Um höfundinn
Hjalti Hugason

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. Sjá nánar

Nýlega hef ég lesið þrjár nýjar ævisögur íslenskra „aldamótamanna“ úr klerkastétt: Brautryðjandann, sögu Þórhalls Bjarnarsonar (1855–1916) biskups eftir Óskar Guðmundsson, Trúmann á tímamótum sögu Haralds Níelssonar (1868–1928) guðfræðiprófessors eftir Pétur Pétursson og Bjarna Þosteinsson; Eldhuga við ysta haf eftir Viðar Hreinsson,  sögu sr. Bjarna Þorsteinssonar (1861–1936) þjóðlagasafnara og tónskálds m.m. á Siglufirði.

Allar eru sögurnar eftir þrautreynda höfunda. Sögupersónurnar voru samtímamenn úr sama samfélagsgeira. Þá má segja að „hagsmunaaðilar“ komi að öllum sögunum, afkomendur og/eða stofnanir sem halda vilja minningu þeirra á lofti. Það er því fróðlegt að bera sögurnar saman þrátt fyrir að slíkur samanburður sé ekki að öllu leyti réttmætur.

Höfundarnir hafa allir fræðilegan metnað og burði og verk þeirra eru fræðilega unnin. Trúmaður á tímamótum er þó fræðilegasta verkið. Það leitar með skýrustum hætti svara við ákveðnum spurningum og leiðir í ljós þekkingu sem vísar út fyrir sögupersónuna sjálfa. Eldhugi við ysta haf er „bókmenntalegast“, ritað af mestri leikni. Brautryðjandinn er alþýðlegasta verkið og bregður upp fjölbreyttastri þjóðlífsmynd.

Þrátt fyrir að þrír kennimenn eigi í hlut er lífshlaup þeirra og ævistarf af ólíkum toga. Það mótar strax efnið í höndum höfundanna. Haraldur var nútímalegastur í þeirri merkingu að hann var sérhæfðastur. Hann einbeitti sér á þrengstum starfsvettvangi þar sem hann hafði líka veruleg áhrif. Hann var einnig í mestum erlendum samskiptum. Þórhallur kom við sögu á víðari vettvangi en hinir tveir. Hann var prestur, Prestaskólakennari og biskup, kom við sögu í bæjarstjórn Reykjavíkur, sat á Alþingi og var virkur á sviði alþýðufræðslu en jafnframt brautryðjandi í búnaðarmálum og tímaritaútgefandi. Starfsvettvangur hans var því landið allt. Bjarni Þorsteinsson bjó hins vegar alla starfsævi sína á sama stað en kom þó víða við sögu. Hann lagði verulegan skerf af mörkum við söfnun og skráningu á íslenskum menningararfi sem stóð yfir um hans daga. Hann var líka eitt af okkar fyrstu tónskáldum og lagði þannig grunn að nútímatónlist í landinu. Þá ávann hann sér sæmdarheitið conditor urbis — höfundur Siglufjarðar en hann skipulagði bæinn í upphafi og var helsti forystumaður í sveitarstjórnarmálum á því skeiði er byggðin í Siglufirði þróaðist úr sveit í þéttbýli. Víst orkar tvímælis að bera saman svo ólíkar sögur.

Störf sögupersónanna ráða þó ekki úrslitum um hvernig ævisaga er rituð um hvern og einn. Þar býr líka að baki val höfundar um hvers konar sögu hann vill skrá. Um alla þrjá hefði verið við hæfi að rita sagnfræðilega ævisögu. Kennimennirnir sem hér koma við sögu voru „aldamótamenn“. Þeir tóku þátt í innreið nútímans í íslenskt samfélag og þjóðbyggingunni sem átti sér stað um aldamótin 1900. Engin ævisagnanna þriggja verður þó talin til þessa flokks í þröngum skilningi. Viðar ritar starfssögu, Pétur hugmyndafræðilega ævisögu en Óskar bók sem kallast getur „æruminnnig“ en slík verk vegsama sögupersónuna og upphefja hana. Hinir höfundarnir tveir halda meiri fjarlægð við sögupersónu sína og rekja bæði styrk þeirra og breyskleika.

Þeirri vangaveltu sem hér hefur verið höfð í frammi er ætlað að minna á að góð ævisaga er ekki gefin stærð sem lesandi geti gengið að með sama hugarfari frá einu verki til annars. Ævissögur þarf að lesa af alúð og íhygli. Spyrja þarf hvers konar saga sé á ferð. Hæfir hún sögupersónunni og sögutímanum? Hvað getur hún sagt og hvað getur hún ekki sagt? Hefur höfundurinn valið frásagnarflokk og frásagnaraðferð við hæfi? Umfram allt ber þó að spyrja hvort styrkleiki sögunnar liggi á sviði fræðanna eða fagurbókmenntanna? Þar einhvers staðar mitt á milli er góða ævisögu að finna. Eldhugi við ysta haf vekur einmitt ágengar vangaveltur um hvernig eigi að nálgast, vega og meta það verk. Hugsanlega er það einmitt einn helsti styrkleiki þeirrar ágætu bókar.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1312

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

30021

30022

30023

30024

30025

30026

30027

30028

30029

30030

30031

30032

30033

30034

30035

80001

80002

80003

80004

80005

80006

80007

80008

80009

80010

80011

80012

80013

80014

80015

80016

80017

80018

80019

80020

80021

80022

80023

80024

80025

80026

80027

80028

80029

80030

9041

9042

9043

9044

9045

80031

80032

80033

80034

80035

80036

80037

80038

80039

80040

80041

80042

80043

80044

80045

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

30036

30037

30038

30039

30040

30041

30042

30043

30044

30045

80046

80047

80048

80049

80050

80051

80052

80053

80054

80055

80056

80057

80058

80059

80060

80061

80062

80063

80064

80065

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

20036

20037

20038

20039

20040

20041

20042

20043

20044

20045

20046

20047

20048

20049

20050

30046

30047

30048

30049

30050

30051

30052

30053

30054

30055

30056

30057

30058

30059

30060

80066

80067

80068

80069

80070

80071

80072

80073

80074

80075

80076

80077

80078

80079

80080

80081

80082

80083

80084

80085

80086

80087

80088

80089

80090

80091

80092

80093

80094

80095

30081

30082

30083

30084

30085

30086

30087

30088

30089

30090

80096

80097

80098

80099

80100

80101

80102

80103

80104

80105

80106

80107

80108

80109

80110

80111

80112

80113

80114

80115

80116

80117

80118

80119

80120

80121

80122

80123

80124

80125

80126

80127

80128

80129

80130

80131

80132

80133

80134

80135

news-1312