Almenn stytting framhaldsskóla væri óráð

[container]

Um höfundinn

Jón Axel Harðarson

Jón Axel Harðarson er prófessor við Íslensku- og mennngardeild HÍ. Rannsóknasvið hans eru söguleg málvísindi og íslensk, germönsk og indóevrópsk málfræði.

 Nú hefur verið unnið markvisst að því í menntamálaráðuneytinu að stytta nám í framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þessi kerfisbreyting er rökstudd þannig: Það tekur íslenzka nemendur lengri tíma að ljúka grunn- og framhaldsskóla en nemendur í samanburðarlöndum okkar innan OECD; munurinn er eitt eða tvö ár. Lengri námstími veldur töf á þátttöku í atvinnulífinu. Hér er því um mikilvægt efnahags- og lífskjaramál að ræða.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 26. okt. 2013 útskýrir Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, þetta nánar. Þar segir hún m.a.: „Íslenska skólakerfið styttir að óþörfu starfsaldur hvers einasta Íslendings og veldur því að bæði ævitekjur og öll verðmætasköpun verða lakari en hjá samanburðarþjóðum okkar.“ Hér gætir aðstoðarmaðurinn ekki að því að starfsaldur er mun lengri á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Minni ævitekjur hérlendis þarf því augljóslega að skýra á annan hátt.

Ljóst er að fyrirhuguð stytting framhaldsskóla er ekki til þess fallin að bæta menntun í landinu. Þvert á móti myndi hún leiða til skerðingar námsefnis og þar með minni menntunar. Með því yrði gengisfelling stúdentsprófs enn meiri en hún er þegar orðin.

Á sama tíma og menntamálaráðuneytið skipuleggur það sem kalla má aðför að framhaldsskólum landsins innleiðir hver deild HÍ á fætur annarri inntökupróf. Það er gert vegna þess að stúdentspróf er ekki lengur nein trygging fyrir nægilegum undirbúningi fyrir háskólanám. Hér má nefna að svo rammt hefur kveðið að vankunnáttu íslenzkra stúdenta í móðurmáli sínu að stofnuð hafa verið ritver við bæði mennta- og hugvísindasvið HÍ þar sem tilsögn er veitt í málbeitingu og ritun. Þá er kunnáttu stúdenta í erlendum málum mjög ábótavant. Almenn stytting framhaldsskólanáms myndi leiða til enn verra ástands í þessum efnum.

Þeir sem tala fyrir styttingu framhaldsskóla nefna oft að hún myndi draga úr brottfalli nemenda. Vissulega er brottfall framhaldsskólanema alvarlegt vandamál en vafasamt er að skynsamlegasta leiðin til að draga úr því sé stytting námstíma. Lengd námsins er ekki höfuðástæða brottfalls. Skýringar þess felast miklu fremur í lélegum undirbúningi í grunnskóla, mikilli áherzlu á bóknám og sérstökum lífsstíl íslenzkra ungmenna.

Eins og niðurstöður Pisa-kannana hafa sýnt getur stór hluti þeirra sem ljúka grunnskóla á Íslandi ekki lesið sér til gagns. Þrátt fyrir það fara flestir þeirra í framhaldsskóla. Þá hefur verið á það bent að of mikil áherzla sé lögð á bóknám. Hún leiðir til þess að margir sem ættu frekar að stunda nám í einhverri iðngrein fara í bóknám sem hentar þeim ekki. Hér væri hugarfarsbreyting æskileg. Iðngreinanám nýtur ekki eðlilegrar virðingar og því vilja nemendur (oft reknir áfram af foreldrum sínum) heldur stunda bóknám. Nauðsynlegt er að fjölbreytni sé í skólakerfinu þannig að nemendur geti valið á milli ólíkra framhaldsskóla, þ.e. bóknáms-, listgreina- og verkmenntaskóla. Loks er lífsstíll ungmenna allt öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum. Mörg þeirra breytast snemma í fjárfrekar neyzluvélar. Þau sem eiga ekki vel stæða foreldra þurfa að vinna með námi til að fjármagna neyzluna (t.d. fata-, tækja- og bifreiðakaup). Erlendis þekkist varla að unglingar í framhaldsskólum vinni með námi.

Þessir þættir eru orsök hás brottfalls framhaldsskólanema á Íslandi en ekki leiði vegna of langs náms.

Í umræðunni um styttingu framhaldsskóla er því iðulega haldið fram að hún þurfi ekki að leiða til skerðingar námsefnis. Hvernig má það vera? Svo lengi sem ekki stendur til að lengja kennsludaga og/eða skólaárið allverulega hlýtur fækkun skólaára úr fjórum í þrjú að hafa í för með sér mikla fækkun kennslustunda, þ.e. nemendur munu fá færri kennslutíma á þremur árum en þeir fengu á fjórum árum. Og með minni kennslu verður ekki farið yfir jafnmikið námsefni í tímum og áður. Þetta hlýtur að hafa í för með sér skerðingu námsefnis og þar með minni menntun nemenda. Að sjálfsögðu væri óraunhæft að ætla að samfara styttingu kennslutíma kæmu kröfur um aukið heimanám nemenda.

Í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á íslenzkum framhaldsskólum er ekki úr vegi að segja frá reynslu Þjóðverja. Menntakerfi þeirra er um margt ólíkt því íslenzka. Börn sem fædd eru á sama ári byrja ekki öll í skóla á sama tíma. Þau sem fædd eru á fyrri hluta árs hefja skólagöngu sex ára en þau sem eru fædd á seinni hluta árs byrja sjö ára eða á sjöunda ári. Lengi vel tók nám til stúdentsprófs 13 ár þannig að nemendur luku því ýmist á nítjánda eða á tuttugasta aldursári sínu. Af þessum 13 árum var menntaskóli 9 ár. Fyrir um áratug síðan réðust Þjóðverjar í að stytta menntaskólanám úr níu árum í átta – án þess að skerða námsefni. Þetta var gert að kröfu atvinnulífsins en ekki af kennslufræðilegum ástæðum. Því var haldið fram að í alþjóðlegum samanburði útskrifuðust nemendur of seint og það kæmi niður á samkeppnishæfni Þjóðverja. Stjórnamálamenn tóku málið upp og keyrðu í gegn í óþökk nemenda og foreldra. Reyndar höfðu sálfræðingar einnig varað við styttingunni. Sögðu þeir 18 ára nemendur ekki hafa nægilegan þroska til að hefja háskólanám. Stytting námstíma án skerðingar námsefnis hafði auðvitað í för með sér að nemendur þurftu að læra það sama og áður á skemmri tíma. Þar með jókst álag á þá, þeim leið verr og fleiri flosnuðu upp frá námi. Barátta foreldra gegn styttingunni hefur haldið áfram og er nú svo komið að í fjórum sambandsríkjum, Baden-Württemberg, Schleswig-Holstein, Hessen og Nordrhein-Westfalen, býður fjöldi menntaskóla aftur níu ára nám. Og í Bæjaralandi og Hamborg standa fyrir dyrum atkvæðagreiðslur um almenna lengingu menntaskólanáms í níu ár. Búizt er við að hún verði samþykkt. Fleiri lönd munu fylgja þessum fordæmum. Lenging náms í þýzkum menntaskólum er ekki aðeins baráttu foreldra að þakka heldur einnig hugarfarsbreytingu sem orðið hefur á síðustu árum. Í netútgáfu blaðsins Die Welt frá 28. jan. síðastliðnum var þessari hugarfarsbreytingu lýst þannig: Fyrir tíu árum hljóðaði hið viðurkennda einkunnarorð „Skjótar er um leið betra“ (Schneller ist gleich besser) en í dag hljómar aftur hið klassíska „Í rónni felst styrkurinn“ (In der Ruhe liegt die Kraft).

Það sem Íslendingar geta lært af þessari sögu er þetta: Úr því að Þjóðverjum tókst ekki að stytta nám í menntaskóla úr níu árum í átta án þess að aukið álag yrði mörgum nemendum óbærilegt er lítil von til þess að Íslendingum takist að stytta nám í framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú án þess að nemendum líði verr og fleiri flosni upp frá námi – nema því aðeins að slegið verði af kröfum og viðurkennt að nemendur muni almennt læra minna á þremur árum en fjórum.

Þar sem fyrirhuguð stytting framhaldsskóla myndi óneitanlega leiða til minni menntunar hefur sá möguleiki verið nefndur að hluti námsefnis framhaldsskóla verði færður niður í grunnskóla. Þetta getur þó varla talizt raunhæfur kostur. Menntun grunnskólakennara er þannig háttað að þeir læra lítið í þeim greinum sem þeir eiga að kenna. Að langmestu leyti felst nám þeirra í að tileinka sér kenningar í kennslu- og uppeldisfræði sem eru í tízku hverju sinni. Vegna skorts á fagmenntun í grunnskólum kemur varla til greina að þetta skólastig taki við hluta framhaldsskólakennslunnar.

Ef nauðsynlegt þykir að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár ætti miklu fremur að horfa til grunnskólans en framhaldsskólans. Í þessu sambandi má minna á að þegar landspróf var við lýði hófu nemendur nám í menntaskóla að loknu níu ára námi í barna- og miðskóla eða unglingaskóla (6+3). Nám til stúdentsprófs var þá 13 ár eins og nú er stefnt að. Þetta fyrirkomulag gafst vel og telja flestir sem til þekkja að stúdentspróf hafi þá almennt verið mun meira virði en það er nú. Stytting grunnskóla gæti verið liður í almennri uppstokkun þessa skólastigs. Eins og Pisa-kannanir bera vott um væri ekki vanþörf á því.

Loks má nefna að stytting framhaldsskóla myndi leiða til enn meira ójafnvægis milli grunn- og framhaldsskóla en nú er. Sökum þess að fagmenntun kennara er almennt miklu meiri í framhaldsskólum en grunnskólum væru aðgerðir sem leiða til skemmri námstíma í framhaldsskólum óheillavænlegar.

Afar mikilvægt er að framhaldsskólar á Íslandi geti búið nemendur undir akademískt háskólanám og útskrifað nemendur sem standa jafnfætis stúdentum frá öðrum löndum og fá inngöngu í erlenda háskóla eða sérhæfðar háskóladeildir  – ekki bara nemendur sem geta innritazt í HÍ, HR eða HA. Bezta leið til þess er að efla framhaldsskóla á Íslandi fremur en veikja þá með fyrirhugaðri styttingu.

Deila

[/container]


Comments

One response to “Almenn stytting framhaldsskóla væri óráð”

  1. Vel skrifuð grein og úthugsuð en ég leyfi mér að setja spurningarmerki við fjárfrekur neysluvélarnar sem þú telur okkur framhaldsskólanemana vera. Hér á landi er viðhorf til vinnu slíkt að sértu ekki vinnandi maður/kona ertu aumingi og skiptir þá litlu hvort að þú sért í námi eða eigir við aðra örðugleika sem ekki eru sýnilegir að stríða. Svo má líka líta til þess að þótt ótrúlegt sé þá kostar nám í framhaldsskóla sitt, raunar svo mikið að ekki eru allir foreldrar nemenda færir um að borga allann kostnaðinn sjálfir. Nú er ég ekki að segja að þetta sé mikill peningur, ekki nema það sem nemur mánaðarlaunum mínum til dæmis.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sabung ayam online


judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


demo slot mahjong ways 2


sabung ayam online


slotoppo88 scatter hitam


sabung ayam online


sabung ayam online


Sabung Ayam Online


Agen Casino


scatter hitam Mahjong ways 2


Scatter Hitam


slot gacor


mahjong ways 2


Slotoppo hadirkan scatter hitam gacor terbaru


slotoppo


sabung ayam online bocahgacor


sabung ayam online


Judi Bola


Slotoppo


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


sbobet88 agen judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


Judi Bola Online


SLOTOPPO88 AGEN SABUNG AYAM SV388 RESMI


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


slotoppo88 portal slot online terpercaya di Indonesia


SLOTBOM77 penyedia permainan slot online resmi


SLOTOPPO88 slot online terpercaya


sabung ayam online


SLOTBOM77 situs selot online terpercaya dan resmi


Slotbom Hadir dengan Slot Gacor Gampang Menang Jackpot. Link Resmi slotbom.net ini akan sangat membantu para member setia untuk akses alternatif terbaik ke Slotbom.


SLOTOPPO Situs Sabung Ayam Online SV388 Online 24 jam Terpercaya


SBOBET88 : Login SBOBET Mobile Melalui Link Alternatif SBOBET WAP Agen SBOBET Terpercaya


Borong Rp220 Juta Wild Bandito

Raih Rp180 Juta Gates of Olympus

Cuan Rp250 Juta Sweet Bonanza XMas

Kaya Mendadak Starlight Princess

Panen Rp195 Juta Aztec Gems

Tembus Rp210 Juta Sugar Rush

Auto Sultan Rp230 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rekor Rp175 Juta Wild Bandito

Panen Cuan Gates of Olympus

Dapat Rp190 Juta Sweet Bonanza XMas

Auto Kaya Starlight Princess

Menang Rp200 Juta Aztec Gems

Panen Rp240 Juta Sugar Rush

Raup Rp260 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rp185 Juta Wild Bandito

Jackpot Rp215 Juta Gates of Olympus

Borong Rp225 Juta Sweet Bonanza XMas

Hoki Besar Starlight Princess

Dapat Rp205 Juta Aztec Gems

Kaya Mendadak Sugar Rush

Menang Rp210 Juta Wild Bandito

Auto Kaya Scatter Naga Merah

Gates of Olympus Bikin Ayu Makassar Cuan Besar

Sweet Bonanza XMas Jadikan Bima Jogja Raih Rp180 Juta

Starlight Princess Hantarkan Dedi Bali Pecah Rekor

Aztec Gems Buat Nisa Pontianak Panen Rp200 Juta

Sugar Rush Jadi Jalan Fajar Pekanbaru

Lani Samarinda Usai Menang Wild Bandito

Pola Scatter Naga Merah

Tembus Rp195 Juta Berkat Gates of Olympus

Sweet Bonanza XMas Antar Hasan Aceh Pecah Rekor

Starlight Princess Jadi Kunci

Aztec Gems Bikin Irfan Balikpapan Kaya Mendadak

Cairkan Rp220 Juta Sugar Rush

Bongkar Pola Wild Bandito

Panen Besar Scatter Naga Merah

Jackpot Gates of Olympus

Auto Tajir Sweet Bonanza XMas

Starlight Princess Bikin Andi Palembang Kaya Raya

Aztec Gems Bawa Sari Banjarmasin Jadi Bintang

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

news98

news108

news118

news128

news138

news148

news158

news168

news178

news188

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

Data Kemenangan Harian Panduan Membaca Pola Main Lebih Akurat

Winrate Tinggi Terbaru dan Cara Memanfaatkannya di Casino Online

Cuan Fantastis Malam Ini Bisa Diraih Lewat Tips Manajemen Modal

Rekor Jackpot Heboh dengan Strategi Bermain yang Lebih Efisien

Strategi Menang Konsisten untuk Pemula Agar Hasil Selalu Stabil

AI Analisis Pola Membantu Pemain Menentukan Waktu Spin Terbaik

Algoritma Prediksi Hoki Menjadi Kunci Kemenangan Berulang

Trik Spin Efisien untuk Hemat Modal dan Tetap Bawa Pulang Cuan

Pola Scatter Unik yang Sering Jadi Pemicu Bonus Besar

Cara Raih Maxwin dengan Pola Scatter Langka di Permainan Kasino

Cara Mudah Meningkatkan Winrate di Game Populer

Strategi Pemula untuk Mastering Permainan Kasino

Trik Tersembunyi di Permainan Lucky Neko

Cara Menggunakan Fitur Auto Spin dengan Bijak

Strategi Menang Besar di Permainan Kasino Online

Trik Menggunakan Fitur Bonus dengan Efektif

Cara Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Bijak

Strategi Pemula untuk Menang Besar di Kasino

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Bijak

AI Membantu Meningkatkan Kemenangan di Permainan Kasino

Blockchain dan Trik Mendapatkan Jackpot

Cara Memaksimalkan Fitur Reward Menggunakan Data Analitik

5 Tips Jitu Menang Terus Menerus di Game Online

Strategi Pemula untuk Menguasai Kasino Online dengan AI

Trik Tersembunyi Meningkatkan Peluang Kemenangan di Era Digital

Cara Memanfaatkan Fitur Reward dengan Pintar dan Analitik

5 Pola Ampuh untuk Memenangkan Permainan Modern

Strategi Memaksimalkan Bonus di Kasino Online Tanpa Ribet

Trik Mudah Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Algoritma

Panduan Lengkap Menang Besar di Permainan Terbaru

Tips Memilih Permainan Paling Menguntungkan di Era Game

Cara Memaksimalkan Fitur Reward dengan Teknologi

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Online dengan Pintar

Trik Tersembunyi Mendapatkan Kemenangan Jackpot di Era Modern

Cara Menggunakan Fitur Auto Play untuk Kemenangan Terjamin

5 Tips Jitu Memenangkan Permainan Kasino Online Terbaru

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer dengan Teknologi

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Data

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Inovasi

AI dan Strategi Maksimalkan Kemenangan di Kasino Online

Trik Tersembunyi Mendapatkan Jackpot dengan Data Analytics

Cara Cerdas Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Teknologi

5 Tips Jitu Meningkatkan Peluang Kemenangan di Permainan Modern

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Kasino Tanpa Ribet

Trik Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Inovasi

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer di Era Digital

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Algoritma

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Tips Terbaru

Trik Meningkatkan Peluang Jackpot di Permainan Modern

Strategi Terbaru Memenangkan Permainan Kasino dengan AI

Cara Memanfaatkan Fitur Rewards dengan Cerdas

5 Tips Jitu Mendapatkan Kemenangan Besar di Era Digital

Trik Tersembunyi Mendominasi Permainan Kasino

Strategi Pemula untuk Mendapatkan Kemenangan Maximal

Cara Menggunakan Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Mengoptimalkan Fitur Bonus Terbaru

Trik Cerdas Meningkatkan Peluang Menang

Cara Pintar Memaksimalkan Peluang Jackpot

Raih Scatter Hitam

Mahjong Ways 2 Ubah Rp50 Ribu

Jackpot Mahjong Wins 3

Scatter Hitam 2 Kali Langsung Cairkan

Mahjong Ways 2 Modal Rp100 Ribu

Mahjong Wins 3 Raih Cuan

Scatter Hitam Dadakan Pecahkan Rekor

Mahjong Ways 2 Jackpot Rp22 Juta

Mahjong Wins 3 Spin Pendek

Scatter Hitam 3 Kali Berturut

Raih Cuan Mahjong Ways 2

Scatter Hitam Turun Pas Lagi Urus Pajak Warisan

Mahjong Wins 3 Bikin Heboh Grup WA Saat Bahas Kasus 200 Triliun

Spin Mahjong Ways 2 Auto Jackpot

Scatter Hitam Tiga Kali Saat Sidang Kelulusan & Ambil Ijazah

Mahjong Wins 3 Raih Jackpot Besar Usai Ramai Isu Shell PHK Karyawan

Mahjong Ways 2 Spin Malam Jadi Sorotan Saat Topik Nepal Viral

Scatter Hitam Hadir Pas Ramai Kasus SMPN1 Prabumulih Kepsek

Mahjong Wins 3 Spin Kilat Pecahkan Rekor di Tengah Isu 200 Triliun

Mahjong Ways 2 Jackpot Besar Saat Antar Penumpang Ojol