Arína Vala Þórðardóttir sá íslensku kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Hún gaf engar stjörnur.
About the Author

Arína Vala Þórðardóttir er nemandi í kvikmyndafræði við Íslensku– og menningardeild Háskóla Íslands og meðlimur í Engum stjörnum.
Arína Vala Þórðardóttir sá íslensku kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Hún gaf engar stjörnur.
Þema Ritsins 1/2018 er bókmenntir og lög. „Law and Literature“ er viðurkennt þverfaglegt alþjóðlegt rannsóknarsvið þar sem er jöfnum höndum fjallað um lögfræðileg álitamál sem snerta sköpun og útgáfu bókmennta (t.d. höfundarétt og ritstuld) og bókmenntaverk þar sem lög eru til meðferðar með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hafa slíkar rannsóknir lengi beinst að íslenskum fornbókmenntunum (Njáls saga er t.a.m. einum þræði lögfræðirit) en á síðari árum hefur vaxandi áhugi verið á öðrum þáttum þessa rannsóknarefnis. Eitt af markmiðum með heftinu er að efna til aukinnar samræðu milli þeirra sem fást hér á landi við rannsóknir á sviðum bókmennta, lögfræði, siðfræði, afbrotafræði og sagnfræði. Ritstjórar eru Jón Karl Helgason (jkh@hi.is) og Lára Magnúsardóttir (laram@hi.is). Skiladagur efnis er 1. september 2017.
Á árinu verða 100 ár liðin frá Rússnesku byltingunni og af því tilefni er síðasta hefti ársins tileinkað henni. Þema heftisins verður byltingin í víðum skilningi en þó með tengingu við hvernig Októberbyltingin í Rússlandi mótaði skilning 20. aldarinnar á raunverulegum byltingum í sögunni og samtímanum og hvernig byltingarhugtakið tók mið af þessum sögulega atburði. Óskað er eftir greinum sem varða (1) Rússnesku byltinguna sem sögulegan atburð, (2) Sovétsögu, einstaka kafla, atburði eða þemu hennar, (3) kommúnisma og vinstrihreyfingu, (4) byltingarhugtakið og skilning á byltingarsinnuðum hreyfingum, (5) þátt byltingarsinnaðra hreyfinga í lýðræðislegum stjórnmálum (6) mat og endurmat á byltingarsinnuðum viðhorfum í samtímastjórnmálum. Gestaritstjóri er Jón Ólafsson.
Skilafrestur greina er til 1. júní 2017.
Á undanförnum áratugum hefur samfélag og menning hinsegin fólks á Íslandi og víðar á Vesturlöndum orðið sýnilegri og viðurkenndari en áður. Þetta hefur gerst samhliða áföngum sem unnist hafa í baráttu fyrir mannréttindum og viðurkenningu á tilverurétti samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans og intersex fólks og annarra hópa sem oft sameinast undir regnhlífarhugtakinu hinsegin. Rannsóknir á menningu, sögu, listum og bókmenntum þessara þjóðfélagshópa í íslensku samhengi eru í sókn og fræðagreinin hinsegin fræði (queer theory) sömuleiðis. Auk þess hafa undanfarið farið fram líflegar umræður innan hinsegin samfélagsins um hugmyndafræði og hugtakið hinsegin, notkun þess og merkingu. Í þessu tölublaði Ritsins er fræðafólki af öllum sviðum hugvísinda boðið að taka þátt í að efla og viðhalda umræðu um hinsegin fræði og menningu á Íslandi. Tekið er á móti greinum um hvaðeina sem tengist því sviði, svo sem sögu, bókmenntir og listir, hugmyndafræði, orðræðu og menningu almennt.
Þema Ritsins 3/2016 er ólíkar hefðir nútímadulspeki eða esóterík, frá upplýsingu til samtímans. Gengið er til samræðu við nýjar erlendar fræðakenningar, þar sem ekki er litið á dulspeki alfarið út frá trúarhreyfingum eða andlegum straumum, heldur litið á hefð hennar sem vítt svið fordæmdrar, úreltrar eða óhefðbundinnar þekkingar sem gegnir mikilvægu hlutverki innan menningar nútímans.