Um höfundinn
Hjalti Hugason

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. Sjá nánar

Fyrir margt löngu birti ég hér á Hugrás litla hugleiðingu um illskuna undir því yfirvarpi að guðfræðin fjallaði um allt milli himins og jarðar — þar á meðal gott og illt. Í huga mínum hefur þessi pistill lengi kallað á framhald sitt: hugleiðinu um gæskuna eða hið góða. Framkvæmdin hefur þó látið á sér standa. Nú loks þegar til kastanna kemur verður mér líka ljóst að ég á erfitt að fjalla um hið góða í sjálfu sér. Það virðist aðeins koma í ljós í samanburði við hið illa. Spyrja má hvort gæskan hafi ekkert eigið gildi — ef ekki almennt þá a.m.k. í mínum huga!

Er illskan áhugaverðari en gæskan?

Stafar skortur á andagift í umhugsun minni um hið góða af því að illskan sé í eðli sínu áhugaverðari en gæskan? Er illskan torráðnari, dulræðari, leyndardómsfyllri, meira laðandi og lokkandi en gæskan? Til er nokkuð sem kallast mysterium tremendum eða leyndardómur sem ógnar. Slíkur leyndardómur umlykur illskuna og er andstæða mysterium fascinosum, leyndardómsins sem heillar.  Fylgir meiri spenna leyndardóminum sem ógnar en hinum sem heillar?

Einnig má spyrja hvort búið sé að gelda gæskuna. Þá á ég við hvort hún hafi verið tamin, sveigð og beygð eftir siðrænum mælikvörðum. Höfum við „móralíserað“ gæskuna? Beinist allt uppeldi okkar og félagsmótun að því að gera okkur „góð“, siðferðilega ábyrga þjóðfélagsþegna? Er gæskan orðin að uppeldismarkmiði siðmenntaðra þjóða? Þar með væri hún dæmd úr leik. Hún verður þá aldrei eins lokkandi og hið illa. — Tabúin lokka og laða en ekki hitt sem má eða á að gera.

Svo kann að vera að ekki sé til neitt algilt svar við spurningunni hvers vegna mér reynist torveldara að festa á blað hugleiðingar um gæskuna en þanka mína um illskuna. Ég kann einfaldlega prívat og persónulega að dragast fremur að illskunni en gæskunni. Þar fyrir þarf ég ekki að vera vondur skipti það nú einhverju máli.

Hver er góður/góð?

Ímyndir eða persónugervingar skipta máli til að setja ásjónu og sköpulag jafnvel á huglægustu fyrirbæri. Því er gott að spyrja: Hver er góð eða góður? Hver er til þess falin/fallinn að ljá gæskuni mynd sína?

Guðfræðingur hlýtur fyrst að spyrja: Er Guð góður? Hugsanlega kann það að hljóma guðlasti líkast í huga einhvers að halda því fram að svo sé ekki. Mörgum finnst þó hugmyndin um „algóðan“ Guð stangast á við mörg frásagnarbrot sem við þekkjum úr stórsögu Biblíunnar og þá þurfum við ekki að binda okkur við Gamla testamentið eitt og sér. Sannleikurinn er sá að leyndardómi Guðs er best lýst með orðunum mysterium tremendum et fascinosum en með því er átt við leyndardóm sem í senn ógnar og laðar; er hræðilegur en jafnframt líknandi, skelfir um leið og hann huggar. Þetta vekur spurningar um hvort í Guð búi í senn ljós og myrkur eða í það minnsta laðandi og hræðandi hlið. — Er Guð bæði vondur og góður mælt á mannlegan mælikvarða? Sé Guð almáttugur og standi hann að baki öllu sem varð, er og verður hljótum við að minnsta kosti að gera ráð fyrir að við séum ekki dómbær á hvað sé gott og illt, hvað sé okkur og heiminum fyrir bestu, hvað gæskan í sinni hreinustu mynd sé.

Eins má spyrja hvort Jesús Kristur hafi verið góður. Við sem á hann trúum lítum til hans sem afdráttarlausustu sönnunina fyrir elsku Guðs til heimsins. Séu frásagnir guðspjallanna og tilvitnanir þeirra í orð Krists lesnar ofan í kjölinn verða fyrir mörg dæmi sem vekja efasemdir um að honum sé best lýst sem „góðum“ náunga. Til þess var réttlætiskenndin of sterk, kröfurnar of altækar, boðskapurinn of róttækur, storkunin of yfirgengileg þegar honum laust saman við fulltrúa hefðarfestu og löghlýðni. Sú tilfinning verður ágeng að það hafi verið allt annað en auðvelt að vera í lærisveinahópunum áður en hreyfingin í kringum Krist varð að stofnun, kristnin að kirkju.

Enn má spyrja hvort til dæmis móðir Teresa hafi verið góð. Hún þróaði nunnureglu sína til róttækrar sjálfsafneitunar og þjónustu meðal hinna bágstöddustu á Indlandi. Auðvitað dáumst við af fórnfýsi hennar og kærleika en getur verið að við skynjum einnig í henni friðþægingu fyrir okkur? Sjáum við hana sem eina af líknandi höndum Vestursins í Austrinu?

Móðir Teresa er hér nefnd sem dæmi um hina mörgu dýrlinga kaþólsku kirkjunnar, karla og konur sem tekin hafa verið í tölu heilgara oft fljótt eftir dauðann vegna kærleiksríks lífs eða mikillar sjálfsafneitunar. Séu lífssögur þessa fólks lesnar af gagnrýni kemur oftar en ekki í ljós að dýrlingarnir áttu sér skuggahliðar engu síður en við hin. Á bak við gæsku leyndist stundum valdaþorsti, hroki að baki auðmýktar, sjálfsupphafning að baki fórnfýsi. — Hér skal því alls ekki haldið fram að þetta hafi verið skapgerðargallar í fari móður Teresu. Aðeins er átt við trúarhetjur og hugsjónafólk almennt og yfirleitt bæði fyrr og síðar.

Staðalmyndir gæsku og illsku

Öll erum við meðvituð um veikleika staðalmynda sem meðal annars er bent á í málshættinum: „Oft er flagð undir fögru skinni“. Sú vitneskja ristir þó ekki ætíð djúpt enda er gert út á staðlaðar hugmyndir til dæmis í afþreyingariðnaðinum. Oftar en ekki er hinn góði ljós yfirlitum, í góðu formi, vel út lítandi, fínn til fara og vel settur í samfélaginu. Hinn dæmigerði skúrkur er hins vegar dökkur á brún og brá, grófur, kominn af lágum stigum — jafnvel útlendingur.

Því miður er hér ekki aðeins um ímyndir úr annars flokks kvikmyndum eða krimmum að ræða. Staðalmyndir af líku tagi ganga ljósum logum í fréttatímum og þjóðmálaumræðu. Þjóðerni er oft vandlega tíundað þegar sagt er frá afbrotum sem mögulegt er að tengja við útlendinga. Hinn dæmigerði illræðismaður er ekki vestrænn í okkar huga heldur íslamískur hryðjuverkamaður. Glæpurinn í Útey varð líklega hálfu alvarlegri í huga okkar og meðhöndlun málsins mun flóknari þegar i ljós kom að ljóshærði Norðmaðurinn Anders Behring Breivik var þar að verki en ekki ofstækisfullur Arabi.

Staðalmynd okkar af hinum góða er spegilmynd okkar sjálfra. Hinn vondi kemur að utan, úr röðum hinna.

Aflfræði góðs og ills

Sjálfur á ég auðveldast með að hugsa mér gott og illt sem tvo andstæða krafta, miðflótta- og miðsóknarafl. Gæskan beinist út á við — frá sjálfinu, illskan inn á við — að egóinu. Hún er egóísk. Gæskan opnar og umlykur. Illskan útilokar og hafnar. Gæskan leitar ekki síns eigni heldur tengir og skapar samstöðu. Illskan leitar eigin ávinnings og hagnaðar. Henni fylgir firring og einangrun. Gæskan er límið sem heldur samfélögum fólks saman. Illskan er andfélagsleg.

Í okkur öllum felst bæði miðflótta- og miðsóknartilhneigingar. Ef til vill verður líka svo að vera til að við verðum félagslega heilbrigðar manneskjur sem bæði geta staðið sjálfstæðar og lifað með öðrum.  Ætli jafnvægi kraftanna skipti ekki mestu máli?


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812