
Uppistaða bókarinnar eru fyrirlestrar sem Coetzee flutti við Princeton háskóla 1997 en einnig eru birt andmæli eða umþenkingar fjögurra fræðimanna úr ólíkum áttum við efni fyrirlestranna. Þeir vöktu á sínum tíma mikla athygli og hefur vægi þeirra síst minnkað í dýraréttinda umræðu dagsins í dag.
Þýðendur verksins eru Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir. Í hlaðvarpinu er vísað í fróðlegt viðtal við þau í Lest Rásar 1 sem hægt er að hlýða á með því að smella hér (hefst á 29:08). Þá má hlýða á upplestur tveggja stuttra brota úr verkinu á Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar (hefst á 29:15).
Það eru Hugvarp – hlaðvarp Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Hið íslenska bókmenntafélag sem standa saman að gerð hlaðvarps Lærdómsrita.
[/cs_text]
Deila