Author: Guðmundur Hörður Guðmundsson
-

Kæra Jelena
Rebekka Þráinsdóttir fjallar um leikverkið Kæra Jelena, höfund þess og viðtökur í Sovétríkjunum þegar það var fyrst sett upp í byrjun níunda áratugs 20. aldar.
-

Einelti og ofbeldi á fyrri tíð
Marín Árnadóttir segir frá rannsókn sinni á einelti og ofbeldi í íslensku samfélagi 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar.
-

Nýtt rit um framúrstefnuhræringar á Norðurlöndum
Út er komið ritið A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950. Ritstjórar verksins eru Benedikt Hjartarson, Andrea Kollnitz, Per Stounbjerg og Tania Ørum.
-

Loddarinn í samtali við leikhús
Guðrún Kristinsdóttir doktorsnemi fjallar um Loddarann eftir franska leikskáldið Moliere.
-

Bókmenntaþýðingar milli mála
Nýtt hefti Milli mála er komið út og í þessu hefti er nokkur áhersla lögð á bókmenntaþýðingar. Milli mála er veftímarit í opnum aðgangi.
-

Er í lagi með lýðræðið?
Nýverið fór fram málþing á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu og þróun lýðræðis á Íslandi í upphafi 21. aldar, en þar fjölluðu þau Guðmundur Hálfdanarson, Stefanía Óskarsdóttir og Guðmundur Heiðar Frímannsson um nýútkomna bók sem nefnist Íslenskt lýðræði: Starfsvenjur, gildi og skilningur.
-

Hugsað með Aristótelesi
Út er komin ritið Hugsað með Aristótelesi í ritstjórn Eiríks Smára Sigurðarsonar og Svavars Hrafns Svavarssonar. Útgefandi er Heimspekistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólaútgáfuna.
-

Þar sem vísindaheimspeki og þekkingarfræði mætast
Eiríkur Smári Sigurðarson ræðir við Finn Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, en hann hlaut nýverið Nils Klim verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á þekkingarfræði og vísindaheimspeki, fyrstur Íslendinga.
-

Mazen Maarouf og Brandarar handa byssumönnum
Gauti Kristmannsson og Þórir Jónsson Hraundal fjalla um íslensk-palestínska rithöfundinn Mazen Maarouf sem hefur verið tilnefndur til Man Booker verðlauna fyrir bókina Brandarar handa byssumönnum.
-

Það besta á Stockfish 2019
Björn Þór Vilhjálmsson, Álfheiður Richter Sigurðardóttir og Rósa Ásgeirsdóttir fjalla um hápunkta kvikmyndahátíðarinnar Stockfish sem haldin var í Bíó Paradís nýverið.
-

Hugsað með líkamanum
Eiríkur Smári Sigurðarson ræðir við þau Sigríði Þorgeirsdóttur og Björn Þorsteinsson, prófessora í heimspeki, um rannsóknarverkefnið Líkamleg gagnrýnin hugsun.
-

Greenblatt, nýsöguhyggja og skemmtilegar skattaskýrslur
Toby Erik Wikström, doktor í frönskum bókmenntum og sérfræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, segir hér frá nýsöguhyggjunni og Stephen Greenblatt, prófessor í bókmenntum við Harvard háskóla og hátíðarfyrirlesari Hugvísindaþings í ár.