Gauti Kristmannsson hefur greinaröðina Þjóðernispælingar á knattspyrnuvelli í Frankfurt. Írska stórsveitin U2 er með tónleika en stemningin er einhvern veginn dofin. Ástæðan er sú að þremur dögum áður höfðu nýnasistar varpað mólótovkokkteilum að íbúðarhúsi með hörmulegum afleiðingum.
Vandræðagemlingurinn Lars von Trier
Björn Ægir Norðfjörð fjallar um nýjasta útspil danska leikstjórans Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn játaði í gær að vera nasisti! Stjórnendur í Cannes brugðust við þessu með að skipa von Trier að yfirgefa samkvæmið.