Saltarinn og sálmar Matthíasar Johannessen á atómöld

Um höfundinn
Pétur Pétursson

Pétur Pétursson

Pétur Pétursson er prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sjá nánar

Höfundur og Matthías Johannessen skáld í Herjólfi 30. júní s.l. eftir vel heppnað málþing um Davíðssálmayrkingar séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts í bókasafni Vestmannaeyja.

Sálmar á atómöld eftir Matthías Johannessen komu fyrst út sem sérstakur flokkur í ljóðabókinni Fagur er dalur árið 1966 en þá var kalda stríðið í algleymingi og aðeins rétt rúmir tveir áratugir frá því að atómsprengjan féll á Hírósíma. Bítlarnir voru búnir að slá í gegn og gerbylta unglingamenningunni á Vesturlöndum, tímar blómabarnanna í uppsiglingu og stúdentabyltingar í aðsigi. Formbylting í ljóðlist var brostin á og deilur um abstraktlist og óhefðbundin atómljóð höfðu staðið um nokkurt skeið og þá tók ritstjóri Morgunblaðsins upp á því að gefa út sálma sem hann kenndi við atómöld.  Gagnrýndur  og menningarvitar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrir og kirkjunnar menn setti hljóða. Atómsálmarnir voru endurútgefnir í sérstakri bók árið 1991 en þá hafði Matthías bætt nokkrum við, þeir voru orðnir 65 í stað 49 áður. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur skrifaði ágætan formála að þeirri útgáfu[1] og er að nokkru stuðst við hann í þessari grein, en hér er aðallega byggt á lestri ljóða Matthíasar, greinum hans og dagbókum og síðast en ekki síst á samtölum sem höfundur hef verið svo lánsamur að eiga við hann með nokkuð reglulegu millibilis í rúman áratug.

Þeim sem hafa kynnt sér fjölbreytilegt höfundarverk Matthíasar Johannessen þarf ekki að koma á óvart að hann hafi sent frá sér sálma í óbundnu máli, já heilan flokk, heila bók með sálmum og í raun heldur ekki að hann hafi kennt þá við atómöld. Það væri þó eðlilegra að kenna sálma gullöld, miðöld, eða jafnvel fornöld en við nútímann. Sálmar virðast úr takt við tíma þegar mannkynið stendur frammi fyrir þeirri staðreynd í fyrsta skipti í sögunni að ráða yfir tólum og tækjum til að tortýma sjálfu sér. Er þá ekki einmitt endanlega búið að gagna af Guði dauðum og um leið stuðlum, höfuðstöfum og endarími?

Til að komast að kjarnanum velur Matthías eins og svo oft fyrr og síðar að setja viðfangsefnið upp í andstæður, tvo póla sem fáum dettur í hug að fari saman. Sálmar eru bókmenntaform sem hefur með guðstrú að gera og leiðir hugann að Davíðssálmum, flokki 150 sálma sem fengið hefur nafnið Saltarinn og er ein af bókum Gamla testamentisins, en fræðimenn telja að suma þessara sálma megi rekja beint til Davíðs konungs Gyðinga.

Segja má að þessi Saltarinn tengi saman Gamla- og Nýja testamentið, enda er hann oft gefin út með Nýja testamentinu. Saltarinn, sem þýðir sungin lofgjörð (gr. psalterion), er safn ljóða og bæna sem endurspegla trúartraust Ísraelsþjóðarinnar, lofgjörð, þakkarbænir og harmaljóð allt frá dögum Davíðs konungs á ofanverðri 10.öld f. Kr. og til þess er reglu var komið á helgihaldið í musterinu sem reist var eftir að þjóðin sneri heim aftur eftir útlegðina í Babýlon.[2] Þetta var sálma- og bænabók Jesú Krists og hann heimfærði margt í henni upp á sjálfan sig og hlutverk sitt og þá sérstaklega messíasarhugmyndirnar, vonirnar sem voru bundnar við hinn um hinn smurða konung af ætt og kynþætti Davíðs, son Guðs, sem mundi koma og frelsa þjóðina.[3] Fyrstu kristnu söfnuðirnir túlkuðu líf Jesú og starf út frá þessum sálmum, enda er að finna fjöld beinna tilvitnana í Saltarann í ritum Nýja testamentisins auk marvíslegra túlkana sem skírskota til þeirra.[4]  Kristur gengur inn í þann sáttmála sem Guð gerði við Davíð konung, harðsveininn sem sameinaði ættflokkana í eitt ríki og undirbjó jarðveginn fyrir musterið í höfuðborginni Jerúsalem. Saltarinn er ekki síður mikilvægur fyrir kristna menn og kirkjufeðurnir byggðu á honum í ritum sínum og hann hefur verið uppistaðan í tíðagjörðinni í klaustrum, skólum og kirkjum. Það segir nokkuð um mikilvægi hans fyrir kristni á Íslandi í öndverðu að þegar Sæmundur tók sér ferð á hendur til Íslands með fulltingi Kölska hafði hann eina bók meðferðis og það var Saltarinn, en hann dugði og sú háskaferð endaði vel. Í Laxdælu er sagt frá því að þegar Guðrún Ósvífursdóttir dró sig í hlé eftir viðburðaríkt líf hafi hún löngum dvalið í kirkju við lestur Saltarans. Bendir þetta til þess að hún kunnað Saltarann utanað eins og margir gyðingar og kristnir fyrr og síðar og að hún hafi hneigst að klausturlifnaði.

Atómöld virðist kalla á allt annað en það tjáningarform sem Saltarinn gengur út á. Kjarnavopnin, sem bjuggu til atómöld, glenna kjafta sína framan í sköpun Guðs og ógnin felst í því að þau geta sent hana norður og niður. Hið skapaða hefur tekið völdin af skaparanum, gefið honum puttann eins og sagt er. Mannkynið hefur gert sig að „tvímælalausum herrum himins og jarðar“ (Sálmar á atómöld, 1991, 40) en um leið er það sjálft orðið að skrýmsli, villidýri sem ógnar allri sköpuninni sem er eins og lömuð bráð í kjafti þess (58). Þetta er „ófrjó öld kaldra orða“ en Matthías bregst við henni með því að senda frá sér sólarljóð sem þrátt fyrir þetta er ætlað að kveikja nýjan dag, nýja von í vonlausum aðstæðum. Í þessu samhengi ber að skilja sálm 59:

Gráðugur er dauðinn,
fleygir tíminn lífi okkar í óseðjandi gin,
við sjáum það glefsa til ykkar
hvassar vígtennur öldunnar,
hugsum: Saltur er dauðinn.
En landið
bíður með heita
framrétta hönd.

Þetta er ekki nútímaljóð þótt það sé í óhefðbundnum stíl heldur sálmur. Ljóð skáldsins verður að sálmi sem í eðli sínu er lofgjörð til skaparans og þess sem  hefur skapað náttúruna, fegurð hennar og mannlífsins, fegurðina í hinu stóra og smáa. Eins og í Davíðssálmum þá er Guð ávarpaður í sömu andrá og landið, fjöllin, hæðirnar, dalirnir, lækirnir og hafið.

Það er einmitt frammi fyrir atómöld sem skáldið er knúið til  að lofa og þakka þeim sem er upphaf alls. Sálmar á atómöld eru miklu frekar í ætt við guðstrú 23. Davíðssálms, „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum…“ en sálminn þar á undan (Sl 22.), sem Jesús fór með á krossinum[5]:„Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg. „Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki.“ Kærleikur Guðs er óendanlegur og Matthías veit að hann er umvafinn honum:

Óendanlega smátt er sandkornið á ströndinni.
Óendanlega stór er kærleikur þinn.
Ég er sandkorn á ströndinni,
kærleikur þinn hafið. (6)

Það er þessi kærleikur sem tengir skáldið við Guð en ekki synd og sektarkennd. En sálmarnir eru líka bæn, jafnvel bölbæn, „þið farið í glatkistuna, segir myrk rödd. Við munum grafa ykkur.“ (65) og um leið harmljóð, angurvær saknaðarljóð og þetta er einn þráðurinn í Sálmum á atómöld þótt hann sé ekki ríkjandi. Þetta eru hvorki píslarsálmar né passíusálmar heldur fyrst og fremst lofgjörðarsálmar sem eins og Davíðssálmar hafa aðeins eitt grunnstef og það er bjargföst guðstrú. Það er trúin á einn Guð og alnánd hans sem er frumhvati þessara sálma þótt þar sé komið víða við og margt tínt til en það er vegna þess að Guð er alls staðar. Skáldið mætir honum ekki síst í því smáa sem aðrir taka jafnvel ekki eftir.

Matthías er því alltaf að koma á óvart, tekur hið óvænta inn í lofgjörðina og gengur mjög langt í þessu og er stundum barnalegur en það er ábyggilega stílbragð. Skáldið er jafnvel óleyfilega bjartsýnt mitt í gini villidýrsins á öld gereyðingar. Bjartsýni aldamótanna 1900 og kynslóðarinnar sem við þau eru kennd var bannlýst í kjölfar tveggja heimsstríða í hinum menntaða heimi en hún rís upp í öllum sínum óleyfilega krafti í sálmum Matthíasar þar sem hann segir við Guð sem átti að vera löngu dauður: „Þekkingin er segl, kærleikur þinn seglfylling. Þú blæst til byrjar svo við megum lifa þúsund ár sem einn dag“ (49).

Og Matthías leyfir sér þá tilfinningasemi við þessar aðstæður að sjá Guð í litlu barni sem liggur alsaklaust í vöggu sinni með iðandi hendur, hjalandi og brosandi með tvær tennur sem hann sér eins og hvíta svani og spyrjandi augu sem verða honum tákn um „óráðinn glampa nýs dags á himni“ (42). Þannig er nú ljóðskáldið frammi fyrir gereyðingunni, hvílík óskammfeilni, er því ekkert heilagt, ekki einu sinni dómsdagur? En líklega er Matthías hér að lýsa hinni nýju jörð og hinum nýja himni og er þá í stíl við höfund Völuspár sem fór að tala um sjálfsána akra, græna lauka og laxa í ám á fjöllum og erni sem veiða þá, steypa sér á flugi ofan af himni og læsa í þá klóm sínum og fljúga með til unga sinna hærra uppi á fjallstindinum. Best að fara varlega í að fordæma þennan skort á dauðans alvöru skáldsins frammi fyrir atómvá.

Matthías, þessi orðsins maður, maður sem gerði það að ævistarfi sínu að skrifa, búa til orð, sækir í þögnina og ég sé hann, Vesturbæinginn, fyrir mér staðnæmast á göngutúr um Ægissíðunna í þungum þönkum hugsandi og skynjandi að heimsendir er í nánd: „Þei, þei, sumar um sjó og jörð – gömul sker sem yddi á þegar sjórinn lagðist til hvílu – ósvaraður leyndardómur í spurnaraugum forvitina drengja, rök efsta dags … þei, þei, þannig koma skerin úr hafi tímans … fjöruþögn milli þanga“ (64). Sálmarnir eru eins og sker sem koma upp úr hafi eilífðarinnar þegar fjarar og þá verður skáldið að hafa þögn hið ytra til þess að innri þögn geti tekið við því þá koma orðin úr þess innra hafi, úr innri þögn sem er skáldinu mikilvægari en allt annað, eins mikilvæg og hin dimma nótt sálarinnar var Jóhannesi á krossi til þess að geta lýst hinu eilífa ljósi, hinu óskapaða ljósi kærleikans.[6] Bænamál Matthíasar á sér uppsprettu í þögninni og að þessu leyti fer hann að ráði meistara síns sem kenndi lærisveinum sínum að biðja í einrúmi áður en hann fór með Faðirvorið (Mt 6.6).

Í Sálmum á atómöld (44) birtist sama hugsun þannig:

Milli þín og okkar
bænin.
Með þögninni
eyðir þú öllum misskilningi
eins og sól þurrki dögg
af morgungrænum blöðunum.

Hér er Matthías í sömu stellingum og frelsarinn þegar hann flutti ræðuna frægu um fugla himinsins og liljur vallarins enda hefur það oft komið fram að hann lítur á Jesú Krist sem hið mikla skáld Nýja testamentisins. Í samsömuninni við Krist lýsir hann sér sem hjálpræðishermanni, ekki þeim sem fer með blæstri og bumbuslætti um götur og torg og veldur hávaða heldur er hann eins og þessi hermaður „glaður í andanum“ og því segir Matthías:

Ég opna hjarta mitt,
þetta innmúraða búr ljóða minna
og sendi þau eins og fugla
út meðal fólksins (36).

Hvað getur verið mikilvægara en að lýsa skerjunum sem afhjúpa raunveruleikann, öllu því sem býr undir niðri, þegar skáld stendur frammi fyrir dómsdegi atómaldar. Þá býr hann sér til nýtt og persónulegt táknmál. Hið hefðbundna tjáningarform dómsdagsins, englar með lúðra, Surtur sem fer sunnan með sviga lævi, líkamar sem rísa upp frá dauðum, logandi eldur helvítis og jarðskjálfar, hrun í fjöllum þegar björgin klofna, reiður Guð sem er dómari – þetta notar hann ekki. Við fáum heldur ekki lýsingar á skriðdrekum eða orustuþotum, engar skotgrafir eða hermannabraggar í þessum ljóðum. Gamalt og nýtt táknmál stríðsins er víðs fjarri Sálmum á atómöld. En í staðinn gerir Matthías það sem hann gerir svo oft í því myndmáli sem hann dregur upp eftir að hann er búinn að skapa dramatískar andstæður þannig að lesandinn er farinn að standa á öndinni. Hann kemur honum í opna skjöldu og segir eins og ekkert hafi í skorist: „hafið brosir við steinum“. „Þegar sól skín, kemur hlýr andvari af heiðum“ (53). Þetta getur Matthías sagt því Guð er svo líkur afa hans. Lýsingin á honum í 9. sálmi minnir á lýsingu í Daníelsbók á Drottni sem kemur úr skýjum til dómsins á efsta degi, hann er aldraður og hvíthærður (Dan 7.9).

Hér hefur verið bent á að Sálmar á atómöld eru náskyldir Saltaranum, sálmabókinni sem kennd er við Davíð, söngvaskáldið, hjarðsveininn og herkonunginn, sem kvað (Sl 24):

Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er,
heimurinn og þeir sem í honum búa,
því að hann grundvallaði hana á hafinu
festi hana á vötnunum.

Davíð var alinn upp í sveit og gætti hjarðar föður síns sem hann fylgdi eftir um haglendi þar sem kindurnar gátu verið á beit. Hann horfir upp til fjallanna og þar fannst honum Guð vera, þar fannst honum konungstóll hans vera, þar sem mætast himinn og jörð og ekkert skyggir á. Matthías er aftur á móti borgarbarn frá upphafi og kann best við sig í Vesturbænum, á Landakotstúninu og við Ægissíðuna. Davíð spyr í 24. sálmi: „Hver fær að stíga upp á fjall Drottins og hver fær að dveljast á hans helga stað?“ Og svarið er: „Sá sem hefur flekklausar hendur og hreint hjarta, sækist ekki eftir hégóma og vinnur ekki rangan eið.“

Matthías þarf aftur á móti ekki að fara upp á fjöll til að finna Guð og hvorki inn í musteri né dómkirkjur en hann er í fjörunni og stefnir út á hafið.

Dr. Gunnar Kristjánsson bendir á að Matthías sé sem trúarskáld ekki skáld trúfræðinnar heldur trúarreynslunnar. Hann hefur þrátt fyrir allt áreitið á sínum langa ferli sem ritstjóri og flokksmaður, skáld og manneskja leitast af fremsta megni við að halda höndum sínum óflekkuðum og hefur tekist það á undraverðan hátt miðað við allt það sem hann lenti í á vettvangi blaðamennsku og stjórnmála á dögum kalda stríðsins. Eiðsvarinn íhaldinu og Sjálfstæðisflokknum hefur hann forðast það eins og heitan eld að vinna ranga eiða og frammi fyrir margvíslegum tilboðum og vegtillum hatar hann hégómann og fer út í búð að kaupa mjólk og brauð með sixpensarann sinn á höfðinu helst í gallabuxum og flíspeysu og þannig vill hann helst vera þegar hann flytur sína fyrirlestra og erindi því alltaf er verið að biðja hann um slíkt. Það sýnir sig að hann stendur eftir hildarleik kalda stríðsins á níræðisaldri með pálmann í höndunum, enda breytti hann gamaldags flokksblaði í blað allra landsmanna.

Á svipaðan hátt og Matthías er tengdur Guði er hann tengdur landinu sem Guð gaf íslensku þjóðinni: „Ég hef átt land að vini – fjöll og lindir sem stikla á steinum“, segir Matthías í 5. sálmi. Þetta hefði sögnvaskáldið Davíð herforingi getað sagt um fyrirheitna landið sem Guð gaf Ísrael með samningi. Davíð lofar Guð og landið og náttúru þess þar sem þetta þrennt verður eitt í 18. sálmi: „Guð minn, hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín. Lofaður sé Drottinn, hrópa ég og bjargast frá fjandmönnum mínum.“ Í 98. sálmi segir skáldið Davíð: „Fljótin skulu klappa lof í lófa, fjöllin fagna öll saman fyrir augliti Drottins því að hann kemur til að ríkja yfir jörðinni.“ Hugsunin svipuð hjá skáldunum báðum en Matthías er látlausari og hversdagslegri í lofgjörð sinni.

Guðstrú Matthíasar hefur fleytt honum áfram gegnum lífið og hann hefur beðið fyrir þeim sem hafa ofsótt hann og hann hefur fyrirgefið þeim. Skáldið og trúmaðurinn eru einn og sami maðurinn. Hann virðist aldrei í alvöru hafa efast um tilvist Guðs, frekar en um tilvist móður sinnar og afa sem honum er afar hlýtt til í minningunni. Hann tekur undir með skáldinu í Davíðssálmum þegar það lofar Guð og segir: „Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni“ (Sl 139).

Stundum lætur hann eins og óþekkur strákur sem er í bandi, ögrar og ærslast eins og mest hann má, fer eins langt og hann kemst og prófar nýja hluti. Allt kemur honum við og hann lætur móðann mása af ólíkindum. Þetta óstýrilæti stafar af því að skáldið veit alltaf af tauginni milli sín og Guðs. Hann er alltaf innan seilingar, það er eins og lögmál sem ekki breytist þótt allt annað breytist. Orðin flæða fram í bunum og fossum eins og hann sé á flótta undan tímanum og þögninni sem nú ógnar eins og þerripappír og ekkert virðist geta stöðvað hugarflugið þar sem skáldið fer sálförum yfir bókmenntasöguna, heimssöguna og trúarbrögðin í hamslausum áhuga á öllu sem fyrir ber. En inn á milli er staðnæmst og þá er hugsunin skýr og skipulögð og þá er komið að kjarna máls í meitluðum setningum sem eru eins og perlur í sandi við sjávarströnd. Í 23. sálmi Davíðs stendur um Guð: „Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sín. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér.“ Í fyrsta Sálmi á atómöld er þessi sama hugsun orðuð þannig, rúmlega 2500 árum síðar:

Líf mitt bátur
gisinn af sól og löngu sumri.
Og hafið bíður.
Án þess að eiga annars kost
sigli ég yfir hafið í þínu nafni.

Í hugleiðingum um 23. Saltarans, sem birtist í bókinni Við Kárahnúka og önnur kennileiti, sækir Matthías enn og aftur í þögnina þar sem skáldið og mystikerinn finnur snertingu andans um leið og hann lýsir því hvernig hann skynjar harðsveininn og skáldið Davíð konung Ísraels:

Ung voru augu þín, Davíð
ung þegar vitundin snerti
vaxandi geisla á vori
og vængjaðan dag undir sól

hvarfstu að vorköldum vötnum
í viðkvæmu afdrepi hugans
söngstu þar sígrænum himni
í svalandi skugga af þögn

Fylgjum þér eins og flögri
að fegurri vötnum sá dagur
er vængirnir vitja þín aftur
í vaxandi þögn eins og nú.

Vonandi á sálmabók Matthíasar Johannessen eftir að koma út aftur og væri óskandi að þá yrði enn bætt við svo sálmarnir yrðu a.m.k. 150.

 


[1] Gunnar Kristjánsson, „Samt var návist hans lögmál. Um Sálma á atómöld eftir Matthías Johannessen“,  Matthías Johannessen, Sálmar á atómöld, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1991,  bls.9-21.

[2] Bernhard W. Anderson, The Living World of the Old Testament, London: Longman, 1991, bls.542-544.

[3] Samuel Terrien, The Psalms, Strophic Structure and Theological Commentary, Cambridge: William B. Erdmans, bls. 16-21.

[4]  Tryggve Kronholm, „Psaltaren i Nya testamentet“, En bok om Psaltaren, ritstj. Hans Bergström, Malmö: Libris, 1966, bls. 57-87.

[5] Tryggve Kronholm, Psaltaren i Nya testamentet, bls.76.

[6] Anton Geels, Kisten mystik ur psykologisk synvinke, Del II, Malmö: Norma, 2003, bls. 113-126.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nte

Mix Parlay


yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

news

news

news

news

news

news

news

news

dokter bedah manajemen saldo buffalo king megaways

penjual properti pola gacor mahjong ways 2 perkalian x1000

penyiar radio frekuensi free spin treasures of aztec

petugas kehutanan rtp live wild bounty showdown x500

perancang busana bet minimalis mahjong ways 3 anti zonk

pola putaran optimal gates of olympus kemenangan maksimum

strategi waktu tepat spin the dog house megaways kemenangan besar

analisis pola madame destiny megaways strategi stabil pasti untung

pola kombinasi simbol khusus sweet bonanza xmas kemenangan tingkat tinggi

pola putaran cerdas wild beach party kemenangan besar dalam sepekan

pola putaran optimal gates of olympus max win

deteksi server panas gates of olympus kemenangan besar

pola turbo pause starlight princess hadiah x1000 pasti

strategi sultan starlight princess spin manual anti boncos

pola gacor 3 baris wild emas gates of olympus modal kecil

41

42

43

44

45

46

47

48

49

50

10 menit menang starlight princess tanpa buy melimpah

pola kombinasi scatter merah starlight princess jaminan hadiah

analisis rtp live gates of olympus waktu terbaik

taktik bet cerdas gates of olympus memicu game bonus

pola putaran pancingan scatter terbaik starlight princess

201

202

203

204

205

10 menit cetak kemenangan great rhino megaways tanpa buy

baca frekuensi tanda awal free spin jokers jewels hadiah utama

pola stabil bet power of thor megaways anti rungkad hadiah tertinggi

pola turbo pause john hunter scarab queen hadiah x500 pasti

strategi sultan pyramid king spin manual cerdas anti boncos

strategi anti rungkad sweet bonanza atur bet saat scatter

pola putaran cerdas sweet bonanza kemenangan besar sehari

pola scatter aztec gems deluxe terbongkar pemain baru menang

pola 3 baris wild emas aztec gems modal kecil jackpot

strategi sultan aztec gems spin manual cerdas

216

217

218

219

220

pola 3 baris wild emas fishin reels modal kecil sukses

kombinasi bet mahjong ways 2 anti zonk hadiah utama

trik putaran maut scatter emas buffalo king langsung mendarat

deteksi akurat server panas gates of gatot kaca kemenangan besar

pola kombinasi scatter wild merah the dog house jaminan hasil

pola putaran cerdas sweet bonanza xmas big win

kombinasi bet mahjong ways sweet bonanza anti zonk

trik beli fitur cerdas sweet bonanza scatter x1000

analisis pola habanero hot hot fruit strategi lambat

pola putaran pancingan scatter terbaik sweet bonanza

221

222

223

224

225

analisis akurat pola habanero fa cai shen anti rungkad scatter sukses

trik beli fitur cerdas big bass bonanza megaways scatter x1000

pola simbol scatter aztec gems deluxe terbongkar pemain baru menang

strategi anti rungkad power of thor megaways atur bet saat scatter

pola putaran pancingan simbol scatter terbaik wild west gold

strategi waktu tepat the dog house megaways kemenangan besar

pola kombinasi scatter wild merah the dog house jaminan hasil

strategi jam hoki the dog house terbaik kemenangan besar

15 menit menang wild west gold tanpa buy cuan berlimpah

pola putaran pancingan scatter terbaik wild west gold

226

227

228

229

230

taktik bet cerdas release the kraken memicu game bonus

pola spin normal jebol kemenangan bonus pengganda tertinggi

kombinasi bet minimalis queen of bounty anti zonk bonus x300

timing spin the hand of midas hadiah besar bonus spesial

strategi jam hoki the dog house terbaik kemenangan besar sekejap

pola stabil bet wild west gold anti rungkad hadiah tertinggi

pola gacor turbo pause wild west gold hadiah x500 pasti

pola kombinasi scatter wild biru the dog house jaminan hadiah

taktik bet cerdas the dog house megaways memicu game bonus

pola spin normal wild west gold bonus pengganda

231

232

233

234

235

analisis pola habanero hot hot fruit strategi lambat pasti untung

pola push bertahap age of the gods furious 4 kemenangan tingkat tinggi

pola putaran cerdas sugar rush kemenangan besar dalam sehari

15 menit cetak kemenangan wild west gold tanpa buy hasil maksimal

pola stabil bet wild spells anti rungkad pecah hadiah tertinggi

kombinasi bet mahjong ways 2 anti zonk hadiah utama

strategi stabil mahjong ways 2 anti rungkad jackpot tertinggi

kombinasi bet mahjong ways 3 anti zonk jackpot

trik putaran maut scatter emas mahjong ways nembak berkali

baca frekuensi free spin jokers jewels tingkatkan keuntungan

236

237

238

239

240

pola turbo pause starlight princess jaga volatilitas hadiah x1000

strategi sultan aztec gems deluxe spin manual anti boncos

pola 3 baris wild emas great rhino modal kecil sukses

kombinasi bet mahjong ways anti zonk pecah kemenangan utama

trik putaran maut scatter emas koi gate langsung nembak

pola gacor turbo pause jokers jewels hadiah x500 pasti

analisis rtp live mahjong ways waktu terbaik

pola spin normal mahjong ways 3 bonus turnover tertinggi

pola putaran cerdas jokers jewels big win

taktik bet cerdas mahjong ways 2 memicu game bonus

241

242

243

244

245

trik putaran maut scatter hitam langsung mendarat

pola putaran cerdas scatter hitam big win sehari

deteksi server panas scatter hitam jackpot besar

analisis pola habanero scatter hitam anti rungkad auto sultan

strategi anti rungkad volatilitas tinggi atur bet saat scatter

121

122

123

124

125

deteksi akurat server panas gates of olympus kemenangan besar

pola kombinasi scatter wild biru the dog house jaminan hadiah

analisis akurat pola habanero lucky durian anti rungkad scatter sukses

trik beli fitur cerdas buffalo king megaways scatter x1000

pola simbol scatter pyramid bonanza terbongkar pemain menang

analisis rtp live paling gacor hari ini

strategi bet stabil gacor gates of gatot kaca anti rungkad

pola anti rungkad sweet bonanza jaminan gacor server padat

manajemen saldo besar pecah kemenangan jam gacor wild west gold

strategi anti rungkad sweet bonanza atur bet saat scatter

pola putaran pancingan simbol scatter terbaik gates of olympus

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit game

pola spin normal jebol kemenangan bonus turnover tertinggi

deteksi waktu terbaik ambil bonus deposit volatilitas rendah

pola spin normal jebol kemenangan bonus pengganda tertinggi

pola push bertahap volatilitas tinggi kemenangan tingkat tinggi

kombinasi bet minimalis volatilitas rendah anti zonk bonus x300

analisis pola gacor habanero fa cai shen strategi stabil untung

191

192

193

194

195

analisis akurat rtp live slot waktu terbaik anti rungkad

trik putaran maut scatter hitam langsung mendarat jackpot

kombinasi bet mahjong ways 3 anti zonk jackpot

strategi stabil bet mahjong ways 2 anti rungkad jackpot tertinggi

pola gacor turbo pause wild west gold jackpot x500 pasti

151

152

153

154

155

156

157

158

159

160

161

162

163

164

165

pola putaran cerdas money train 3 fokus tembus big win berkali kali

strategi jam hoki the dog house terbaik raih big win sekejap

analisis pola habanero koi gate strategi lambat pasti untung big win

pola push bertahap game playtech age of the gods raih big win tinggi

pola putaran cerdas sugar rush hasilkan big win dalam seminggu

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy cuan berlimpah

baca frekuensi free spin joker jewels naikkan untung raih jackpot

pola stabil bet gates of gatot kaca anti rungkad pecah jackpot tertinggi

pola turbo pause starlight princess volatilitas jackpot x1000 pasti

strategi sultan aztec gems deluxe anti boncos kejar jackpot total

pola 3 baris wild emas gold bonanza modal kecil langsung sultan jackpot

kombinasi bet mahjong ways 3 anti zonk pecah kemenangan jackpot

trik putaran maut scatter emas koi gate nembak berkali kali raih jackpot

deteksi akurat server panas starlight princess pecah jackpot besar

pola kombinasi simbol khusus scatter wild biru the dog house

analisis pola lucky neko anti rungkad fokus scatter auto sultan

trik beli fitur cerdas buffalo king langsung dapat simbol scatter x1000

pola simbol scatter pyramid bonanza terbongkar bawa pulang kemenangan

strategi anti rungkad sweet bonanza atur bet saat scatter muncul

pola putaran pancingan simbol scatter terbaik gates of olympus

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit

pola spin normal jebol kemenangan klaim bonus turnover tertinggi

kombinasi bet minimalis queen of bounty anti zonk raih bonus x500

timing spin release the kraken jackpot ratusan juta bonus spesial

strategi sultan aztec gems deluxe kejar jackpot

analisis pola koi gate anti rungkad fokus scatter

kombinasi bet wild bandito strategi wd puluhan juta

taktik bet cerdas sugar rush memicu game bonus

pola spin normal pg soft jebol kemenangan turnover

pola pancingan scatter terbaik gate of olympus wd pasti

deteksi server panas rtp live pecah jackpot besar

strategi anti rungkad mahjong wins 3 atur bet scatter

trik beli fitur cerdas pragmatic play scatter x1000

deteksi frekuensi tanda scatter hitam raih jackpot

pola turbo pause mahjong ways 2 jackpot x1000 pasti

pola simbol scatter pyramid bonanza terbongkar menang

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy

deteksi sistem bocor pola gacor sweet bonanza anti rungkad

kombinasi simbol scatter gate of olympus wild biru wd

strategi jam hoki wild west gold terbaik big win

taktik potong bet sugar rush jackpot wd

pola jeda cepat koi gate megaways kombinasi scatter jackpot

pola aliran spin stabil aztec gems panen jackpot

analisis volatilitas pg soft mahjong modal receh anti rungkad

pola push bertahap mahjong ways 2 big win tingkat tinggi

deteksi sarang scatter pyramid bonanza jackpot x2000

trik putaran maut scatter emas hitam raih jackpot

pola kombinasi simbol khusus wild bandito jaminan wd

pola ritme putaran normal pola gacor fleksibilitas jackpot

kombinasi bet minimalis mahjong wins 3 bonus x500

pola rotasi putaran cerdas pragmatic play raih big win

analisis frekuensi rtp live akurat fokus scatter auto sultan

pola stabilisasi bet gate of olympus jackpot anti rungkad

kombinasi bet aztec gems deluxe jackpot x5000 siap santap

strategi dingin bet koi gate jackpot panas modal kecil

strategi anti rungkad sugar rush atur bet saat scatter muncul

pola turbo teratur mahjong ways 2 jackpot x500

pola susunan scatter cerdas pg soft mahjong maxwin rapi

taktik bet cerdas pragmatic play picu game bonus

kombinasi spin rahasia wild west gold jackpot terbuka

pola putaran lambat manual mahjong wins 3 jackpot sempurna

strategi lari kencang pyramid bonanza jackpot garis finish

pola hitungan gate of olympus jackpot 100 juta 15 menit

analisis pola game scatter hitam strategi lambat big win

pola stabil bet aztec gems anti rungkad jackpot tertinggi

kombinasi bet mahjong pola gacor anti zonk jackpot tertinggi

taktik sapuan bet wild bandito jackpot pecah warna

timing spin rtp live jackpot ratusan juta bonus spesial

pola 3 baris wild emas koi gate modal kecil raih jackpot

nte