Ritið:2/2013 – Módernismi

Ritstjórar: Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þröstur Helgason
Þema annars heftis Ritsins 2013 er módernismi. Fjórar greinar takast á við þemað með ólíkum hætti. Ástráður Eysteinsson spyr hvernig hægt sé að segja sögu módernismans í grein sem nefnist „Frásagnarkreppur módernismans. Tilraun um bókmenntir og fuglaskoðendur“. Í greininni er spurt um einkenni og sögulega afmörkun módernismans, ekki síst með tilliti til tímabila og afstöðu hans til samfélagsorðræðu og bókmenntahefðar, sérstaklega raunsæislegrar tjáningar og frásagna. Benedikt Hjartarson fjallar um kvikmynd Hans Richter, Vormittagsspuk eða Reimleika að morgni frá 1928, og tengsl hennar við spíritisma og aðra strauma nútímadulspeki í grein sinni „Svipmyndir að handan. Um miðla, fagurfræði og launhelgar nútímans“. Margrét Elísabet Ólafsdóttir heldur sig einnig á þriðja áratugnum í grein um viðtökur expressjónískra málverka Finns Jónssonar í ljósi skrifa Alexanders Jóhannessonar um „Nýjar listastefnur“. Og í fjórðu þemagrein heftisins beinir Svavar Steinarr Guðmundsson svo sjónum að hræringum í íslenskri sagnagerð á sjöunda áratugnum í grein um hugsanleg áhrif bræðingsverks sem Elías Mar skráði eftir Þórði Sigtryggssyni, Mennt er máttur. Tilraunir um dramb og hroka, á Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson.

Tvær þýðingar tengjast þema heftisins. Báðar fjalla um landfræðilegar rannsóknir á módernisma sem sótt hafa í sig veðrið á síðustu árum. „Landfræði módernismans í hnattrænum heimi“ eftir Andreas Huyssen er góður inngangur að þessum rannsóknum enSusan Stanford Friedman skoðar módernisma út frá stað eða staðsetningu í grein sem nefnist „Menningarleg hliðskipun og þverþjóðlegt leslandslag. Áleiðis í átt að rannsóknum á staðarmódernisma“.

Þáttur sex nýrra ljóða eftir Matthías Johannessen með heitinu „Við tjaldskör tímans“ tengist einnig þemanu en Matthías er eitt af þeim skáldum sem tekið hafa þátt í að móta íslenskan módernisma í ljóðlist.

Tvær greinar í heftinu standa utan þema. Gunnþórunn Guðmundsdóttir fjallar um mótun endurminninga og sjálfs í minningabókum Sigurðar Pálssonar, Minnisbók og Bernskubók. Og Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um þýsku kvikmyndina  Das Vachsfigurenkabinett, eða Vaxmyndasýninguna, eftir Paul Leni frá 1924 í ljósi hugmynda um varðveislu og minni.
Ritstjórar: Eyja M. Brynjarsdóttir og Þröstur Helgason

Kaflar og útdrættir
Inngangur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þröstur Helgason: Formáli

Þema: Módernismi

Ástráður Eysteinsson: Frásagnarkreppur módernismans. Tilraun um bókmenntir og fuglaskoðendur
Útdráttur og lykilorð      Abstract and keywords

Benedikt Hjartarson: Svipmyndir að handan. Um miðla, fagurfræði og launhelgar nútímans
Útdráttur og lykilorð      Abstract and keywords

Margrét Elísabet Ólafsdóttir: Viðtökur expressjónískra málverka Finns Jónssonar í ljósi skrifa Alexanders Jóhannessonar um „Nýjar listastefnur“
Útdráttur og lykilorð      Abstract and keywords

Svavar Steinarr Guðmundsson: Bræðrabylta. Af karlfauskunum Þórði Sigtryggssyni og Tómasi Jónssyni
Útdráttur og lykilorð      Abstract and keywords

Ljóðaþáttur

Matthías Johannessen: Við tjaldskör tímans

Greinar utan þema

Gunnþórunn Guðmundsdóttir: „Minnið er alltaf að störfum“. Mótun endurminninga og sjálfs í Minnisbók og Bernskubók Sigurðar Pálssonar
Útdráttur og lykilorð      Abstract and keywords

Björn Þór Vilhjálmsson: Sögur úr vaxmyndasafninu. Vangaveltur um kvikmyndir, varðveislu og minni
Útdráttur og lykilorð      Abstract and keywords

Þýðingar

Andreas Huyssen: Landfræði módernismans í hnattrænum heimi
Susan Stanford Friedman: Menningarleg hliðskipun og þverþjóðlegt leslandslag. Áleiðis í átt að rannsóknum á staðarmódernisma

[fblike]

Deila