
Páll vildi lyfta umræðu um framtíð Íslands úr hjólförum stjórnarskrármálsins og átti umdeildasta hugmynd hans, Miðlunin, að vera skref í þá átt. Þar hafði Páll ekki erindi sem erfiði en með nýjum áherslum í stjórnmálaumræðunni og deilum Valtýinga og Heimastjórnarmanna um aldamótin 1900 virtist aftur hafa skapast rými fyrir Pál og sjónarmið hans. Starfsævi Páls er því bitastætt og margslungið viðfangsefni. Í bókinni eru birtar greinar sjö sagnfræðinga sem fjalla um Pál Briem í ljósi sinnar sérþekkingar og er útkoman sagnfræðirit þar sem ferill Páls er greindur út frá ýmsum sjónarhornum. Sjónum er sérstaklega beint að vanmetnu framlagi hans til stjórnmála- og hugmyndasögu Íslendinga.
Það eru Háskólaútgáfan og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands sem gefa bókina út en ritstjórar eru sagnfræðingarnir Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sverrir Jakobsson. Hér að neðan má hlýða á viðtal við þau en einnig er hægt að gerast áskrifandi að Hugvarpi, hlaðvarpi Hugvísindasviðs, á öllum hlaðvarpsveitum.[/cs_text]
Deila