Aldarminning Hermanns Pálssonar

Í nýjum þætti Hugvarps er fjallað um Hermann Pálsson, einn áhrifa- og afkastamesta fræðimann á sviði íslenskra fræða á seinni hluta 20. aldar.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands efna til ráðstefnu í Veröld 26. maí næstkomandi, í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu Hermanns Pálssonar, prófessors við háskólann í Edinborg. Torfi H. Tulinius, prófessor og forseti Íslensku- og menningardeildar, segir okkur frá ráðstefnunni og Hermanni, en Torfi skrifaði grein um Hermann í nýjasta tölublaði Andvara.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

[fblike]

Deila