Átta daga í mánuði vinn ég á kaffihúsi sem er dulbúið sem bókabúð. Fólk streymir inn af götunni, ýmist í því skyni að svala þorsta sínum eða ausa úr skálum sínum. Sumt gerir jafnvel hvort tveggja. Afgreiðsla drykkja er ekki í mínum verkahring en á móti kemur að iðulega er það ég sem verð fyrir austrinum. Mér nægir því ekki að brosa og standa beinn í baki til að sinna starfi mínu, heldur þarf ég að hafa skoðanir á málefnum sem ég hef ekki minnsta vit á. Einstaka sinnum sel ég bók.

Það er fágætur hópur furðufugla sem venur komur sínar í bókabúðir sem gegna því eina hlutverki að vera bókabúðir. Stundum villast þeir á flugi sínu og flögra inn í mína. Þeir eru auðþekkjanlegir því þeir bera það utan á sér að þeir sá hvorki né safna í hlöður, og verja lífi sínu á kafi í kilinum á hugverkum annarra. Þeir vita að stærstu sigrar bókmenntasögunnar eru engu síðri þótt maður lesi þá ókembdur og stóratáin gægist út um gat á sokknum. Þessa fugla má ennfremur þekkja á kalli þeirra þegar þeir biðja um kaffi. Það hrökkva allir við ef einhver pantar tveggja atkvæða drykk: Kaff-i.

Algengara er að heyra einhvern fágaðan og strokinn panta sér tuttugu og tvö atkvæði á hlaupum. „Get ég fengið tvöfaldan mokka-soja-latte með heslihnetusýrópi í ferðamáli?“ segir ung stúlka án þess að líta af snjallsímanum því hún er að bjóða í Stórval á netinu á sama tíma og hún er of sein í hljóðprufu í Hörpunni. Hún spilar á sex strengja bassa í pönkhljómsveitinni Dópskuld, er grænmetisæta og aðgerðasinni sem vefur sínar eigin sígarettur. Foreldrar hennar erfðu kvóta, búa í Þingholtunum og fá vísareikninginn hennar sendan heim með utanáskriftinni: Til mömmu og pabba. Drukknið í ælu. Kisskiss.

Ég myndi giska á að tæpur fjórðungur þeirra sem venja komur sínar á dulbúna kaffihúsið komi hvorki til þess að drekka kaffi né kaupa bók. Ég hugsa að þeir séu að svara einhverju frummannlegu kalli af óþekktum uppruna. Skyndilega eru þeir bara staddir þarna og þurfa að finna sér eitthvað til dundurs. „Hvar er Snorri?“ spyr einn sem kemur reglulega til þess eins að ræða fréttirnar úr Dagens Nyheter. Maðurinn er eins og skandinavísk útgáfa af Maó formanni, smávaxinn og snyrtilega klæddur en með tennur sem minna á afræktan kirkjugarð. Honum finnst allt vera að fara til andskotans – til djävulen. Hann þegir lengi milli orða og smjattar á þeim áður en hann sleppir þeim út með slefi.  Ég held hann sakni tímanna þegar við greiddum skatt til Noregs „Já hvar er Snorri?“ skyrpir hann út úr sér þegar honum er ekki svarað undir eins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur í heimsókn og þess vegna veit ég að hann er að leita að Heimskringlu. „Hún er ekki til hjá okkur í augnablikinu“, svara ég brosandi og rétti úr bakinu. „Erum við ekki á Íslandi drengur?“, spyr hann næst. „Hm… af hverju er Heimskringla þá ekki í hillunum? Er þetta ekki bókabúð? Hm …“.

Hefur sá gamli kannski rétt fyrir sér? Er menningin á leið til andskotans? Eða að minnsta kosti úr landi? Sjálfsagt er hún illa rætt og undarlega sett – grýlukerti í bananahýði. Hana er að finna í sprungunni þar sem róttæknin og íhaldið rekast á. Hægt er að taka Íslensku bókmenntaverðlaunin sem dæmi. Bækurnar sem hlutu verðlaun í ár voru annars vegar um ísfirskan nýnasista sem ríður barnabarni helfararþolenda. Hins vegar um kynlausan dýrling sem helgaði líf sitt guði og gæskunni. Þetta tvennt var verðlaunað í forsetabústaðnum – samtímis.

Skömmu eftir að sá sem leitaði Snorra hafði flögrað á næsta áfangastað – vísast til þess að kvabba um sænskar fyrirsagnir og heimta ófáanlegar bækur – rakst ég á nokkuð sem gæti vakið áhuga hans. Djúpt í erlendu deildinni rakst ég á nokkuð sem var undarlega sett, jafnvel illa rætt. Skorðuð milli Ken Follet og sjálfshjálparbókar fyrir taugaveiklaða íhaldsmenn stóð bók með titlinum Song of the Vikings: Snorri and the Making of Norse Myth. Næst þegar karluglan kemur og spýtir framan í mig spurningunni, „Hvar er Snorri? Íslensk menning?“, þá ætla ég að rétta honum þessa – beina leið frá Ameríku.

Kjartan Már Ómarsson,
meistaranemi í almennri bókmenntafræði

 


Comments

One response to “Hvar er Snorri?”

  1. Bragi Bergsson Avatar
    Bragi Bergsson

    Vel skrifað og mjög skemtilegt Kjarri! Allan tíman sem ég las var ég að huga um það hvar þessi bókabúð/kaffihús er – kem í heimsókn næst þegar ég er á landinu! Haltu áfram að skrifa. 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812