Engar stjörnur, gagnrýnendalið kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær 5 kvikmyndir á Stockfish sem hópurinn mælir með, og telur að áhugasamir kvikmyndaunnendur ættu að leggja sérstaka áherslu á að sjá meðan á kvikmyndahátíðinni stendur (sem er frá 1. til 11. mars). Listinn er þannig samsettur að þær myndir sem flest atkvæði hlutu raðast efst en allar fá gæðastimpil Engra stjarna.
1. A Fantastic Woman
Sebastián Lelio, Síle, 2017.
Marg-verðlaunuð og tilnefnd mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda. Aðalleikkona myndarinnar hefur verið sérstaklega verið lofuð fyrir hlutverk sitt, en hún er transkona sjálf eins og aðalpersóna myndarinnar. Myndin var m.a. tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda kvikmyndin og er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin.
Myndin fjallar um transkonuna Marinu sem missir unnusta sinn skyndilega og veröld hennar umbreytist í kjölfarið. Hún þarf að standa með sjálfri sér og berjast enn á ný við öflin sem hafa haldið henni aftur allt hennar líf.
Sýningartímar: 4. mars kl. 18:00, 5. mars kl. 20:15 og 6. mars kl. 18:00.
2. Loveless
Andrey Zvyaginstev, Rússland, 2017.
Eftir síðustu mynd sína Leviathan kemur leikstjórinn Andrey Zvyaginstev enn á ný fram með meistaraverk, nú um baráttu ástlausrar fjölskyldu. Myndin vann dómaraverðlaunin í Cannes og var tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda myndin. Myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna sem ‘Besta erlenda kvikmyndin’ árið 2018.
Zhenya og Boris ganga í gegnum grimmilegan skilnað sem einkennist af bræði, vonsku og gagnkvæmum ásökunum. Þau þrá að halda áfram með lífið og hafa bæði kynnst nýjum lífsförunautum. Þeim liggur á að byrja upp á nýtt og snúa við blaðinu jafnvel þótt það feli í sér að yfirgefa tólf ára son sinn Alexey. En eftir að verða vitni af rifrildi foreldra sinna, hverfur Alyosha…
Sýningartímar: 4. mars kl. 20:00, 5. mars kl. 20:00 og 6. mars kl. 18:00.
3. Before We Vanish
Kiyoshi Kurosawa, Japan, 2017.
Þrjár geimverur ferðast til jarðarinnar í þeim tilgangi að undirbúa allsherjarinnrás. Gistilífverurnar ræna hýsla sína sjálfi þeirra og skilja þá eftir í andlegu og tilfinningalegu tómi.
Sýningartímar: 3. mars kl. 22:30, 4. mars kl. 22:15 og 5. mars kl. 20:15.
4. Redoubtable
Michel Hazanavicius, Frakkland, 2017.
Ástarsamband hins heimsfræga leikstjóra Jean-Luc Godard og hinnar ungu leikkonu Anne Wiazemsky er fléttað saman við líf hans sem listamanns í þessari ævisögulegu gaman-drama mynd.
Sýningartímar: 3. mars kl. 20:00, 4. mars kl. 18:00 og 5. mars kl. 19:15.
5. ASPHYXIA
Fereydoun Jeyrani, Íran, 2017.
Yfir-hjúkrunarfræðingur á írönsku geðsjúkrahúsi í niðurníðslu lendir á milli konu, sem lögð er inn á sjúkrahúsið í slæmu ástandi, og eiginmanns hennar sem mögulega á sökina.
Sýningartímar: 8. mars kl. 22:00, 9. mars kl. 16:00 og 10. mars 22:15.
Bestu kveðjur, Engar stjörnur
[fblike]
Deila