Þetta eða hitt?

Í Dans, Rýni höf. Sesselja G. Magnúsdóttir

Það var engu líkara en þær væru að kveðast á þær Shai Faran og Kim Ceysens sem sýndu dansverkið Why don‘t you/Make up your mind eftir Shai í Tjarnarbíói miðvikudaginn 2. mars þar sem þær reyndu að meðtaka dans hvorrar annarrar; fylgjast með og svo endurskapa til skiptis.

Verkið var ekki fullmótað dansverk heldur verk í vinnslu eða kannski þáttur í stöðugri rannsókn þeirra á eðli hreyfinga og hvernig hreyfingar eru fundnar. Í kynningu á verkinu kemur fram að listamennirnir veltu fyrir sér spurningunni hvernig við veljum úr ólíkum kostum.  Á hvaða hátt? Af hverju? Hvaða hluti heila okkar er að verkum þegar við tökum ákvarðanir? Stór spurning er hér könnuð í gegnum hreyfingu og hreyfingarnar á sviðinu því afleiðing einhvers konar ákvarðanatöku á staðnum frekar en frásagnarform.

Hugras_dans_350pxVerkið skiptist í þrjá kafla og kynnti höfundur undirliggjandi hugmynd á bak við hvern þeirra í upphafi sýningarinnar. Í þeim fyrsta fylgdu þær hvor annarri til skiptist og reyndu að skapa þær hreyfingar sem hin var að gera jafnóðum, ekki endilega alveg eins en þó byggðar á sama stefi. Sífellt var skipt um hreyfimynstur því þegar ein ætlan var komin vel í gang var tekin ákvörðun um að breyta og skoða eitthvað nýtt. Í kafla tvö gerði ein í einu stutta hreyfifrasa sem hin reyndi síðan að endurskapa. Hér reyndi á minnið og úrvinnslu þess sem þær sáu. Í þessum kafla varð stemmingin eins og á kvæðakvöldi; vísa var botnuð og nýjum fyrriparti var slengt fram (sem síðan var hafður eftir). Í síðasta kaflanum vissi áhorfandinn ekki hvað var í gangi, enda hafði höfundur sagt frá því í upphafi að hér þyrftu áhorfendur aðeins að fylgjast með, nema að önnur stóð fyrir utan sviðið og söng á meðan hin dansaði.  Allir kaflarnir komu mjög skemmtilega út. Bæði vegna þess að dansararnir höfðu mjög góða hreyfifærni en líka vegna þess að áhorfandinn fékk að fylgjast með rannsóknar- og tilraunavinnu danshöfundar.

 

Hugras_dans_650pxRannsóknarvinna af þessu tagi er mikilvæg í dansinum og gjöfult fyrir listamenn innan dansins að verða vitni að svona vinnu. Sýningin var þannig ekki sýning í sjálfum sér, áhugaverð fyrir áhorfendur, heldur fyrirlestur á hreyfingu um könnun danshöfundar á ákveðnum leiðum til danssköpunar, áhugaverð fyrir aðra þá sem eru að dansa eða semja dans.  Shai hefur verið hér á landi í nokkurn tíma. Hún kenndi námskeið við dansdeild Listaháskóla Íslands og gaf líka tíma fyrir sjálfstætt starfandi dansara á Dansverkstæðinu. Listrænn ráðgjafi verksins, Martin Kilvady, hefur einnig nýverið verið hér á landi en hann vann með Íslenska dansflokknum að verkinu All Inclusive sem sýnt var á nýafstaðinni hátíð Sónar. Sýninguna í Tjarnarbíó má þannig sjá sem lokapunkt í röð hugmyndafræðilegs ferlis sem fylgt hefur komu þessara einstaklinga hingað til lands.

Um höfundinn
Sesselja G. Magnúsdóttir

Sesselja G. Magnúsdóttir

Sesselja G. Magnúsdóttir er menntuð í íþróttafræðum og dansi auk sagnfræði. Hún hefur skrifað gagnrýni og greinar um dans undanfarin ár auk þess að kenna listdanssögu á framhaldsskólastigi og skapandi dans fyrir börn.

Deila


Yfirþyrmandi náttúrukraftur smásagna Rómönsku-Ameríku

17. október, 2017Út er komið annað bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins sem hefur að geyma smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Rómönsku-Ameríku, þar á meðal Jorge Luis Borges og Gabriel García Márquez. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum álfunnar alla 20. öldina og fram á okkar daga og frá henni koma leiðandi höfundar í smásagnaskrifum. Í bókinni eru 22 smásögur frá sextán löndum og er elsta sagan frá 1917 en sú yngsta frá 2006. Aðalritstjóri þessa bindis, Kristín Guðrún Jónsdóttir, segir langflestar sögurnar vera þýddar úr spænsku, en einnig séu sögur þýddar úr portúgölsku, frönsku og ensku. Sögurnar eru allar þýddar úr frummálinu og ...

„Vér hverfum frá oss sjálfum“

16. október, 2017Franska leikritaskáldið Florian Zeller hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verkið Föðurinn, meðal annars Moliere verðlaun árið 2014. Verðskuldað er það. Þetta er ákaflega vel skrifað og sterkt leikrit en það er þannig gert að það leiðir áhorfandann stig af stigi inn i hugarheim föðurins, André, (Eggert Þorleifsson). Sá hugarheimur er framandlegur og kemur okkur á óvart, það tekur smátíma fyrir áhorfandann að ná áttum. Ég ætla því að vara ykkur við og segja: ef þið ætlið að sjá þessa sýningu Þjóðleikhússins ættuð þið ekki að lesa lengra núna – lesið þegar þið eruð búin að sjá sýninguna! Má ég spyrja: ...

Leikstjóraspjall við Baltasar Kormák

13. október, 2017Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, fjallar um Leikstjóraspjall Baltasar Kormáks, en hann svaraði spurningum um eigin feril og kvikmyndir, íslenska kvikmyndamenningu og framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.