Í þessum þætti ræða Björn Þór Vilhjálmsson og Guðrún Elsa Bragadóttir um nýstofnaða kvikmyndalistardeild við Listaháskóla Íslands, en deild þessi var gangsett í haust og er þar kvikmyndagerð kennd á háskólastigi í fyrsta sinn á Íslandi. Þá líta Björn Þór og Guðrún Elsa um öxl og virða sumarmyndir ársins fyrir sér, en sumarið hefur löngum þótt kjörlendi Hollywood-stórsmellsins. Myndirnar sem þau eru sammála um að hæst hafi borið er Tom Cruise smellurinn Top Gun: Maverick, vísindaskáldskaparhryllingurinn Nope eftir Jordan Peele og rokkævisagan Elvis eftir Baz Luhrman.
Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Engra stjarna og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.