Um höfundinn

Anna Jóhannsdóttir

Anna Jóhannsdóttir er myndlistarmaður, listfræðingur og listgagnrýnandi. Hún hefur sinnt stundakennslu í listfræði. Sjá nánar

Hvert er viðhorf þitt til dauðans og til meðferðar við lífslok? Stórt er spurt – og þá helst er ellin sækir á eða þegar alvarlegir sjúkdómar knýja dyra og endalokin í sjónmáli. Í Listasafni Íslands má þessa dagana hlýða á svör við slíkum spurningum á sýningunni „Viðtöl um dauðann“. Um er að ræða óvenjulegt samtal lista og vísinda: innsetningu Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns sem hann vann í samstarfi við Helgu Hansdóttur öldrunarlækni. Upphaf samstarfsins má rekja til þess að Helga gerði rannsókn sem byggði á samtölum við aldrað fólk, rannsókn er miðaði að því „að auka þekkingu og dýpka skilning á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða, læknisfræðilegrar meðferðar við lífslok og hvernig þessar hugmyndir tengjast“. [1] Helga þekkti til verka Magnúsar og óskaði eftir því að hann útfærði myndlistarverk í kringum samtölin í þeim tilgangi að kanna áfram óræðan, huglægan þátt viðtalanna með tilraunakenndum og óhefðbundnum aðferðum myndlistarinnar. Afraksturinn mátti sjá í viðamikilli innsetningu í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2003 sem Listasafn Íslands festi kaup á og er nú til sýnis í nýrri mynd í sal 1.

Magnús Pálsson
Magnús Pálsson

Magnús Pálsson (f. 1929) hefur löngum haft áhuga á óræðum og óefniskenndum þáttum tilverunnar, svo sem tilfinningum og hljóði. Hann hefur gert tilraunir með hljóð og texta, unnið raddskúlptúra, gifs-, vídeó- og bókverk, sviðsmyndir fyrir leikhús (hann er upphaflega menntaður sem sviðsmyndahönnuður), leikhúsverk, performansa og konkretljóð. Eitt einkenni verkanna er áhugi á tungumálinu og á endurnýjun tungumálsins – og lúmskur húmor. Um þessar mundir má á Kjarvalsstöðum sjá gifsverk sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum árið 1980 og þar birtist glögglega áhugi hans á að taka mót af óáþreifanlegum fyrirbærum. Þrír gifsklumpar á gólfi í verkinu Sekúndurnar þar til Sikorskyþyrlan snertir (1977-80) eru þannig afsteypur af bilinu milli jarðarinnar og þyrluskíða sem eru um það bil að snerta jörðina við lendingu – og á vissan hátt einnig af tíma. Verkið Flæðarmál (1975) felur í sér afsteypur af flæðarmáli, hafi og himni og þegar þær eru settar saman þá mætast himinn og jörð. Pósitíft og negatíft rými mynda heild og hlutur mætir andhverfu sinni, eða svo vitnað sé í listamanninn: „enginn hlutur er til nema andstæðan sé til um leið“. [2] Hið ósýnilega er meira spennandi en hið sýnilega, segir Magnús, og verkið Hvískur (1976-80) er afsteypa af ósýnilegu bilinu á milli mannvera; milli eyra Alexanders mikla og vara Nefertítí sem í ímyndun listamannsins hvíslaði leyndarmáli í eyra hins fyrrnefnda. Verkið felur þannig jafnframt í sér efnisgervingu á hinu óþekkta leyndarmáli. Áhuga listamanns á hinu ósýnilega og óefniskennda má yfirfæra á innsetninguna „Viðtöl um dauðann“.

Frá sýningunni Viðtöl um dauðann. Mynd: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
Frá sýningunni Viðtöl um dauðann. Mynd: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.

Inn er gengið í gegnum „anddyri“ þar sem hangir á báða bóga fatnaður á slám og gömul fatalykt kitlar vitin. Salurinn er myrkvaður og að eyrum berst hjartsláttur og hægur andardráttur úr hátölurum. Tvö vídeóverk, varpað á veggina, sýna annars vegar ómmynd af hjarta sem slær og hins vegar mælingar af andardrætti úr vél sem aðstoðar við öndun. Inni eru átta „eyjur“ þar sem sýningargestir geta fengið sér sæti við gamalt útvarpstæki, sett á sig heyrnartól og hlustað á upplestur leikara á viðtali við einn af þeim átta einstaklingum sem rannsókn Helgu tók til. Viðmælendur hennar eru á aldrinum 72-91 árs, þeir þjást ekki sjálfir af banvænum sjúkdómi en hafa reynslu af sjúkleika og dauða annarra á lífsleiðinni. Rökkrið í salnum endurómar ævikvöldið og gamlir stólar og viðtæki vísa til hins liðna en einnig til heimila fólksins þar sem viðtölin voru tekin. „Heimilin“ breiða úr sér í salnum; teppi rata upp á vegg eða loft salarins þaðan sem hangir stóll á hvolfi og þannig skapar Magnús tilfinningu fyrir upplausn og bjagaðri skynjun.

Í ómmyndinni af hjartanu – ungu og hraustu – er fólgin tilraun til að gera á einhvern hátt áþreifanlegt eða sýnilegt það sem knýr vitundina. Taktfast hljóð hjartsláttarins er grunntaktur vitundarverunnar sem á sér hliðstæðu í gangi lífsins; sólarhringnum, árstíðunum, daglegu lífi sem hver og einn mótar sér með venjum og föstum skorðum. Reglubundinn takturinn er í andstöðu við hina leikrænu sviðsmynd þar sem hlutirnir eru að riðlast og hriktir í stoðum tilverunnar. Um leið magnar hjartslátturinn dramatíkina. Læknisfræðilegar mælingar „sýna“ andardráttinn, þarna birtist okkur mynd af því sem er óáþreifanlegt á sama tíma og það er á mörkum þess að fjara út og hverfa. Þarna er raunar á ferðinni vísindaleg mæling á hinu ómælanlega, sjálfri vitundinni. En vitundin tekur enda og sú vitneskja vokir yfir. Þessi hljóð, hjartslátturinn og öndunin, blandast svo röddunum í heyrnartólunum sem dreifast um salinn. Úr verður síbreytilegur „hljóðskúlptúr“ þar sem hljóð mótar rýmisskynjunina.

Frá sýningunni Viðtöl um dauðann. Mynd: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
Frá sýningunni Viðtöl um dauðann. Mynd: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.

Viðtölin eru persónuleg og þau hreyfa við hlustandanum. Sé litið til spurningarinnar hér í upphafi, þeirrar sem beint er til viðmælendanna, þá mætti allt eins spyrja: Ertu sátt(ur) við líf þitt? Hversu lengi viltu halda í það og af hverju? Viðtölin snúast óhjákvæmilega um endurlit: hver og einn lítur yfir ævina og leggur á hana mat. Inn í slíkt mat fléttast reynsla af dauðanum, af andláti annarra eða nálægðar við dauðann, en slík reynsla hefur mótað lífsviðhorf margra, sem og trúarskoðanir. Við mat á „meðferð við lífslok“ verður tal um heilsufar áberandi, því að líkamleg og andleg geta skiptir höfuðmáli þegar kemur að lífslöngun. Minnið, það að vera með sjálfum sér, er forsenda þess að vilja halda í lífið. Sjónin og heyrnin skipta gríðarlegu máli hvað snertir lífsnautn: það að geta lesið, hlustað á tónlist og útvarp, notið menningarviðburða og skemmtana. Ástvinir, tengsl við náttúruna og fegurð gefa lífinu tilgang og merkingu. Viðtölin snúast í raun og veru um lífið, hvað það er sem gefur því gildi og gerir það svo eftirsóknarvert að hver klukkustund skiptir máli.

Sjúkdómum og dauða getur fylgt einangrun. Einn viðmælandanna lýsir því hversu kvíðin og ráðvillt hún var í aðdraganda andláts eiginmannsins sem hafði verið sjúkur lengi. Dauf lýsingin og einangraðar „eyjurnar“ vísa til þess hvernig hver og einn lifir og hrærist í eigin vitund, einangraður í eigin hugarheimi þar sem tekist er á við hugsanir um líf og dauða. Hins vegar er hann einnig einangraður inni á heimilinu, staðnum þar sem hann hefur búið sér líf: mótað efnislegan veruleika, skapað sér hreiður. Heimilið er staður fjölskyldunnar og daglegra venja og hlutir þar tengjast minningum. Þegar heimilislífið riðlast af völdum alvarlegra sjúkdóma þá fer tilveran „á hvolf“ eins og innsetningin gefur til kynna. Hinn efnislegi veruleiki fjarlægist er einstaklingur býr sig undir að skilja við, og tilvera aðstandenda breytist.

Það eru slíkar efnislegar menjar sem blasa við á sýningunni en í huga sýningargesta verða einnig til myndrænar kenndir sem tengjast þeim ósýnilega vef, eða „skúlptúr“ sem Magnús hefur spunnið úr þráðum hins óáþreifanlega: tíma, lífsins hljóðum, raddblæbrigðum, tungutaki, minningum, reynslu, tilfinningum, viðhorfum og hugsunum, viðmælenda jafnt sem hlustenda. Magnús leitast við að ná tangarhaldi á einhverju óræðu sem liggur í loftinu og gefa því skynrænt form. Þetta óræða felur í sér nærveru dauðans og því mætti líta á innsetninguna sem nokkurs konar afsteypu vitundar um dauðann – hið leyndardómsfulla hvískur. Og listamaðurinn leitar ávallt andhverfu sérhvers hlutar sem í þessu tilviki er vitundin um lífið: hið leyndardómsfulla hvískur.

Umfjöllunin byggir á leiðsögn undirritaðrar um sýninguna þann 19. mars sl., en sú leiðsögn var þáttur í Hugvísindamarsi.


[1] Helga Hansdóttir og Sigríður Halldórsdóttir: „Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok“. Læknablaðið, 2005/91, s. 517.http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1307/PDF/f04.pdf [sótt 31. mars 2011] . Sjá einnig grein Gunnars J. Árnasonar: „Samtal fræðimanns og listamanns um dauðann“ í Ritinu. Tímariti Hugvísindastofnunar: 3/2003, s. 115-133.

[2] Magnús Pálsson. Sýningarskrá fyrir yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum, september-október 1994. Reykjavík og Rolfstorp (Svíþjóð): Listasafn Reykjavíkur og Hong Kong Press, bls. 30.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012