Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum nefnist rannsóknarverkefni sem var unnið að á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Það eru prófessorarnir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Finnur Dellsén og Vilhjálmur Árnason sem eru umsjónarmenn verkefnisins en fjórir heimspekinemar unnu við rannsóknina og Hugvarp ræddi við þrjá þeirra, þau Vigdísi Hafliðadóttur, Hörð Brynjar Halldórsson og Victor Karl Magnússon.
[fblike]
Deila