Rýni: Aðdráttarafl óhugnaðarins

[container] Drápa eftir Gerði Kristnýju.

„Veturinn tekur
aldrei fanga

Hann leiðir fólk
fyrir næsta horn
þar sem skothríðin bíður.“

Skandínavíska glæpasagan hefur síðasta áratug orðið að sérbókmenntagrein og hafa spekingar velt því fyrir sér hvað aðgreini hana frá þeirri bresku og bandarísku. Oft er þá talað um að myrkrið og kuldinn í þessum löndum bjóði upp á öðruvísi bókmenntir – umhverfið feli í sér ákveðinn óhugnað sem  höfundur nái ekki fullum tökum á nema lifa og hrærast í hinu eilífa skammdegi.

DrapaÍ nýjum ljóðabálki Gerðar Kristnýjar, Drápu, má sjá hvernig kunnugleg þemu skáldsins, kuldi og myrkur, kallast á við þessi sömu þemu skandínavísku glæpasögunnar. Hér segir Gerður sögu af glæpum í Reykjavík, sögu sem við höfum öll heyrt en birtist okkur hér í öðrum búningi.

Bálkurinn segir frá því þegar Myrkusinn kemur til borgarinnar, en hann er gjörólíkur bróður sínum Sirkusnum þó að margt eigi þeir sameiginlegt. Myrkustjaldinu er tjaldað yfir borgina, og inni í því gerast hræðilegir atburðir, verri en óhugnanlegustu reyfarar undanfarinna ára hafa tjáð. Trúðar, boxarar, Myrkusstjóri og loftfimleikastúlkan; öll hafa þau sínu hlutverki að gegna í hinum hræðilega Myrkus. Trúðarnir eru þar líklegast voðalegastir en þar spilar skáldið inn á hið tvíræða hlutverk sem trúðar hafa í menningu okkar. Trúðar eiga að skemmta og vera fyndnir en það gengur hins vegar ekki alltaf upp og margir hræðast þá. Í sögunni birtast þeir sem hópur ofbeldismanna en ekki sem einstaklingar og vekja þannig upp óhug hjá lesandanum. Myndmál sirkussins kemur einnig fram í gróteskri valdbeitingu á líkama þolandans og er þannig sett fram sem drungalegur leikur.

„Þegar svipan
skipaði þér
að stinga höfði
í ljónsgin
og finna úfinn
kitla á þér hvirfilinn
gerðirðu það“

Gerður Kristný tjáir djúpa og flókna sögu af ofbeldi í örfáum orðum og í stíl sem er svo knappur að einn lestur dugir ekki til. Það eru ekki einunigs orð sem geta sagt sögu, heldur einnig þagnirnar þar á milli og þetta nýtir Gerður sér til hins ýtrasta.

Staðir hafa verið áberandi í ljóðum Gerðar, samanber síðustu ljóðabók hennar Strandir, og sést þetta einnig í Drápu. Reykjavík er lýst og staðir innan borgarinnar nefndir sérstaklega til þess að ramma inn atburðina. Þetta gerir lýsingarnar enn hræðilegri og gerir það að verkum að óhugnaðurinn færist nær okkur, því við höfum jú öll heyrt þessa ofbeldissögu margoft, og vitum að hún er sönn – þó að trúðarnir séu kannski ekki alltaf í trúðsgervinu.

Aðalpersóna ljóðabálksins, er „þú“, ung ljóshærð kona sem verður þolandi glæpanna. Hún festist í vef ofbeldismanna sem birtast henni í hinum ýmsu myndum.

Ljóðmælandinn sjálfur er síðan dularfyllsta persóna bálksins en hann virðist vera bæði upphaf hins illa sem og sá sem syrgir slóð þess. Hann breytir sér í ýmis líki og fylgist með öllu. Hann er alvaldur og um leið hjálparkokkur hins guðlega. Í lokalínunum syrgir hann þolandann þrátt fyrir að hafa átt þátt í atburðunum. Ljóðmælandinn er líklega sú persóna bókarinnar sem er erfiðast að staðsetja innan þess heims sem lesandinn þekkir. Á sama tíma neyðir ljóðmælandinn lesandann til þess að horfast í augu við sinn eigin þátt í því samfélagi sem við lifum í, samfélagi sem býður Myrkusnum í heimsókn á annað borð.

Gerður Kristný slær bæði Stefáni Mána og Yrsu Sigurðardóttir við í óhugnaði í ljóðabálkinum og í mun færri orðum. Ólíkt flestum öðrum reyfurum er Drápa saga sem lesandinn neyðist til þess að lesa oftar en einu sinni, bæði til þess að ná fyllilega sögunni en einnig vegna þess að óhugnaðurinn hefur einkennilegt aðdráttarafl. Á þverstæðan hátt verða ljóðin falleg mitt inni í skelfingunni en þar leikur hið sérstaka myndmál Gerðar aðalhlutverk. Drápa er heillandi verk um hræðilegan heim sem stendur okkur því miður alltof nærri.

Guðrún Baldvinsdóttir, meistaranemi í almennri bókmenntafræði.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1412

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

maujp

maujp

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

30021

30022

30023

30024

30025

30026

30027

30028

30029

30030

30031

30032

30033

30034

30035

80001

80002

80003

80004

80005

80006

80007

80008

80009

80010

80011

80012

80013

80014

80015

80016

80017

80018

80019

80020

80021

80022

80023

80024

80025

80026

80027

80028

80029

80030

80136

80137

80138

80139

80140

80211

80212

80213

80214

80215

80216

80217

80218

80219

80220

9041

9042

9043

9044

9045

80031

80032

80033

80034

80035

80036

80037

80038

80039

80040

80041

80042

80043

80044

80045

80141

80142

80143

80144

80145

80146

80147

80148

80149

80150

80151

80152

80153

80154

80155

30046

30047

30048

30049

30050

30051

30052

30053

30054

30055

30056

30057

30058

30059

30060

80066

80067

80068

80069

80070

80071

80072

80073

80074

80075

80076

80077

80078

80079

80080

80081

80082

80083

80084

80085

80086

80087

80088

80089

80090

80091

80092

80093

80094

80095

30081

30082

30083

30084

30085

30086

30087

30088

30089

30090

80096

80097

80098

80099

80100

80101

80102

80103

80104

80105

80106

80107

80108

80109

80110

80111

80112

80113

80114

80115

80156

80157

80158

80159

80160

80161

80162

80163

80164

80165

80166

80167

80168

80169

80170

80116

80117

80118

80119

80120

80121

80122

80123

80124

80125

80126

80127

80128

80129

80130

80131

80132

80133

80134

80135

80171

80172

80173

80174

80175

80176

80177

80178

80179

80180

80181

80182

80183

80184

80185

80186

80187

80188

80189

80190

80191

80192

80193

80194

80195

80196

80197

80198

80199

80200

80201

80202

80203

80204

80205

80206

80207

80208

80209

80210

news-1412