Um höfundinn

Eysteinn Þorvaldsson

Eysteinn Þorvaldsson er prófessor emerítus í íslenskum bókmenntum við Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið).

Og nú, við enda vegarins, sit ég uppi með æviágrip sem ég þekki varla en gæti verið lykillinn að lífi mínu með ykkur, að ykkar lífi í mér.

Svo mælir sögumaður til foreldra sinna undir lok skáldsögunnar Farandskuggar eftir Úlfar Þormóðsson. Þetta er stutt saga en efnisrík. Hún er samfelld upprifjun sonar á minningum um foreldra sína og eigin bernsku og æsku. Móðirin dvelst á hjúkrunarheimili og sonurinn  situr gjarna við sjúkrabeð hennar og talar til hennar í huganum og stundum upphátt. Með þeim hætti rifjar hann upp minningarnar sem búa með honum, sumar óljósar, um líf og breytni foreldranna.  Þessar einræður og samræðurnar við móðurina eru lágstemmdar og einlægar. Þær lýsa skilningi sonarins og grun varðandi foreldrana. Hjónaband þeirra hefur ekki verið farsælt. Bæði höfðu þau hlotið nokkra menntun, hann í búnaðarskóla og hún í húsmæðraskóla. Þau fluttust margsinnis milli landshluta og virðist faðirinn hafa stjórnað því. Þetta verður hvíldarlaus þeysingur úr einum stað í annan. Á einum þeirra brann íveruhús þeirra.

Hjónin slitu að lokum hjúskapnum. Þau höfðu eignast fjögur börn þegar húsbóndinn yfirgaf fjölskylduna. Faðirinn, sem er látinn þegar frásögn hefst, var hviklyndur, lauslátur og drykkfelldur. Hann unir hvergi og er sífellt að skipta um atvinnu. Í  frásögn sögumanns nefnist hann ýmist faðirinn eða búfræðingurinn. Það vitnar um fjarlægð eða tengslaleysi milli sonar og föður, líkt og sjá má í Umskiptunum og fleiri sögum eftir Franz Kafka.

Persónur sögunnar eru fáar og án nafna enda skipta nöfn þeirra ekki máli, athyglin beinist að hugsunum þeirra, orðum, samskiptum og framgöngu. Sögumaður fer í einskonar ferðalag um ævi foreldra sinna og reynir að átta sig á innræti þeirra, athöfnum og örlögum. Sjálfur er hann kominn yfir miðjan aldur þegar frásögnin hefst. Um föðurinn ræðir hann nánast sem ókunnan mann. Hviksögur eru á kreiki um föðurinn og þær berast  syninum til eyrna. Faðirinn hefur lifað tvöföldu lífi sem sögumaður hefur skynjað og haft grun um  allt frá barnsaldri.

Sonurinn ber hlýjan hug til móður sinnar en gagnvart henni eru tilfinningar hans líka þvingaðar. Hann spyr sjálfan sig hversvegna hann „kunni ekki við að skrifa mamma, hvað þá orðin mamma mín“.  Upprifjun sögumanns um foreldrana og eigin bernsku og æsku ýfir upp vissan sársauka í sálarlífi hans. Hann færir okkur söguna úr hugarfylgsnum eða í talandi tjáningu við lasburða móður sína, sem stundum er ekki með á nótunum og svarar jafnvel spurningum hans út í hött eða tekur að þylja kveðskap, þegar hún kærir sig ekki um að gefa neitt svar.  Ætla má að hún þjáist af alzheimer-sjúkdómnum og að viðbrögð hennar mótist af því. Svo alvarlegur kvilli getur líka orðið tilefni kímni í frásögn af samræðum mæðginanna sem gjarnan eru bráðskemmtilegar. Sögumaður vill gleðja móður sína með gamalli sögu og þegar hann hefur lokið henni, spyr sú gamla:

„Hverjum  varstu að segja þessa sögu?“

„Henni móður minni“ svaraði ég hikandi og ætlaði að setjast.

„Er hún enn á lífi?“ spurðirðu þá aldeilis hlessa og opnaðir augun.

„Já,“ svaraði ég.

„Það er gott að heyra. Berðu henni kveðju mína, ég lít kannski við hjá henni næst þegar ég á leið um.“

Í Farandskuggum er ekkert ofsagt og þar eru engar ofskýringar. Hógvær og stundum angurvær hugblær frásagnarinnar hæfir sögunni vel. Lesandinn getur ráðið í margt úr tilveru sögufólksins, bæði af upprifjun sonarins og einnig af spurningum hans og sérkennilegum svörum móðurinnar. Frásögnin er myndrík og látæði fólks endurspeglar gjarnan innra líf þess. Sagt hefur verið að Íslendingar séu tilfinningaheftir. Frá alda öðli hefur þeim verið kennt að bera harm sinn í hljóði, láta ekki í ljós sterkar tilfinningar en brosa á erfiðum stundum eða glotta við tönn og bregða sér hvorki við sár né bana. Sögumaður Farandskugga er þessu marki brenndur og móðir hans raunar líka. Viðbrögðum hennar lýsir sonurinn m.a. þannig: „Það fara viprur um varir þínar; þær hlaupa í glott út í annað og ég velti því fyrir mér hvort þú sért að leika þig aðra en þú ert.“

Hann ákvarðar of seint að reyna að ræða hin persónulegu vandamál við móðurina og leita skýringa. Sjálfur kann hann lítt til verka og er vanbúinn á þeim vettvangi þótt samkennd hans með móðurinni sé ótvíræð. Og móðirin hefur að sínu leyti engan hug á að ræða persónuleg vandamál við soninn, sem hafði þó löngum skynjað hugarangur móður sinnar: „stundum fann ég að þú varst örvæntingarfull og ég vissi að þú faldir angist á bak við þagnarmúra sem þú varðir með brothættri glaðværð.“  Þegar honum sjálfum leið vel, segir hann: „þá fannst mér að ég væri að bregðast, væri að vanrækja þig. Og mig í þér.“ Á yngri árum hafði hann ekki árætt að spyrja móður sína um persónuleg mál og nú er það orðið of seint, ýmsum spurningum um foreldrana verður ekki svarað.

Dagdraumar mynda drjúga þræði í vef sögunnar.  „Draumar rætast sjaldnast af sjálfum sér. … Það þarf að hafa fyrir þeim“ segir móðirin við son sinn, sögumanninn, þegar hann er á unglingsaldri. En stundum nægir ekki að hlúa að draumunum, þeir bregðast og fólk situr eftir með vonbrigðin. Eitt sinn er sonurinn kemur í heimsókn til móður sinnar og opnar dyrnar, þá skellur á honum „hitamolla“, „vonleysisstækja, lykt af mölbrotnum draumum.“

Sonurinn veltir fyrir sér dagdraumum og væntingum foreldranna á æskuárum þeirra. Sú forvitni stafar af þörf hans til að finna skýringar á upphafi og sundrun fjölskyldunnar: „Meðal þess sem mig langar að vita er hvort þið hafið reynt að lokka hvort annað inn í þær sýnir sem þið, hvort fyrir sig, áttuð áður en ástin sagði til sín. Eða inn í nýja drauma. Reynduð þið kannski að sameina þá? Hvaða hillingar voru það? Hvað áttuð þið sameiginlegt annað en allsleysið áður en þið fundust og eftir að tilfinningalífið hleypti öllu í bál og brand?“

Farandskuggar er ólík öðrum sögum Úlfars að efni, stíl og efnistökum. Honum tekst vel að láta stíl og hugblæ textans varpa ljósi á hugarfar sögumanns og dapurlega hrakningasögu fátæks fólks, þar sem staðfestuleysi húsbóndans kemur niður á fjölskyldulífinu og leiðir til upplausnar fjölskyldunnar.

Um starfsstöðu  eða heimilishagi sonarins, sögumannsins, fer hinsvegar engum sögum; frásögnin af hugsunum hans um foreldrana og af samskiptunum við þá er hinn rauði þráður, annað skiptir ekki máli. Að sumu leyti er sonurinn sennilega líkur föðurnum, hann segist vera eirðarlaus og hviklyndur, en umhyggja hans fyrir móðurinni er falslaus.  Hann er sífellt að grafast fyrir um sjálfan sig með því að spyrja um og spá í líf foreldranna. Er blekkingin fólki eðlislæg?  Þurfa ekki allir að komast að sannleikanum um sjálfan sig og sína nánustu?  Ef til vill á sögumaður sjálfur börn, a.m.k. beinir hann til sjálfs sín spurningunni: „Mundi ég ansa börnum mínum af hreinskilni ef þau spyrðu mig um tilfinningar á ögurstundum í lífi mínu?“   Jafnframt  því að kanna eigin hug vakna með honum tilvistarspurningar: „Gæti verið að hin einfalda en stöðuga upphrópun −  Af hverju er ég hér – veki allar hinar spurningarnar um það hver maður er? . . . Hef ég svarað sjálfum mér sannleikanum samkvæmt? Gæti það reynst rétt, sem oft hefur verið haldið fram, að maðurinn ljúgi jafnvel meira að sjálfum sér en öðrum?“

Sögumaður vitnar til fornkínverskrar speki sem segir „að til þess að öðlast eitthvað þurfi að láta það af hendi“. Í frásögninni segir hann hug sinn ef það mætti verða til þess að hann geti áttað sig á foreldrum sínum og öðlast skilning á lífi þeirra.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1412

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

maujp

maujp

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

30021

30022

30023

30024

30025

30026

30027

30028

30029

30030

30031

30032

30033

30034

30035

80001

80002

80003

80004

80005

80006

80007

80008

80009

80010

80011

80012

80013

80014

80015

80016

80017

80018

80019

80020

80021

80022

80023

80024

80025

80026

80027

80028

80029

80030

80136

80137

80138

80139

80140

80211

80212

80213

80214

80215

80216

80217

80218

80219

80220

9041

9042

9043

9044

9045

80031

80032

80033

80034

80035

80036

80037

80038

80039

80040

80041

80042

80043

80044

80045

80141

80142

80143

80144

80145

80146

80147

80148

80149

80150

80151

80152

80153

80154

80155

30046

30047

30048

30049

30050

30051

30052

30053

30054

30055

30056

30057

30058

30059

30060

80066

80067

80068

80069

80070

80071

80072

80073

80074

80075

80076

80077

80078

80079

80080

80081

80082

80083

80084

80085

80086

80087

80088

80089

80090

80091

80092

80093

80094

80095

30081

30082

30083

30084

30085

30086

30087

30088

30089

30090

80096

80097

80098

80099

80100

80101

80102

80103

80104

80105

80106

80107

80108

80109

80110

80111

80112

80113

80114

80115

80156

80157

80158

80159

80160

80161

80162

80163

80164

80165

80166

80167

80168

80169

80170

80116

80117

80118

80119

80120

80121

80122

80123

80124

80125

80126

80127

80128

80129

80130

80131

80132

80133

80134

80135

80171

80172

80173

80174

80175

80176

80177

80178

80179

80180

80181

80182

80183

80184

80185

80186

80187

80188

80189

80190

80191

80192

80193

80194

80195

80196

80197

80198

80199

80200

80201

80202

80203

80204

80205

80206

80207

80208

80209

80210

news-1412