Nýtt rit um heimspekinginn Jesú

Út er komin bókin Jesus as Philosopher: The Moral Sage in the Synoptic Gospels eftir Rúnar Má Þorsteinsson, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Líftaug landsins

Út er komið ritverkið Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010. Þar er í fyrsta sinn sögð heildarsaga íslenskrar utanlandsverslunar frá landnámstíð til okkar daga.

Tilfinningar í fornbókmenntum

Bókin Emotion in Old Norse Literature: Translations, Voices, Contexts eftir Sif Ríkharðsdóttur, prófessor við Íslensku- og menningardeild, var nýverið gefin út hjá bókaforlaginu Boydell & Brewer. Bókin er fyrsta verkið í nýrri ritröð um fornnorrænar bókmenntir.

Áhrif Lúthers í 500 ár

Rannsóknarverkefnið 2017.is og Hið íslenska bókmenntafélag hafa gefið út greinasafnið Áhrif Lúthers. Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár. Tuttugu fræðimenn á sviði guðfræði, sagnfræði, bókmenntafræði og málvísinda rita greinar í bókina sem varpa nýju ljósi á ýmsa fleti lútherskrar menningar á Íslandi í sögu og samtíð.

Guð og gróðurhúsaáhrifin

Hvað merkir það að vinna að réttlæti í loftslagsmálum í guðfræðilegu samhengi? Þetta er meðal þeirra spurninga sem tekist er á við í bókinni Guð og gróðurhúsaáhrif. Kristin siðfræði á tímum loftslagsbreytinga sem Háskólaútgáfan hefur gefið út. Höfundur bókarinnar er Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor.

Yfirþyrmandi náttúrukraftur smásagna Rómönsku-Ameríku

Út er komið annað bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins sem hefur að geyma smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Rómönsku-Ameríku, þar á meðal Jorge Luis Borges og Gabriel García Márquez. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum álfunnar alla 20. öldina og fram á okkar daga og frá henni koma leiðandi höfundar í smásagnaskrifum. Í bókinni eru 22 smásögur frá sextán löndum og er elsta sagan frá 1917 en sú yngsta frá 2006. Aðalritstjóri þessa bindis, Kristín Guðrún Jónsdóttir, segir langflestar sögurnar vera þýddar úr spænsku, en einnig séu sögur þýddar úr portúgölsku, frönsku og ensku. Sögurnar eru allar þýddar úr frummálinu og …

Leitin að íslensku klaustrunum

Út er komin á vegum Sögufélags og Þjóðminjasafns Íslands bókin Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. Steinunn bregður hér ljósi á sögu kaþólsks klausturhalds í landinu á persónulegan hátt þar sem skipulögð leit að íslensku klaustrunum er í forgrunni. Klaustrin voru öflugustu stofnanir kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á miðöldum, næst á eftir biskupsstólunum. Saga þeirra, sem spannar nær 500 ár, einkennist af auðsöfnun og aga í bland við bóklega menntun, handverk, stjórnsýslu, hjúkrun, lækningar og útbreiðslu trúar á Guð alvaldan og helga menn og konur. Hún er líka saga síendurtekinna …

Vísindin og sannleikurinn

Vísindi, sannleikur og aðferðafræði er þema nýjasta Ritsins sem kom út í lok desember. Fjallað er um vísindalega aðferðafræði, orðræðu og sögu, og kröfur um

Jón á Bægisá upp risinn

Jón á Bægisá, tímarit um þýðingar, hefur legið í dvala um tíma, en er nú upp risinn og kynnir kröftugt nýtt hefti með fjölbreyttu efni.