Ég trúi því að ekkert sé svo heilagt að ekki megi setja spurningamerki við það.  Lýðræði?  Upplýsing?  Vísindi?  Þó ég setji spurningamerki við hugtökin þá þýðir það ekki að ég afskrifi þau heldur er ég að íhuga merkingu og gildi þeirra í menningunni.  Á páskadag hélt biskup Íslands ræðu þar sem hann fagnaði upprisu Krists frá dauðum.  Þar talaði hann gegn því andófi sem kirkjan hefur mætt af hálfu trúleysingja og annarra andstæðinga Þjóðkirkjunnar.  „Kristin trú er ekki skoðanir eða álit á hinu og þessu sem helst fangar hug þeirra sem hugsa og skrafa, blogga og blaðra hverju sinni.“  Ég skil þessi orð þannig að kristin trú felist ekki í rökræðum og samræðum á hinum ýmsum miðlum heldur óskar kirkjan eftir algjöru samþykki þeirra sem inn í hana ganga.  Ég andmæli því að Þjóðkirkjan sé svo heilög stofnun að þjóðin megi ekki spyrja um gildi hennar.  Ég verð vör við sífellt fleiri Íslendinga sem ræða sín á milli um stöðu kirkjunnar í samfélaginu og ég fagna þessari þróun.

Í páskaræðunni lýsti biskup skírnarathöfn þar sem fjölskylda og vinir voru samankomin, umvafin trú og kærleika.  „Engan trúnaðarbrest milli kirkju og þjóðar var þar að merkja, þó því sé skefjalaust haldið að manni að hann sé ómótmælanleg staðreynd“.  Ein slík ómótmælanleg staðreynd er sá fjöldi barna sem er skírður í Þjóðkirkjunni, en þeim fer stöðugt fækkandi.  Á seinustu fimm árum voru það einungis 69,2% barna en fjöldinn hefur lækkað um 20% frá því fyrir 16-20 árum síðan samkvæmt tölum Þjóðskrár.  Samtímis hefur sá fjöldi barna sem velja að fermast borgaralega tvöfaldast en 214 börn völdu þann kost í ár.  Það þýðir að 214 börn settu spurningamerki við kristna trú og Þjóðkirkjuna og líklega nokkur börn í viðbót sem, eins og ég, fermdust hvorki í kirkju né borgaralega.

Biskup setur mikinn mátt í hendur trúleysingja þegar hann segir að fermingabörn hafi gengið til altaris þrátt fyrir „skefjalausan áróður gegn kirkjunni“.  Ég held að ástæða þess að færri börn eru skírð og fermd sé áhrifamáttur spurningamerkisins og nú spyrja fermingarbörn sig hvaða merkingu þau setja í kirkjuna og kristna trú.  Þessi börn sýndu hugrekki með því að fara eftir eigin sannfæringu og velja að ganga ekki samferða skólasystkinum sínum til kirkju.  Í staðinn fyrir að sjá þetta sem árás á Þjóðkirkjuna ætti biskup að gleðjast með mér því ef fleiri börn sjá þetta sem val hlýtur það að þýða að fleiri börn velja kærleika Krists í stað þess að ganga hugsunarlaust til altaris – og er það ekki tilgangur fermingar?

„Hver sá sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma“ (Mark 10. 13-16).  Þessi orð eru sönn um mig því ég hef aldrei gengið inn í ríki Guðs og því eldri og þroskaðri sem ég verð, þeim mun minni líkur eru á að ég gangi inn í það ríki.  Ég er líklega trúleysingi en það er gildishlaðið orð þar sem trúleysingjar hafa safnað saman kröftum og flutt eigið fagnaðarerindi, „Guð er ekki til!“  Ég er í hópi þeirra sem láta trúmál sig litlu varða.  Ég tók hins vegar ræðu biskups til mín sem Íslendingur utan trúfélags og sem ein af þeim sem hugsa og skrafa.  Í ræðunni ávarpaði biskup ekki einungis söfnuðinn heldur allt þjóðfélagið og setti kirkjuna í stöðu minnihlutahóps gagnvart harðorðum trúleysingjum sem ráðast gegn gömlum og góðum gildum kirkjunnar.  Þessi tilraun biskups til að hrekja burt spurningamerkið var tilgangslaus, því það er komið til að vera.  Vonandi mun næsti biskup skilja það og í stað þess að snúa vörn í sókn mun Þjóðkirkjan bjóða upp á orðræðu sem endurskoðar gildi og merkingu kirkjunnar í íslensku samfélagi.

Þorbjörg Gísladóttir,
meistaranemi í menningarfræði við Háskóla Íslands


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812