
Í bókinni eru birtar 156 örsögur eftir eru 49 höfunda, sú elsta er frá 1893 og sú yngsta frá 2014. Í kynningartexta segir að örsagan eigi sér langa hefð í álfunni og bókin sýni þá grósku og fjölbreytni sem sagan hafi öðlast í meðförum rithöfunda álfunnar. Í sögunum er oft stutt í húmorinn, háðið og fantasíuna en stundum vilja sögurnar bíta og koma við kvikuna.
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan en einnig er hægt að gerast áskrifandi að hlaðvarpsþáttum Hugvísindasviðs á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.[/cs_text]
Deila