Tilfinningar í fornbókmenntum

Bókin Emotion in Old Norse Literature: Translations, Voices, Contexts eftir Sif Ríkharðsdóttur, prófessor við Íslensku- og menningardeild, var nýverið gefin út hjá bókaforlaginu Boydell & Brewer, en bókin var gefin út samtímis bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Bókin er fyrsta verkið í nýrri ritröð um fornnorrænar bókmenntir (Studies in Old Norse Literature).

Verkið fjallar um miðlun tilfinninga í íslenskum fornbókmenntum, sérstaklega hvernig hið ljóðræna form opnar á möguleikann á tilfinningalegri tjáningu. Bókin tekur fyrir ýmsar tegundir fornbókmennta, frá Eddukvæðum til Íslendingasagna og fjallar um hvernig fornnorrænar bókmenntir sviðsetja tilfinningar og þá merkingu sem slík sviðsetning kann að hafa haft, bæði innan skáldskaparheims verkanna sem og meðal lesenda og áheyrenda þeirra á miðöldum.

Einnig er gerð grein fyrir þeim hefðum sem tengjast tilfinningalegri tjáningu og hugmyndum um tilfinningar og hegðun á miðöldum. Meðal annars er leitast við að sýna hvernig tilfinningar eru framsettar í Brennu-Njáls sögu og Egils sögu, hvernig tilfinningalegri hegðun var miðlað í fornnorrænum þýðingum á frönsku riddarasagnahefðinni auk þess sem slíkar hefðir eru settar í samhengi við arf Eddukvæða.

Nánar á vef Boydell & Brewer.

Um höfundinn
Guðmundur Hörður Guðmundsson

Guðmundur Hörður Guðmundsson

Guðmundur Hörður Guðmundsson er kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs HÍ. Sjá nánar

[fblike]

Deila