Carlos Fuentes kvaddur

Rithöfundurinn Carlos Fuentes lést á dögunum 83 ára gamall. Fuentes var einn merkasti höfundur sem Mexíkó hefur alið og lét eftir sig umfangsmikið höfundarverk. Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Thoroddsen segja frá skáldinu.

Söknuðurinn kom á óvart. Það var ekki fyrr en við andlátsfregn Carlosar Fuentes að við gerðum okkur grein fyrir því hversu miklu máli rödd hans hafði skipt okkur. Hvað okkur þótti í raun vænt um hann. Já, okkur var brugðið. Dauða hans bar brátt að, hann hafði ekki verið alvarlega veikur og því kom fréttin eins og þruma úr heiðskíru lofti. Samt var hann orðinn 83 ára gamall og við slíku að búast. En hann var sívinnandi fram í andlátið; sama dag og hann lést birtist grein eftir hann í dagblaðinu Reforma um forsetakosningarnar í Frakklandi.

Fuentes fæddist árið 1928 og var einn helsti rithöfundur sem Mexíkó hefur alið. Hann nam lögfræði en krókurinn beygðist snemma í átt að ritstörfum. Fyrsta verk hans var smásagnasafnið Los días enmascarados sem kom út 1954 en hann er þekktastur fyrir skáldsögur sínar, sem eru ótrúlega margbreytilegar, og ritgerðir um menningu, listir og stjórnmál. Einnig hefur hann samið leikrit, kvikmyndahandrit og vinsæla sjónvarpsþætti um sögu Spánar og Rómönsku Ameríku og listir í Mexíkó. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1958 þegar hann var 29 ára gamall; það var tímamótaverkið La región más transparente: margradda mynd af Mexíkóborg sjötta áratugarins, með sterka tilvísun í forsögu og framtíð landsins. Segja má að við útkomu bókarinnar hafi margir rithöfundar álfunnar vaknað af dvala. Eftir Fuentes liggja hátt í sextíu verk, má þar nefna skáldsögurnar La muerte de Artemio Cruz og Terra nostra. Við þetta má bæta að Fuentes var aðalsprautan í samfélagi rithöfunda frá þessum heimshluta þegar þeir urðu áberandi á heimsvísu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og eru kenndir við hið svonefnda „búmm“.

Fuentes bjó víða í æsku, en faðir hans starfaði í utanríkisþjónustunni. Hann dvaldi á ungdómsárum sínum m.a. í Argentínu, Ekvador, Urugvæ, Brasilíu og Chile ásamt Bandaríkjunum. Aftur á móti var hann á sumrin í Mexíkó og viðhélt með því móti tengslum við land sitt. Þegar hann var 15 ára gamall flutti hann alfarið til heimalandsins. Þessi ár utan landsins hjálpuðu honum að horfa á heimaland sitt úr fjarlægð og með gagnrýnum augum.

Margir hafa bent á hversu víðtæk menntun og áhugamál Fuentesar voru og tíðum er orðið endurreisnarmaður notað í því sambandi. Ekkert virtist honum óviðkomandi. Að því leyti var hann ekki ólíkur landa sínum Nóbelskáldinu Octavio Paz. Fuentes var legið á hálsi fyrir að reyna að koma öllu fyrir í verkum sínum, og má kannski segja að það hafi komið niður á listbrögðum hans. En fyrir öðrum eykur þetta á lífsþorstann sem bækur hans vekja með lesendum. Þessi mikla þekking gerir Fuentes kleift að hjálpa lesandanum að velta fyrir sér nánast öllum mögulegum sjónarhornum viðfangsefnisins. Oftar en ekki spilar hann með minnið og minningarnar með þeim alvarlega undirtóni að sá sem ekki lítur til fortíðar kveður upp dauðadóm yfir framtíðinni.

Hann var oft orðaður við Nóbelsverðlaunin og hefði verið vel að þeim kominn en kannski réði einhverju þar um að landi hans Paz hlaut þau árið 1990. Aftur á móti hlaut Fuentes mörg önnur virt bókmenntaverðlaun svo hann fór ekki slyppur frá viðurkenningunum. Undir lok síðustu aldar urðu vinslit milli þessara tveggja skáldjöfra vegna pólitískra skoðana. Paz þótti sem Fuentes væri fastur í úreltum vinstri hugmyndum. En vera má að dómur sögunnar reynist málstað Fuentes hliðhollur þegar hugað er að lýðræðinu. Ef lýðræði á að vera heilbrigt verður það að búa við átök andstæðra skoðana og hagsmuna. Vinstri hugmyndir hans voru alltaf hluti af samræðu en ekki endanlegar og lokaðar. Á endanum urðu stjórnmálaskoðanir Paz full einhæfar og ekki í takt við lýðræðisþróun í landinu. Fuentes var í mun að allir jaðarhópar fengju rödd sína viðurkennda í samfélaginu. Nægir þar að nefna Zapatistana og hreyfingu þeirra. Þetta sama hugarfar gerði að verkum að Fuentes var bæði stuðningsmaður og gagnrýnandi kúbönsku byltingarinnar. Það var ekki til neitt svart-hvítt í hans huga; allt varð að skoða með sama gagnrýna hugarfarinu frá mismunandi sjónarhornum.

Eins og minnst var á hér að ofan er höfundarverk hans ótrúlega metnaðarfullt. Skáldsögur hans eru ekki aðeins margradda, heldur takast á í þeim margir tímar og margar leiðir að skynja tímann og ólík söguskeið. Hann vekur lesandann sífellt til umhugsunar með spurningum sem hafa ekki einhlítt svar en varða þó líf okkar mannanna. En það er sama hversu flókið viðfangsefni hans er, það verður aldrei þvælið í meðförum hans. Þarna hjálpar til hversu skýr í hugsun Fuentes var. Stundum bar mælgin hann kannski ofurliði vegna þess að hann kom ekki hugmyndum sínum fyrir í lifandi persónusköpun. Þetta verður ef til vill að skrifast á stöðugar stíltilraunir hans.

Þegar mikill listamaður og hugsuður eins og Fuentes er kvaddur er orðið þakklæti efst í huga. Hann hélt lesendum sínum á jörðinni með því að hefja sig hvað eftir annað upp yfir hana. Hann stillti okkur upp gagnvart spurningunni hvernig við upplifum samtímann. Erum við fórnarlömb óviðráðanlegra aðstæðna eða náum við að skynja okkur sem hluta í stóru heildarsamhengi þar sem tilfinningum og persónu er gefin hlutdeild í atburðum? Þessu nær mikill skáldskapur, sérstaklega þegar saman fer skýr hugsun og skáldleg sýn. Hann gerði heiminn sem við lifum í persónulegan og skáldlegan og hjálpaði okkur að móta afstöðu gagnvart honum.

Fuentes þótti einkar glæsilegur maður. Síðastliðið haust sátum við að kvöldverði með landa hans, ljóðskáldinu Alberto Blanco, sem var hér gestur á bókmenntahátíð, og hann sagði sögur af persónulegum samskiptum við ýmsa listamenn Mexíkó. Einhverju sinni var Blanco staddur í New York skömmu fyrir jól ásamt Patriciu Revah konu sinni. Hann var ánægður yfir því að geta horfið í mannhaf stórborgarinnar, að verða að engu, þurfa ekki að svara fyrir neitt. En þar sem þau hjón eru á gangi í jólaösinni eftir einu breiðstrætinu sjá þau hvar birtist skyndilega út úr einni versluninni maður klæddur skósíðum loðfeldi, hlaðinn pinklum. Eitthvað könnuðust þau við hann: þetta var landi þeirra, enginn annar en vinur þeirra Carlos Fuentes. Fuentes nemur staðar þegar hann sér hið hógværa skáld Alberto ásamt Patriciu og öll verða þau vandræðaleg um stund, en þau hjón ákveða að láta sem ekkert sé og halda áfram göngu sinni. En þá kallar Fuentes eftir þeim stundarhátt: „Nú munt þú yrkja ljóðið It was on Fifth Avenue“. Ekki er því að neita að Fuentes hafði vissulega húmor fyrir eigin hégómaskap. Leikaraeðlið var honum samgróið og það hjálpaði honum í hvers konar opinberum viðburðum. Þeir sem komu fram með honum segja að hann hafi þó aldrei skyggt á aðra heldur veitti þeim hlutdeild í því andrúmslofti sem hann töfraði fram. Þetta örlæti við aðra kom einnig fram í því að hann tók verk yngri rithöfunda alvarlega og greiddi götu þeirra.

Fuentes kvæntist eftirlifandi konu sinni, blaðakonunni Silviu Lemus, eftir að hann skildi við fyrri konu sína, leikkonuna Ritu Macedo, en með henni átti hann dótturina Celiu sem lifir föður sinn. Fuentes eignaðist tvö börn með Silviu, Carlos (f. 1973) og Natöshu (f. 1976), sem létust langt fyrir aldur fram, eða þegar þau voru 25 og 30 ára. Skáldið hefur lítið tjáð sig um harmrænan dauðdaga barna sinna en hefur tileinkað þeim mörg verka sinna. Eftir jarðarför hans í Mexíkóborg þann 16. maí, þar sem borgarar gátu vottað honum virðingu sína, var Fuentes brenndur og aska hans flutt til Parísar þar sem börn þeirra hjóna hvíla.

Heimurinn hefur misst mikið með þessum gáfaða mannvini.

                              Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt H.Í.
og
Jón Thoroddsen, kennari Laugalækjarskóla

Greinin var fyrst birt í Fréttablaðinu 21. júní 2012.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0712

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

8941

8942

8943

8944

8945

8946

8947

8948

8949

8950

8951

8952

8953

8954

8955

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10111

10112

10113

10114

10115

8956

8957

8958

8959

8960

8961

8962

8963

8964

8965

8966

8967

8968

8969

8970

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

8876

8877

8878

8879

8880

8996

8997

8998

8999

9000

9046

9047

9048

9049

9050

9051

9052

9053

9054

9055

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0712