„Þetta eru tóm fífl hérna“

Auður Aðalsteinsdóttir segir að erfitt virðist að finna milliveg í íslenskri umræðuhefð.
Löng hefð sé fyrir því að harma menningarástand samtímans með afdráttarlausum en gjarnan órökstuddum fullyrðingum. Hún spyr hvort raunveruleg gagnrýni sé í því fólgin að líta fram hjá því sem stenst ekki fyrirframgefnar forsendur.

Víti nútímans

Auður Aðalsteinsdóttir skrifar um smásöguna Inferno eftir Gyrði Elíasson sem henni finnst lýsa óhugnanlega vel því andrúmslofti sem ríkir á Íslandi á fyrstu mánuðum ársins 2011. Sagan fjallar um helvíti á jörð: neyslusamfélag nútímans og magnleysi okkar gagnvart ægivaldi þess.