About the Author
Arndís S. Árnadóttir

Arndís S. Árnadóttir

Arndís er sjálfstætt starfandi fræðimaður og sýningarstjóri. Hún lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og hafði áður lokið MA-prófi í hönnunarsögu frá DeMontfort háskólanum í Leicester á Bretlandi og BA-prófi frá Háskóla Íslands í bókasafns- og upplýsingafræði með listasögu sem aukagrein. Hún hefur rannsakað og birt fjölbreytt efni m.a. tengt íslenskri hönnunar- og húsgagnasögu og listiðnaði kvenna. Doktorsrannsóknin fjallaði um Nútímaheimilið í mótun. Fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970 og nýverið hlaut hún styrk úr hönnunarsjóði til að rannsaka eldhúsið í íslenskum híbýlum á 20. öld.

Prjónað af fingrum fram

Íslenska ullin skapar hönnuðum á hvaða aldri sem er óendanleg tækifæri til nýsköpunar. Það mátti til dæmis vel greina á árlegu markaðstorgi Handverks og hönnunar í