Author: Guðmundur Hörður Guðmundsson
-
Húsmæður í krísu, netakerlingar og mjólkurverkfall
Ragnheiður Kristjánsdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir segja frá málstofu á Hugvísindaþingi sem fjallar um það hvernig íslenskar konur tókust á við þær hindranir sem komu í veg fyrir að þær fengju notið sín sem fullgildir borgarar.
-
Norður-Kórea, þýskumælandi gæslumaður og aðskildir elskhugar
Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu. Hann segir frá ferðinni, ströngu eftirliti með ferðum hans og von heimamanna um sameiningu Kóreuríkjanna.
-
Karin Sander, pálmatré og list í almannarými
Hlynur Helgason, lektor í listfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, fjallar um list í almannarými og þýsku listakonuna Karin Sander, en hún er höfundur umdeildrar tillögu um pálmatré í hinni nýju Vogabyggð í Reykjavík.
-
Tvímála útgáfa á ljóðum Pablo Neruda
Út er komin bókin Hafið starfar í þögn minni: Þýðingar á ljóðum eftir Pablo Neruda. Í bókinni er að finna, í tvímála útgáfu, heildarsafn þýðinga – af spænsku á íslensku – á ljóðum eftir síleska ljóðskáldið Pablo Neruda.
-
„eins og að reyna að æpa í draumi“
Inngangur Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur, Guðrúnar Steinþórsdóttur og Sigrúnarar Margrétar Guðmundsdóttur, þemaritstjóra Ritsins. Í nýjasta hefti þess er birt efni um kynbundið ofbeldi af ýmsum rannsóknarsviðum, ekki aðeins úr hugvísindum heldur t.d. líka félagsvísindum og heilbrigðisvísindum.
-
Orð ársins 2018: Plokka
Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar og Steinþór Steingrímsson, verkefnastjóri hjá sömu stofnun skrifa um val á orði ársins 2018. Á árinu voru orð tengd umhverfismálum áberandi á listanum en einnig orð sem tengjast nýrri persónurverndarlöggjöf eða metoo-umræðunni.
-
Ný dagbók um kvenheimspekinga
Út er komin dagbókin Calendar of Women Philosophers 2019 með stuttum textum um kvenheimspekinga.
-
Ritið 3/2018: Kynbundið ofbeldi
Þriðja og síðasta hefti Ritsins árið 2018 er komið út og þemað er að þessu sinni kynbundið ofbeldi.
-
Fjallað um merkingu og áhrif fullveldishugmyndar í nýrri bók
Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins hefur hópur fræðimanna rýnt í þýðingu tímamótanna 1918 og hvaða merkingu og áhrif fullveldishugmyndin hefur haft í íslensku samfélagi. Afraksturinn er bókin Frjálst og fullvalda ríki sem Sögufélagið hefur gefið út.
-
Smásögur heimsins – Asía og Eyjaálfa
Út er komið þriðja bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins sem geymir snjallar smásögur frá öllum heimshornum. Í þessu bindi er að finna sögur frá 20 löndum í Asíu og Eyjaálfu.
-
Eftirbátur – ný skáldsaga eftir Rúnar Helga
Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér skáldsöguna Eftirbátur.
-
Ritið 2/2018: Undur og ógnir borgarsamfélagsins
Annað hefti Ritsins 2018 er komið út og er þema þess að þessu sinni undur og ógnir borgarsamfélagsins. Í Ritinu er að finna fjórar ritrýndar greinar sem á ólíkan hátt fjalla um borgir og borgarsamfélög og ritar Hólmfríður Garðarsdóttir inngang að þeim.