Um höfundinn
Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hans eru almenn þýðingafræði, enskar og þýskar bókmenntir, upplýsingin í Evrópu, þýðingasaga, málstefna á Íslandi og annars staðar og íslenskar samtímabókmenntir. Sjá nánar

Óhætt er að segja að ein mikilvægasta bók undanfarinna ára sé komin út. Ég hef ekki rekist á neina íslenska bók almenns efnis sem skiptir jafn miklu máli fyrir hugsun okkar daga frá því að Rannsóknaskýrsla Alþingis og þar áður Draumaland Andra Snæs birtust. Þetta eru verk sem hvert á sinn hátt gegnumlýsa umræðu, gerðir og hugsunarhátt tímans af gríðarlegri skarpskyggni.

Örlagaborgin er mikið og merkilegt verk og þó aðeins fyrri hluti í uppgjöri við frjálshyggjuna sem höfundur telur að feli í sér rætur þess hruns sem hér varð og við erum enn að takast á við afleiðingarnar af. Reyndar má færa fyrir því rök að hinn vestræni heimur standi nú á þverhnípi því sem hann var drifinn út á af purkunarlausri græðgi og sjálfselsku hinna svonefndu markaðsafla, en eitt af því sem Einar Már rekur svo vel er einmitt hvernig átrúnaðurinn á þau hefur valdið milljónum manna gríðarlegu tjóni í margar aldir, hvað sem velmegun lítils hluta mannkyns líður.

En þetta verk er ekki einungis merkilegt fyrir skarpa greiningu sem höfundur fer stundum vissulega býsna langt með í túlkun sinni, enda kannski ekkert skrýtið eins og á stendur, heldur einnig fyrir þau frumlegu vinnubrögð sem hann sýnir í framsetningu flókinna atburða og kenninga sem grundvallað hafa þá misskiptingu auðs og það ofboðslega afrán auðlinda jarðar sem Vesturlandabúar bera höfuðábyrgð á. Kannski má segja að „byrði hvíta mannsins“ eins og Kipling kallaði hana felist ekki einungis í kúgun nýlenduþjóða bak við grímu uppalandans góða, og fól í sér einfaldlega þjóðarmorð og glæpi líkt og Einar Már bendir á, heldur í því að hafa nánast eyðilagt plánetuna á aðeins fjórðungi úr einu árþúsundi eða svo.

Þar sem við Íslendingar eigum ekkert hugtak yfir það sem kallað er non-fiction á ensku og Sachbuch á þýsku verður vafalaust erfitt fyrir bókasafnsfræðingana að flokka hana; þetta er vissulega fræðirit, en þó er þó alls ekki sett fram sem slíkt, og þó, í bókarlok er sannarlega vísað til fjölda heimilda og það er bæði nafnaskrá og yfirlit um ævi helstu sögulegra persóna sem fram á sviðið stíga. En þar er líkindunum við fræðiritið lokið, því sagan sem Einar Már segir, og segir listilega, er alls engin þurr staðreyndatalning atburða í línulegum tíma og það þótt hann notir línulegan tíma að miklu leyti til að fleyta frásögninni áfram.

Raunar má segja að það sé merkilegt, og skemmtilegt, að sjá hversu mikið þessi gagnrýnandi franskra fræðimanna, einkum þeirra sem sagðir eru hallast undir póstmódernismann svokallaða, og fram kom í hinu bráðskemmtilega Bréfi til Maríu fyrir um fimm árum, tileinkar sér af aðferðum þeirra og nálgun. Eiginlega hef ég sjaldan lesið póstmódernískara sagnfræðirit á íslensku og má vera að sannist þar að margir turnast við það að velta því fyrir sér nánar sem þeir eru andvígir. Páll postuli er vitanlega frægasta dæmið. Ég er þó ekkert að segja að Einar Már hafi snúist opinberlega, ég túlka það einungis þannig því hann beitir öllum þeim aðferðum, fræðilegum og listrænum, sem hann kærir sig um til að gera þessu mikla og merkilega efni góð og ýtarleg skil.

Grunnteoría og aðferðafræði Einars Más byggir að einhverju leyti á kenningu franska sagnfræðingsins Fernands Braudels um bylgjuhreyfingar sögunnar sem hann greindi í þrennt, skammtíma, miðtíma og langtíma. Skammtíminn tengist atburðasögu og var að hans dómi of takmörkuð sýn á heiminn; miðtíminn teygir sig yfir efnahagssveiflur tiltekinna áratuga og langtíminn yfir aldir og það var hann sem Braudel taldi merkastan og Einar Már tekur sér hér til fyrirmyndar.

En það er svo miklu fleira í þessum flókna vefnaði að það er enginn tími til að telja það allt upp í stuttum pistli. Meginmyndhverfingin um örlagaborgina er þó frábærlega hugsuð og veitir höfundi og lesendum tækifæri til að hugsa um bæði atburði og langtíma sögunnar í nýju og samt raunverulegu samhengi. Hér vísar Einar Már örlagahallar þeirrar sem dr. Altunga, alías Leibniz, skóp í frægu verki sínu um trúvörnina eins og það er kallað á íslensku, en sú höll hafði allan heiminn að geyma, allar veraldir raunar og þá vitaskuld þá bestu allra sem við eigum að búa í og Birtíngur Voltaires mölvaði með einni spurningu. Einar Már vill fremur vísa til þriggja örlagaborga þar sem veruleikinn fær inni í þeirri fyrstu, en til að takast á við þá anda og hugsun sem hlutgerast í henni er til önnur og þar hefur sagnfræðingurinn allt aðra möguleika til að tengja saman það sem hugsað var og síðar kennt og framkvæmt í þeirri fyrstu. Sú þriðja, sem höfundur hefur raunar aðra í röðinni, inniheldur svo sálarlíf og hugsanaferli einstaklinganna sem tengir saman hinar tvær.

Til viðbótar við þessa mynd þar sem lesendur eru leiddir um götur og stræti mismunandi borga beitir höfundur einnig afli fantasíunnar og setur menn, atburði, hugsanir og kenningar inn í aðra frásagnarramma, það er ímynduð kvikmynd eftir Eisenstein í einu tilfelli, endurunninn Bayeaux refill í öðru, tveir hrafnar fara með lesendur á flakk í einum kafla og einu sinni fá þeir að fara í göngutúr með Hagmenninu svokallaða homo oeconomicus, sköpunarverki dr. Adams Smiths sem minnir óneitanlega á sköpunarverk dr. Frankensteins í samnefndri sögu; Smith er með í göngutúrnum og fær að rekast á sumar takmarkanir skrímslisins.

Þetta er einmitt fyrst og fremst saga um skrímsli, skrímsli frjálshyggjunnar sem Einar Már, rétt eins og Braudel og Marx líka, bendir á að snúist alls ekki um frelsi heldur kúgunina í nafni þess. Hugmyndin, útópían, draumurinn um hinn frjálsa mann sem getur í nafni náttúrulegrar sjálfselsku komist til álna á hinum frjálsa markaði er nefnilega blekking sem aldrei gengur upp að þeirra mati. Meira að segja Adam Smith gerði sér grein fyrir þeirri takmörkun þegar hann taldi að kaupahéðnar hefðu ævinlega það markmið að draga úr samkeppni eins og við Íslendingar þekkjum svo vel.

En markaðstrúin hefur á sér fleiri hliðar. Líkt og Einar Már bendir á og færir rök fyrir er frjáls markaður utan opinna bændamarkaða sennilega óhugsandi, málið er að mennirnir sem á mörkuðum vinna reyna ævinlega að hafa áhrif á þá sér í hag; þar virkar sjálfselskulögmálið fullkomlega. Það lögmál, ef lögmál skyldi kalla, er hins vegar líka notað til að kynda undir þá trú að aðilar á markaði hagi sér ekki þannig að það geti komið þeim í koll og þannig séu þeir einhvern veginn rökréttir og til bóta fyrir almannahag. Þessi trú kemur fram í því að ríkið sé blóraböggull sem er vitanlega hlálegt því markaðir án ríkisvalds yrðu fljótt stjórnlausir. En þeir verða það samt; skammtímagróðahugsunin víkur hinum svokallaða almannahag til hliðar og við verðum nú vitni að því eina ferðina enn að hegðun markaðanna er ekki rökrétt heldur jafnvel að leggja markaðskerfið eins og við þekkjum það í rúst. Undanfarin 400 ár að minnsta kosti hafa orðið fjöldamörg hrun á mörkuðum, bólur sem allar eiga rót sína að rekja til órökréttrar en um leið sjálfselskrar skammtímahugsunar, gildir þá einu hvort um er að ræða hollenska túlípana eða íslensk hlutabréf í bönkum. Annaðhvort það eða markaðsaðilar voru flestir svo heimskir að þeir vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Markaðstrúin ögrar í raun reynslunni af mörkuðum reglulega og það er kannski eitthvað sem frekar mætti kalla lögmál.

Grunninn að vitleysunni rekur Einar Már í upphafi bókar sinnar og nýtir einnig sem þema í gegnum hana, en það eru girðingarnar sem breskir landgreifar komust upp með að reisa á öldunum fyrir iðnbyltinguna, þegar almúgafólk var rekið af landi sínu og almenningum burt til fjarlægra landa eða í átakanlega örbirgð sem bresk skáld 19. aldar lýstu svo nöturlegri að þeir höfðu sennilega miklu meiri áhrif á réttindabaráttu almennings en Kommúnistaávarpið eitt og sér. Það er gömul saga og ný að þeir sem hrifsað geta undir sig almannagæði sem fyrir eru nota þau síðan til að kúga lýðinn sem áður átti þau og þetta sýnir Einar Már Jónsson glæsilega með því sem hann kallar hvítan galdur fræðanna og afbragðs vel gerðri og spennandi frásögn í ofanálag.

Upphaflega flutt í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 í Rúv 7. júní, 2012.


Comments

One response to “Örlagaborgin”

  1. stefán benediktsson Avatar
    stefán benediktsson

    Spenntur að lesa bókina en vona að EMJ kunni framhaldið af sögunni um “girðingarnar sem breskir landgreifar komust upp með að reisa á öldunum fyrir iðnbyltinguna, þegar almúgafólk var rekið af landi sínu og almenningum burt til fjarlægra landa eða í átakanlega örbirgð”.
    Eitt af því sem ávannst í Gömlu kreppunni í UK var að atvinnuleysingjar fóru að berjast fyrir réttindum til umferðar um framannefnd lönd og eftir harða baráttu dem kostaði nokkur mannslíf, tókst að koma á “right of way” lögunum sem gera okkur kleyft að ferðast gangandi yfir lóðir fólks, frmhjá stofuglugganum, yfir akra og engi. Landeigendur eru skyldugirl að reisa hlið eða þrep þar sem leiðir liggja yfir landamörk þeirra. Óhugsandi á Fróni. Þeir tóku eignina frá fólkinu en verða nú að sætta sig við að allir hafa umferðarrét þar sem áður voru gönguleiðir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sabung ayam online


judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


demo slot mahjong ways 2


sabung ayam online


slotoppo88 scatter hitam


sabung ayam online


sabung ayam online


Sabung Ayam Online


Agen Casino


scatter hitam Mahjong ways 2


Scatter Hitam


slot gacor


mahjong ways 2


Slotoppo hadirkan scatter hitam gacor terbaru


slotoppo


sabung ayam online bocahgacor


sabung ayam online


Judi Bola


Slotoppo


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


sbobet88 agen judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


Judi Bola Online


SLOTOPPO88 AGEN SABUNG AYAM SV388 RESMI


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


slotoppo88 portal slot online terpercaya di Indonesia


SLOTBOM77 penyedia permainan slot online resmi


SLOTOPPO88 slot online terpercaya


sabung ayam online


SLOTBOM77 situs selot online terpercaya dan resmi


Slotbom Hadir dengan Slot Gacor Gampang Menang Jackpot. Link Resmi slotbom.net ini akan sangat membantu para member setia untuk akses alternatif terbaik ke Slotbom.


SLOTOPPO Situs Sabung Ayam Online SV388 Online 24 jam Terpercaya


SBOBET88 : Login SBOBET Mobile Melalui Link Alternatif SBOBET WAP Agen SBOBET Terpercaya


Borong Rp220 Juta Wild Bandito

Raih Rp180 Juta Gates of Olympus

Cuan Rp250 Juta Sweet Bonanza XMas

Kaya Mendadak Starlight Princess

Panen Rp195 Juta Aztec Gems

Tembus Rp210 Juta Sugar Rush

Auto Sultan Rp230 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rekor Rp175 Juta Wild Bandito

Panen Cuan Gates of Olympus

Dapat Rp190 Juta Sweet Bonanza XMas

Auto Kaya Starlight Princess

Menang Rp200 Juta Aztec Gems

Panen Rp240 Juta Sugar Rush

Raup Rp260 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rp185 Juta Wild Bandito

Jackpot Rp215 Juta Gates of Olympus

Borong Rp225 Juta Sweet Bonanza XMas

Hoki Besar Starlight Princess

Dapat Rp205 Juta Aztec Gems

Kaya Mendadak Sugar Rush

Menang Rp210 Juta Wild Bandito

Auto Kaya Scatter Naga Merah

Gates of Olympus Bikin Ayu Makassar Cuan Besar

Sweet Bonanza XMas Jadikan Bima Jogja Raih Rp180 Juta

Starlight Princess Hantarkan Dedi Bali Pecah Rekor

Aztec Gems Buat Nisa Pontianak Panen Rp200 Juta

Sugar Rush Jadi Jalan Fajar Pekanbaru

Lani Samarinda Usai Menang Wild Bandito

Pola Scatter Naga Merah

Tembus Rp195 Juta Berkat Gates of Olympus

Sweet Bonanza XMas Antar Hasan Aceh Pecah Rekor

Starlight Princess Jadi Kunci

Aztec Gems Bikin Irfan Balikpapan Kaya Mendadak

Cairkan Rp220 Juta Sugar Rush

Bongkar Pola Wild Bandito

Panen Besar Scatter Naga Merah

Jackpot Gates of Olympus

Auto Tajir Sweet Bonanza XMas

Starlight Princess Bikin Andi Palembang Kaya Raya

Aztec Gems Bawa Sari Banjarmasin Jadi Bintang

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

news98

news108

news118

news128

news138

news148

news158

news168

news178

news188

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

Data Kemenangan Harian Panduan Membaca Pola Main Lebih Akurat

Winrate Tinggi Terbaru dan Cara Memanfaatkannya di Casino Online

Cuan Fantastis Malam Ini Bisa Diraih Lewat Tips Manajemen Modal

Rekor Jackpot Heboh dengan Strategi Bermain yang Lebih Efisien

Strategi Menang Konsisten untuk Pemula Agar Hasil Selalu Stabil

AI Analisis Pola Membantu Pemain Menentukan Waktu Spin Terbaik

Algoritma Prediksi Hoki Menjadi Kunci Kemenangan Berulang

Trik Spin Efisien untuk Hemat Modal dan Tetap Bawa Pulang Cuan

Pola Scatter Unik yang Sering Jadi Pemicu Bonus Besar

Cara Raih Maxwin dengan Pola Scatter Langka di Permainan Kasino

Cara Mudah Meningkatkan Winrate di Game Populer

Strategi Pemula untuk Mastering Permainan Kasino

Trik Tersembunyi di Permainan Lucky Neko

Cara Menggunakan Fitur Auto Spin dengan Bijak

Strategi Menang Besar di Permainan Kasino Online

Trik Menggunakan Fitur Bonus dengan Efektif

Cara Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Bijak

Strategi Pemula untuk Menang Besar di Kasino

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Bijak

AI Membantu Meningkatkan Kemenangan di Permainan Kasino

Blockchain dan Trik Mendapatkan Jackpot

Cara Memaksimalkan Fitur Reward Menggunakan Data Analitik

5 Tips Jitu Menang Terus Menerus di Game Online

Strategi Pemula untuk Menguasai Kasino Online dengan AI

Trik Tersembunyi Meningkatkan Peluang Kemenangan di Era Digital

Cara Memanfaatkan Fitur Reward dengan Pintar dan Analitik

5 Pola Ampuh untuk Memenangkan Permainan Modern

Strategi Memaksimalkan Bonus di Kasino Online Tanpa Ribet

Trik Mudah Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Algoritma

Panduan Lengkap Menang Besar di Permainan Terbaru

Tips Memilih Permainan Paling Menguntungkan di Era Game

Cara Memaksimalkan Fitur Reward dengan Teknologi

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Online dengan Pintar

Trik Tersembunyi Mendapatkan Kemenangan Jackpot di Era Modern

Cara Menggunakan Fitur Auto Play untuk Kemenangan Terjamin

5 Tips Jitu Memenangkan Permainan Kasino Online Terbaru

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer dengan Teknologi

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Data

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Inovasi

AI dan Strategi Maksimalkan Kemenangan di Kasino Online

Trik Tersembunyi Mendapatkan Jackpot dengan Data Analytics

Cara Cerdas Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Teknologi

5 Tips Jitu Meningkatkan Peluang Kemenangan di Permainan Modern

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Kasino Tanpa Ribet

Trik Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Inovasi

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer di Era Digital

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Algoritma

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Tips Terbaru

Trik Meningkatkan Peluang Jackpot di Permainan Modern

Strategi Terbaru Memenangkan Permainan Kasino dengan AI

Cara Memanfaatkan Fitur Rewards dengan Cerdas

5 Tips Jitu Mendapatkan Kemenangan Besar di Era Digital

Trik Tersembunyi Mendominasi Permainan Kasino

Strategi Pemula untuk Mendapatkan Kemenangan Maximal

Cara Menggunakan Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Mengoptimalkan Fitur Bonus Terbaru

Trik Cerdas Meningkatkan Peluang Menang

Cara Pintar Memaksimalkan Peluang Jackpot

Raih Scatter Hitam

Mahjong Ways 2 Ubah Rp50 Ribu

Jackpot Mahjong Wins 3

Scatter Hitam 2 Kali Langsung Cairkan

Mahjong Ways 2 Modal Rp100 Ribu

Mahjong Wins 3 Raih Cuan

Scatter Hitam Dadakan Pecahkan Rekor

Mahjong Ways 2 Jackpot Rp22 Juta

Mahjong Wins 3 Spin Pendek

Scatter Hitam 3 Kali Berturut

Raih Cuan Mahjong Ways 2

Scatter Hitam Turun Pas Lagi Urus Pajak Warisan

Mahjong Wins 3 Bikin Heboh Grup WA Saat Bahas Kasus 200 Triliun

Spin Mahjong Ways 2 Auto Jackpot

Scatter Hitam Tiga Kali Saat Sidang Kelulusan & Ambil Ijazah

Mahjong Wins 3 Raih Jackpot Besar Usai Ramai Isu Shell PHK Karyawan

Mahjong Ways 2 Spin Malam Jadi Sorotan Saat Topik Nepal Viral

Scatter Hitam Hadir Pas Ramai Kasus SMPN1 Prabumulih Kepsek

Mahjong Wins 3 Spin Kilat Pecahkan Rekor di Tengah Isu 200 Triliun

Mahjong Ways 2 Jackpot Besar Saat Antar Penumpang Ojol