Hópur nýframúrstefnulistamanna sem kenndi sig við aksjónisma starfaði í Vín á sjötta áratugnum og urðu þeir alræmdir fyrir list sem brýtur bannhelgar samfélagsins og storkar hefðum og almennu velsæmi. Markarof þeirra beinast sér í lagi gegn andlausri menningarpólitík og afturhaldssemi Austurríkis eftirstríðsáranna. Lítið hefur þó verið ritað um þennan umdeilda hóp á íslenskri tungu. Í greininni vík ég sjónum mínum að gjörningi Hermann Nitsch, Abreaktionsspiel, þar sem fléttast saman ólíkar orðræður á borð við klám, dulspeki, kaþólsk helgihald, sálgreining og lífhyggja. Þessar orðræður eru rannsakaðar eins og þær birtast í verkinu og kannað hvaða hlutverki þær gegna innan fagurfræðilegs verkefnis …
About the Author
