Þorláksmessusálmur

Um höfundinn

Guðni Elísson

Guðni Elísson er prófessor í í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur ritstýrt fjölda bóka og skrifað greinar um bókmenntir, kvikmyndir og menningarmál. Sjá nánar

Út er komin bókin Rekferðir, greinasafn eftir Guðna Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Af því tilefni birtir Hugrás Þorláksmessusálm, grein Guðna um skötuveislur á Þorláksmessu. Í Rekferðum tekur Guðni saman pistla sem hann ritaði í Lesbók Morgunblaðsins um góðærisárin í íslensku samfélagi. Hann fjallar um útrás og frjálshyggju, eggjárnafagurfræði, einelti, neyslumenningu og forseta lýðveldisins. Hann ver borgaralega óhlýðni á einhuga tímum og týnir sér í áleitnum hlutum á borð við mávastell, skötuát, draumfarir, skyggnilýsingar, súludansmeyjar, bróklyndi, slagsmál á Austurvelli og eitthundraðprósent listamannsssaur. Þröstur Helgason, fyrrverandi ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins hefur látið þessi orð falla um skrif Guðna: ,,Varla eru til betri meðmæli með pistlahöfundi en að skrif hans fari í taugarnar á eigendum Morgunblaðsins. Á endanum kölluðu pistlarnir á sérstakar aðgerðir.”

 

 

Þorláksmessusálmur

Þorláksmessa er ekki aðeins síðasti dagurinn fyrir jól. Á messudegi Þorláks helga minnast Íslendingar gjarnan dýrlings síns með því að sjóða þann fisk sem helst mætti ætla að dreginn hafi verið úr náhvalsrassi. Fiskur þessi er þeirri náðargáfu gæddur að öll utanaðkomandi snerting bragðbætir hann. Til að það megi ekki verða er fiskurinn fergður í hraukum af sjálfum sér, svo að hann kámist einvörðungu í eigin ógleði. Þeir einir þykja fullnuma í kæsingu, en það kallast sú kúnst að rotmarínera fisk í eigin úrgangi, sem síðast svara því andkafa kalli sem úr hrauknum berst.

Skötuveislur Íslendinga eru löngu orðnar víðfrægar og þykja stundum jaðra við hryðjuverk því að fátt slær út grimmilegustu árásir Vestfirðinga á þeffæri heimsbyggðarinnar. Ekki veit ég hvaðan sú hrollkalda löngun sprettur að vilja signa inn jólin með því að éta þá skepnu sem best lætur að svamla í eigin hlandi, en eins og flestir vita míga svonefndir brjóskfiskar inn á við fremur en að beina bununni út í samfélagið eins og tíðkast í miðbæjarferðum hér á landi. Jafn sérkennileg er sú innibyrgða viðkvæmni sem skötuætan sýnir öllum vangaveltum um gæði hlandleginnar fæðu, því hún áréttar helst þrisvar sinnum á sólarhring síðustu dagana fyrir jól að kæst skata, sem auk þess er farið að slá í, sé líklega efsta stig átleiðslunnar.

Upp á síðkastið hafa íslenskir listnemar ítrekað komist í fréttirnar með því að spræna upp í sig og á aðra í nafni hins háleita. Hugsanlega hefur útmignum matvælum verið haldið að þessu fólki í æsku. Sú kúnst að éta skötu sver sig nefnilega í ætt við þær nútímalistgreinar sem aldrei eru sjálflærðar og verða því aðeins kenndar í háskólum og á öðrum uppeldisstofnunum. Líkt og önnur hálist lætur skötuát lítið yfir sér ef áhorfendur halda sig á bak við þykkt gler. Skötuát hefur aðeins tilætluð áhrif í skilyrðislausri nærveru listiðkanda og listneytanda, sem oft er reyndar sama manneskjan. Þá renna listamaðurinn og listfræðingurinn saman í hinni listrænu athöfn og í lýsingu á athöfninni. Átlistafólkið finnur þó fyrst til sín ef sessunauturinn er ekki enn útskrifaður úr saltfiski. Skötuætan belgist út frammi fyrir slíkum aumingja og gerir hvað sem hún getur til að útskýra áhrif neyslunnar á blóðrásina og innkirtlastarfsemina alla. Á Þorláksmessu má gera sér í hugarlund hvernig veruleikinn yrði ef íslenskir sjóarar breyttust á einni nóttu í kjaftaglaða listfræðinga.

Þessi sannindi birtast glöggt í því að skata er fiskur sem aldrei er snæddur í hljóði. Sælir eru tyggjendur. „Arrgh, uhh, ahh“, japla þeir. „Djöfulli er þetta góð skata“, segja sporðrennendur og hella yfir kæstan þvermunnann tvíbræddu rolluspiki eða stappa því saman við jarðepli. Svo kjammsa þeir áfram á herlegheitunum og óska þeim góðrar ferðar niður meltingarveginn. Skata, kartöflur og hnoðmör eru hinn þríeini guð múgsins sem safnast saman um allt land í matsölum og borðstofum daginn fyrir jól.

Stundum standa brennivínsflöskur á borðum en reglur um áfengisneyslu eru sveigjanlegar. Sumar flöskur liggja í frystikistu nokkra sólarhringa á meðan aðrar eru léttkældar. Svo eru það þessar hlandvolgu sem helst ríma við fiskmetið. Það eru ósögð sannindi að hefðarsinnarnir, hreindrykkjufólkið í landinu, drekkur aðeins volgt brennivín. Frystikistubrennivín er fyrir konur og óharðnaða unglinga a meðan börn og útvatnaðir alkóhólistar lítillækka sig í maltöli. Í íslenskum Þorláksmessuveislum ropa menn skötu og svitna brennivíni á milli þess sem þeir stinga upp í sig bita og staupa sig blótandi í tárvotri sælu. „Helvíti… Andskoti… Skolli…“, segja átlistamenn og bæta svo við lýsingum sem brúa bilið milli myrkrahöfðingjans og matarúrganganna fyrir framan þá. Mesta framúrstefnufólkið lyftir lærum og sendir frá sér langa og lyktarlausa freti því að í skötumettuðu rými eru allir hlutir sviptir eðlisbundnum þef sínum og klæðast þess í stað aðskotalyktinni einni.

Á meðan kristin trú hélst í landinu var það mörgum til happs að heita á hinn sæla Þorlák biskup. Hann er mestur íslenskra dýrlinga þó að átrúnaður á hann hafi lagst af í seinni tíð. Í helgum ritum má sjá hvernig Þorlákur heldur sig jafnan við blautar grafir og forardý og aldrei er vænlegra að sökkva upp fyrir haus í slíka pytti en á messudegi hans. Á engan dýrling er og betra að heita þegar draga á sveina úr sýrukerjum, kýr úr keldum, eða hross og konur úr köldum vökum, öll heil, og þau heit sem annars hefði kalið. Þá er og sagt að þeir farmenn sem drukknandi ákalla Þorlák biskup taki önd í kafi og súpi eigi það vatn sem sjódauðir sóttu í.

En Íslendingar huga ekki lengur að dýrlingi sínum sem þeir sitja undir borðum á messudegi hans. Með óbragð í munni blóta þeir nýja guði sem hver um sig gæti verið Pokurinn sjálfur. Og þó. Kannski er þessu einmitt öfugt farið. Ætli skötuátið sé kaþólsk yfirbót, syndalausn í formi meinlæta? Telja sporðrennendur hugsanlega að leiðin að sælunnar reit sé vörðuð hinu súra, að lyktin af appelsínum, súkkulaði og greni sé aldrei sætari en strax eftir að jafnað hefur verið um þeffærin?

Hví ættu menn annars að hringja inn jólin í skötulíki?


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812