rolling-tanpa-sadar-ini-penjelasannya.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/ide-bisnis-gratis-pemilik-warung-kopi-dapat-ide-bisnis-cuan-besar-dari-log-data-kantor-yang-terbengkalai.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/cepat-kaya-diskominfo-rilis-aplikasi-deteksi-jam-cuan-paling-akurat-berbasis-analisis-harian.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/modal-tukang-parkir-catat-waktu-mobil-datang-tukang-parkir-semarang-dapat-70-juta.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/strategi-produksi-viral-pengusaha-snack-rumahan-gunakan-pola-gopay178-untuk-laba-maksimal.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/kisah-pegawai-malam-menemukan-waktu-hoki-paling-cuan-di-antara-tumpukan-file-audit.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/terobosan-ai-kecerdasan-buatan-gopay178-kini-bisa-prediksi-jam-ramai-marketplace-lokal-paling-akurat.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/fenomena-digital-data-menunjukkan-umkm-yang-aktif-di-malam-hari-lebih-cepat-tumbuh-50-persen.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/cerita-lucu-berakhir-cuan-pegawai-dinkop-salah-upload-data-tapi-malah-jadi-riset-nasional-kekayaan.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/inovasi-gila-pegubin-dari-jaringan-wifi-ke-jaringan-bisnis-cerita-sukses-menemukan-cuan.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/fakta-unik-kudus-umkm-temukan-hubungan-aneh-antara-musik-dangdut-dan-lonjakan-omzet-mendadak.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/peluang-bisnis-barista-ngaku-dapat-ide-usaha-cuan-ratusan-juta-hanya-dari-chat-grup-gopay178.html https://ppid.dinkop-umkm.jatengprov.go.id/berita/lebih-akurat-dari-ramalan-pengusaha-digital-cilacap-klaim-pola-gopay178-jadi-kunci-pasar-yang-pasti.html

GSA Certified: Mengapa Kontraktor Pemerintah AS Selalu Memilih Solusi Lodging dari PCH

Pengalaman Dian di Medan: Extended Stay PCH Memberikan Keuntungan 40% Lebih Fleksibel Berkat Pola Mahjong Wins

Teknologi Scatter Hitam: Bagaimana Surya Menggunakan PCH untuk Menghemat Waktu 80% dalam Pencarian Hunian

Relokasi Bebas Stres: Gunakan Tips & Trik Mahjong Ways PCH untuk Check-in Seamless dan Cepat

Bukan Hotel! Perumahan Korporat PCH yang Berperabot Memberi Rasa Rumah di 75.000 Kota

Rahasia PCH: Bagaimana Akses GOPAY178 Mahjong Wins Membantu Klien Menemukan Apartemen Gacor

Yuni Sang Ahli Relokasi: Scatter Hitam Adalah Solusi PCH untuk Last-Minute Booking

Mahjong Wins dalam Bisnis: PCH Mengklaim Solusi Mereka 100% Menang Dibanding Hotel Lewat Tips GOPAY178

Mega Win PCH: Proyek Konstruksi Rudi di Balikpapan Sukses Hemat Rp 300 Juta Setelah Menang Mahjong Ways 2

Ahmad Klaim: PCH Memberi Lebih Banyak Fasilitas Daripada yang Dijanjikan (Scatter Hitam Pelayanan)

Fleksibilitas Tanpa Batas: Model Bisnis PCH Menawarkan Lease Term yang Jauh Lebih Baik dari Sewa Biasa

Misteri Scatter Hitam: Bambang Mengungkap Rahasia PCH Memberi Upgrade Kamar Gratis

Strategi Mahjong Ways: Bagaimana Memaksimalkan Fasilitas Apartemen Berperabot PCH?

Kisah Sukses Siti: Setelah Mendapat Scatter Hitam PCH, Karyawan Relokasi Tak Ada yang Mengeluh

Jackpot Relokasi! Pengusaha Andi di Bandung Menemukan Hunian Hemat Rp 180 Juta per Tahun

Kemenangan Bersih Rp 142,5 Juta! Keluarga Nurul di Yogyakarta Menemukan Keseimbangan Setelah Menang Mahjong Wins 3

Lina di Denpasar: Spin Hunian PCH Terbukti Lebih Nyaman Daripada Hotel Bintang 5 Setelah Menang Mahjong Wins 3

Analisis Bisnis: Mengapa Pola Fleksibilitas GOPAY178 Mahjong Wins Mirip Lease Term PCH?

Panduan Mahjong Ways untuk HRD: Langkah-Langkah Cerdas Pilih Corporate Housing Anti Gagal

Trik Mahjong Ways Spesial: Cara Memanfaatkan Diskon Jangka Panjang PCH Hingga 50%

Kunci Mahjong Ways: Dapatkan Hunian Eksklusif di 75.000 Kota Lewat Pola Pemesanan Rahasia PCH

Solusi Anti Bencana: Bagaimana PCH Mendukung Klien Asuransi Saat Karyawan Mengalami Kehilangan Hunian

Pengalaman Ahmad di Makassar: Menghemat Rp 135 Juta Biaya Relokasi Setelah Jackpot Mahjong Ways

Tips & Trik Mahjong Ways Diadopsi PCH: Cara Mempercepat Proses Relokasi Karyawan Perusahaan

Strategi GOPAY178 Mahjong Wins untuk HR: Manfaat Group Move PCH Bisa Menggandakan Efisiensi Tim

Fenomena Scatter Hitam: Wulan Mendapatkan Unit Terbaik PCH Tanpa Perlu Waiting List

Kisah Bima di Jakarta: Menang Mahjong Ways dan Hemat Biaya Hingga Rp 225 Juta Lewat PCH

Rudi Membuktikan: Ketersediaan di 75.000 Kota Adalah Scatter Hitam Nyata PCH

Hemat Waktu, Hemat Anggaran: Perbandingan Biaya Corporate Housing PCH vs Hotel Jangka Panjang

Jangan Sampai Kalah! Kenapa Memilih Hotel Adalah Lose Dibanding Solusi Mahjong Wins GOPAY178

Penghematan 3X Lipat! Ini Tips Mahjong Ways Terbaik Mengamankan Hunian Korporat Premium

Rahasia Siti di Surabaya: Setelah Main Mahjong Wins, Produktivitas Tim Naik 25% Berkat PCH

Scatter Hitam Bisnis! Irfan Menemukan Hunian Langka PCH di Tengah Proyek Mendesak

Sama-sama Strategi: Bandingkan Tips Mahjong Ways dengan Cost-Saving Solusi Hunian Korporat PCH

Kunci Mahjong Wins GOPAY178: Hunian Berperabot PCH Adalah Scatter Hitam dalam Dunia Relokasi

Membaca Data Bisnis: Keseimbangan Hidup Ditemukan Setelah Menggunakan Metode Mahjong Wins GOPAY178

Satu Pintu, 75.000 Pilihan: Keunggulan Memiliki Single Point of Contact untuk Kebutuhan Akomodasi Nasional

Relokasi Tanpa Drama: Panduan Lengkap Mengelola Group Move Karyawan Skala Besar

Fitur Baru PCH: Pola Check-in Semudah Memenangkan Jackpot Mahjong Wins dengan GOPAY178

Kenyamanan Eksekutif: Apa Saja yang Termasuk Dalam Hunian PCH? All-Inclusive Living Terungkap

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus yang Berhasil Raup 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor: Pola Mahjong Ways Terbukti Ilmiah

Scatter Hitam Bikin Heboh! Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta: Wild Bandito Efektif Latih Navigasi

Raka Surabaya Klaim Rp120 Juta, Pola Mahjong Ways di GOPAY178 Berhasil

Kapten Rendra STIP Gunakan Pola Lucky Neko untuk Latihan Taruna

Temuan STIP: Pola Raja Zeus Mirip Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins 3 Jadi Simulasi Ilmiah Taruna Teknika STIP

Taruna Rudi Makassar Pecah Rekor 134 Juta di Mahjong Ways

Jordan Bogor Cetak Sejarah 92 Juta dari Penelitian Mahjong Ways

Dosen STIP Uji Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan: Mahjong Wins 3 dan Psikologi Taruna

GOPAY178 Jadi Studi Pola RTP Harian di Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta dari Analisis Mahjong Wins 3

Taruna Lina Padang Kantongi 98 Juta Lewat Metode Lucky Neko

Kapten Suharto Gunakan Pola Wild Bandito untuk Latihan Kapal

Taruna Fadil Bogor Buktikan Akurasi Mahjong Ways di Lab Statistik

Taruna Denpasar Raih 67,5 Juta dari Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Dipakai di Modul Statistik Maritim STIP

Analisis Akademis Mahjong Wins 3 Berbuah Cuan 75 Juta

Taruna Inces 1000 STIP Menang 87 Juta dari Pola RTP Ilmiah

Uji Pola RTP Mahjong Ways Taruna Rudi Makassar Raup 134 Juta

Peneliti STIP Gunakan Mahjong Ways untuk Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Jadi Simulasi Probabilitas Navigasi Kapal

Langkah Ilmiah Taruna Bogor Raup 92 Juta dari Mahjong Ways

Taruna Siti Pontianak Dapat 102 Juta dari Riset Wild Bandito

Taruna Wulan Semarang Klaim Scatter Hitam Berhadiah 112 Juta

Riset E-Journal STIP: Pola Raja Zeus dan Navigasi Laut

Mahjong Wins 3 Masuk Modul Kedisiplinan STIP Jakarta

Wild Bandito: Riset Taruna STIP Dapat Pengakuan Internasional

Taruna Ilham Palembang Menang 88 Juta dengan Lucky Neko

Taruna Aldi Bandung Analisis Scatter Hitam, Hasilnya Mengejutkan

GOPAY178 Dukung Riset STIP Tentang Pola Mahjong Wins 3

Pola Lucky Neko Latih Reaksi Cepat Taruna Maritim

Taruna Rehan Solo Dapat 115 Juta dari Simulasi Mahjong Ways

Taruna STIP Jakarta Dapat Pencerahan Lewat Mahjong Ways GOPAY178

GOPAY178 Jadi Referensi Pola Scatter Hitam di STIP

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Latih Fokus Taruna

Taruna Inces 1000 STIP Bongkar Probabilitas Arus Laut

Taruna Lina Padang Dapat 98 Juta dari Metode Lucky Neko

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

analisis scatter mahjong ways 3 riset cepdecantabria

strategi menang konsisten gates of olympus dosen

akurasi bet all in mahjong ways 1 skripsi

algoritma wild power wild bounty informatika

kajian kritis scatter hitam pragmatic play

probabilitas menang mahjong wins 3 pemula dosen

analisis komparatif rtp mahjong ways 1 vs 3

gates of olympus topik hangat mahasiswa it bandung

model prediksi kemenangan mahjong wins 3 data historis

pola randomness wild power mahjong ways 3 dosen matematika

mahjong ways 3 strategi maxwin

mahjong ways analisis maxwin

stmik komputama mahjong ways

mahjong ways 3 putaran gratis

ilmu scatter hitam mahjong ways 3

mahjong ways 3 maxwin

algoritma coding mahjong ways

rumus prediksi mahjong ways 3

stmik komputama wild experience

teknik coding mahjong ways