Er hægt að tala um Guð?

[cs_text]
Það er sannarlega ögrandi áskorun að tala um Guð og þess vegna trú nú á dögum. Þetta á vissulega við um allan hinn vestræna heim en einmitt ekki hvað síst Ísland.
Hér ríkir um margt fjölbreyttur trúaráhugi, jafnvel svo að við erum stundum talin öðrum þjóðum trúaðri þótt það kunni nú að vera ofmælt. Umfjöllun um trúarheiminn í skólakerfinu er hins vegar takmörkuð. Upplýst og yfirveguð trúmálaumræða er líka sjaldgæf í fjölmiðlum og samfélaginu yfirleitt.
Nú geta flestir tjáð sig nokkuð opið um peningana og sexið.  Við erum á hinn bóginn enn feimin við að ræða um Guð.
Trúmálin eru því almennt falin í einhvers konar skuggaboxi djúpt í hugskoti okkar sem okkur er óljúft að opna fyrr en þá e.t.v frammi fyrir dauðanum (og svo auðvitað stundum á barnum þegar höftin hafa slaknað). Í hinu smáborgaralega samfélagi var löngum tabú að tala um þrennt: Trú sína, fjárhagsstöðu og kynlíf. Nú geta flestir tjáð sig nokkuð opið um peningana og sexið.  Við erum á hinn bóginn enn feimin við að ræða um Guð.

Hugtök á reiki

Vandinn við trúmálaumræðuna hér og nú liggur einkum í að tvö hugtök eru mjög á reiki í hugum okkar, þ.e. trú og Guð. Framhjá þeim verður á hinn bóginn ekki komist í nokkurri trú- og/eða lífsskoðunarumræðu af viti.

Vandinn við fyrra hugtakið er að sú skoðun virðist ríkjandi að öll trú sé óhjákvæmilega einhvers konar bókstafstrú. Af þessu leiðir síðan að sú/sá sem telur sig trúaða/n en hafnar bókstafnum er talinn einhvers konar loddari eða úlfur í sauðargæru. Hér er átt við bókstafstrú í víðri merkingu: bókstaflegan skilning á öllum textum Biblíunnar, burtséð frá formi þeirra, aldri og upprunamerkingu, sem og fullkomna samsömun með orðalagi kirkjulegra játninga og/eða kenninga sem kunna að hafa verið rofnar úr samhengi sínu og hugsanlega rangtúlkaðar og misskildar með ýmsu móti öldum saman.

Alltof oft ganga bæði trúaðir og vantrúaðir út frá að Guð sé ein allsherjar skýring á öllum óráðnum gátum okkar
Vandinn við seinna hugtakið er að alltof oft ganga bæði trúaðir og vantrúaðir út frá að Guð sé ein allsherjar skýring á öllum óráðnum gátum okkar hvort sem er í vísindum eða á öðrum sviðum, sem og allsherjar viðmið og grundvöllur undir siðfræði okkar og breytni (þótt hún kunni svo í raun og veru að vera ansi sjálfhverf þegar á reynir). Þetta er í raun mjög vitsmunalegt og rökrænt guðshugtak eða hvað gæti Guð verið annað, svona skynsamlega talað? Við þá spurningu glímdi t.d. þýski andspyrnuguðfræðingurinn Dietrich Bonhoeffer misserin áður en nasistar skutu hann í lok stríðsins.  Þá hafði hann frelsast undan trúnni  á þennan vélræna Guð (Deus ex machina) sem gripið er til þegar aðrar lausnir duga ekki. Í staðinn leitaði hann guðsskilnings sem hæfði veraldlegu samfélagi og myndugu mannkyni, kristindóms án frasa, klisja og hefða sem varðaði ekki aðeins tímalega og eilífa velferð hins trúaða einstaklings heldur gjörvalls mannkyns, samfélagsins og heimsins alls.[1]

Hugmyndirnar um trú sem bókstafstrú og Guð sem svar við óleystum gátum smætta bæði Guð og trúna og gera hvort tveggja að trívial fyrirbærum.

Deus ex machina er óþarfur

Vinnutilgátan Guð er bæði óþörf og ófrjó í þekkingarfræðilegri glímu okkar t.d. um uppruna alheimsins. Þar er völ fjölda annarra skýringa sem eru öllu hjálplegri. Um daginn rakst ég t.d. á vitnisburð manns sem lýsti lífsskoðun sinni svo:

Ég aðhyllist díalektíska efnishyggju. […]

Í díalektískri efnishyggju er gengið út frá því að hið efnislega er upphaf alls. Allt sem við köllum andlegt er bein afleiðing efnislegra ferla í líkamanum. Þetta er efnishyggjan. Díalektíkin þýðir að allt er breytilegt og allt er undir áhrifum frá einhverju öðru. Áhrifin og breytingarnar fara eftir eðli og aðstæðum: samspili ytri áhrifa og innri skilyrða. Breytingar eru megindlegar (kvantítatífar) og/eða eigindlegar (kvalítatífar): Þegar megindlegar breytingar eru orðnar visst miklar, þá verður eigindarbreyting.

Öll viðhorf, allar hugmyndir, bæði trúarlegar, pólitískar, siðferðislegar og aðrar, eiga einnig orsakir í efnislegum og díalektískum aðstæðum, í því félagslega umhverfi sem við ölumst upp í, sem aftur mótast, þegar öllu er á botninn hvolft, af eðli efnahagskerfisins. […]

Díalektísk efnishyggja er heildstæð lífsskoðun, sjálfri sér samkvæm, rökrétt og vísindaleg og kemst að mínu mati næst því að útskýra raunveruleikann, af þeim lífsskoðunum sem ég þekki.[2]

Að mínu mati býður díalektísk efnishyggja sem sé upp á alveg fullnægjandi skýringar á uppruna alheimsins að því tilskildu að hún rúmi það flæði milli orku og efnis sem mér skilst að nú séu viðtekin sannindi í vísindaheiminum.
Ef ég væri upptekinn af spurningunni um hvernig alheimurinn varð til (sem ég er raunar alls ekki) gæti ég vel fallist á skýringu á borð við þessa þótt sjálfur mundi ég vissulega orða ýmislegt öðru vísi. Að mínu mati býður díalektísk efnishyggja sem sé upp á alveg fullnægjandi skýringar á uppruna alheimsins að því tilskildu að hún rúmi það flæði milli orku og efnis sem mér skilst að nú séu viðtekin sannindi í vísindaheiminum. Í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum nú yfir um samband „sálar“ og líkama sem og psykó-sómatísk fyrirbæri af ýmsu tagi fellst ég alveg á að það sem við köllum andlegt kunni að vera afleiðing af efnislegum ferlum. Ég hef enda af guðfræðilegum ástæðum lengi efast um að til sé eitthvert sjálfstætt fyrirbæri sem rísi undir öllu því sem í hugum margra hangir á orðinu sál. Þá er nánast óumdeilanlegt að öll „ […] viðhorf, allar hugmyndir, bæði trúarlegar, pólitískar, siðferðislegar og aðrar eiga einnig orsakir í efnislegum og díalektískum aðstæðum, í því félagslega umhverfi sem við ölumst upp í […]“ — a.m.k. að verulegu leyti.

Þessi vitnisburður um lífsskoðun opnar sem sé að mínu viti frjóa leið til að svara spurningum um uppruna alheimsins (t.d. í Miklahvelli), skýra eðli okkar manna sem sál-líkamlegrar heildar og draga fram mikilvægi félagslegrar og menningarlegrar mótunar.

Það sem truflar mig aftur á móti í vitninsburðinum er sú útilokun og altæka krafa til sannleikans sem í honum felst. Vitnisburðurinn býður ekki upp á neitt verulega frjótt samtal við þau sem aðhyllast kunna aðrar skoðanir, rúmar engan vafa eða efa og felur í sér altæka skýringu á tilveru okkar allra og alheiminum sem við lifum í. Hann fer meira að segja út í nokkuð spekúlatíf smáatriði sem óinnvígðir eiga e.t.v. erfitt með að meðtaka samanber þetta:

Díalektíkin þýðir að allt er breytilegt og allt er undir áhrifum frá einhverju öðru. Áhrifin og breytingarnar fara eftir eðli og aðstæðum: samspili ytri áhrifa og innri skilyrða. Breytingar eru megindlegar (kvantítatífar) og/eða eigindlegar (kvalítatífar): Þegar megindlegar breytingar eru orðnar visst miklar, þá verður eigindarbreyting. [Leturbr. HH][3]

Öll þau fomlegu einkenni sem hér hefur verið bent á einkenna bókstafstrú. Auðvitað held ég því þó ekki fram að þessi tilvitnuðu orð séu trúarvitnisburður. Þar hlýt ég að virða sjálfsákvörðunarrétt höfundarins. Hann kveðst ekki aðhyllast trú heldur lífsskoðun.  — Svo er spurning í hverju munurinn er fólginn.

Aðrar leiðir

Ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur hefur reynst mér óþrjótandi brunnur visku, speki og ljóðrænnar nautnar síðan það kom út í fyrra.[4] Þar er að finna ljóð sem er inni á svipuðum brautum og vitnisburðurinn sem vitnað er til hér framar og nefnist „Upphafsorðið“:

Upphafið var dauðakyrrt
autt og tómt

Svartamyrkur
grúfði yfir tóminu

Tómið var ekki galtómt.
Það var ljósvaki í því.
Hann bærði á sér
og til varð kraftur
þyngdarkrafturinn.

(Við megum
ef við viljum
kalla hann Guð)

Fyrir tilverknað þyngdarkraftsins
hóf ljósvakinn upp raust sína
og sagði

VERÐI LJÓS!
Þegar ljósið sprakk út
varð mikill hvellur!

Við heyrum enn
daufan enduróminn.[5]

Bæði hér og í vitnisburðinum margnefnda er gengið út frá því að við lifum í enduróminum af Miklahvelli og að það móti tilveru okkar niður í kviku. Í ljóði sínu heldur Vilborg samt ýmsum dyrum opnum, útilokar fátt en slær þó litlu föstu.

Í ljóði sínu heldur Vilborg samt ýmsum dyrum opnum, útilokar fátt en slær þó litlu föstu.
Hjá henni má jafnvel merkja glens og gáska, ekki síst í því að hún tileinkar ljóðið Stephen W. Hawking. Ekki veit ég hvort þau sem aðhyllast díalektíska efnishyggju finna hugarheimi sínum stað í ljóðinu né hvort þau samþykkja að höfundurinn geti vel verið ein af þeim. Það er fátt sem virðist útiloka það nema  þá að Vilborg viðurkennir að við búum ekki yfir fullkominni þekkingu á tilurð og eðli alheimsins. Það sé ýmislegt sem sé enn óþekkt, tilvera manns og heims sé enn örlítið leyndardómsfull og óhætt sé að viðurkenna það og sýna þar með örlitla auðmýkt frammi fyrir lífsgátunni. Ég er ekki á því að Vilborg bjóði upp á Guð (og þar með væntanlega sköpun í hefðbundinni bókstafstrúarlegri merkingu) þótt hún staðhæfi að við megum ef við viljum kalla hið óþekkta því nafni. Það virkar fremur sem þrákelkni, ögrun eða bara góðlátleg stríðni í garð Hawkings og skoðanasystkina hans sem henni kann að virðast full viss í sinni sök.

Leyndardóminum lýsir Vilborg sjálf á býsna dýnamískan máta:

Tómið var ekki galtómt.
Það var ljósvaki í því.
Hann bærði á sér
og til varð kraftur
þyngdarkrafturinn.[6]

Ljóðmyndin virðist svo sem alveg rúmast innan hinnar hefðbundu kraftfræði. Út í gegnum ljóðið stendur þó opin gátt sem verður víða fyrir í ljóðum Vilborgar og henni virðist fullkomlega eðlilegt að skilja svo eftir. Þessi opna hálfa gátt er í mínum huga trúarleg og líkingin vel til þess fallin að skýra hvað trú er og hvað í henni felst.

Að minni hyggju er trú hugboð um að tilvera okkar búi yfir einhvers konar hæð, dýpt eða breidd sem ekki verði mæld með viðteknum einingum; von um að í henni eða að baki hennar búi markmið eða tilgangur og tilfinning fyrir því að handan veruleikans kunni að búa óræður leyndardómur sem við „[…] megum ef við viljum kalla […] Guð […]“ svo enn sé vísað til Vilborgar.  Þar sem ég aðhyllist sjónarmið af þessu tagi greinir mig á við þann fulltrúa díalektískrar efnishyggju sem vísað var til hér framar þótt ég taki svo sannarlega ofan hattinn fyrir ýmsum þáttum í heimsmynd hans.[7]

Með þessu vildi ég sagt hafa að trú sé viðurkenning á því að tilvera okkar sé stærri og meiri en skynsemi okkar ein og sér rúmar eða ræður við.[8] Þess vegna getur trúmaður að mínu viti aldrei sett „Q.E.D.“ í lok vitnisburðar síns líkt og sá sem aðhyllist díalektíska efnishyggju sbr. hér framar:

Díalektísk efnishyggja er heildstæð lífsskoðun, sjálfri sér samkvæm, rökrétt og vísindaleg og kemst […] næst því að útskýra raunveruleikann […]

Trúmaður sem staðhæfðir eitthvað þessu líkt smættar trú sína og raunar alla trú. Trú án virðingar fyrir hinu óþekkta er einfaldlega engin trú.

Trú án virðingar fyrir hinu óþekkta er einfaldlega engin trú.
Trúmaðurinn hlýtur að viðurkenna að öll trúarbrögð — líka hans eigin — séu einungis ytri form, menning og málfar trúarinnar til þess fallin að tjá leyndadóma tilverunnar en ekki til að túlka hana endanlega. Skiptir þá litlu hvort um er að ræða uppruna alheimsins (sem er ekki trúarleg spurning í mínum huga) eða tilgang mannlegs lífs (sem er há-trúarleg spurning).[9] Með þessu er því ekki hafnað að játningar og kennisetningar t.d. kristinnar kirkju rúmi ýmis konar djúp sannindi.  Í þessari afstöðu felst aðeins það að þetta sem við „[…] megum ef við viljum kalla […] Guð“ sé stærra og dýpra en við getum skynjað, skilið eða tjáð.

Hér hefur verið vikið að tveimur leiðum til að nálgast innsýn í alheiminn, leið ljóðsins og leið trúarinnar sem eiga sitthvað sameiginlegt en eru þó ólíkar um margt.

Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður geti hætt og spottað Vilborgu Dagbjartsdóttur fyrir að tjá heimskulega afstöðu í ljóði sínu um upphafsorðið. Væri það samt sem áður gert segði það tvímælalaust meira um spottarann en skáldið. Þessu er dálítið öðru vísi farið með trúna eins og við öll vitum. Skýringin er að mínu áliti sú að öll smættum við bæði Guð og trúna, hvort sem við teljum okkur trúuð eða trúlaus. Við umgöngumst Guð eins og skýringartilgátu og trúna eins og tæmandi kenningarkerfi og setjum sjálf okkur í dómarasæti yfir hvoru tveggja.

Guð — við hvað er átt?

Einn af þeim sem tekið hefur áskoruninni að ræða opið um Guð í nútímanum er bandaríski presturinn, rithöfundurinn og fyrirlesarinn Rob Bell sem hér var á ferð á dögunum. Í tilefni af heimsókninni kom út bók hans What We Talk About When We Talk About God (2013) í íslenskri þýðingu.[10]

robbell-250px

Í upphafsköflum bókarinnar glímir höfundur við að fella guðshugtakið og hina sálrænu og/eða andlegu vídd mannsins að heimsmynd nútímavísinda. Þar gerir hann í löngu máli svipaða tilraun og Vilborg Dagbjartsdóttir gerir í þéttri ljóðmynd í „Upphafsorðinu“. Við lestur þessara kafla vaknar oft sú áleitna tilfinning að höfundur dragi Deus ex machina upp úr verkfærakistu sinni og skelli Almættinu fram sem vinnutilgátu þegar annað þrýtur. Líklega fer hann þó aldrei alla leið en gengur þó mjög langt í að færa rök fyrir því að Guð búi í tómarúminu á milli smæstu eininga efnisheimsins eins og þeim er lýst í kjarneðlisfræðinni. Um sumt minnir aðferð hans á hina holografísku heimsmynd  sem var mikið til umræðu á lokaáratugum liðinnar aldar en með henni voru gerðar ýmsar tilraunir til að sætta eða samþætta sjónarhorn trúarbragða og mystíkur annars vegar en raunvísinda, ekki síst eðlisfræði, hins vegar.[11] Í síðari köflum bókarinnar nálgast Bell síðan sértækari þætti kristinnar trúar og þá einkum og sér í lagi boðskapinn um Krist.

Margt í stíl og framsetningu höfundar er raunar til þess fallið að pirra þau sem búast við að hér sé á ferðinni hefðbundið rit í guðfræði eða jafnvel trúfræði. Bókin er þó öll ögrandi og hressandi lesning fyrir okkur sem höfum þessa lúmsku tilhneigingu að smætta trúna innanfrá ef svo má að orði komast.

Það sem ég tel þó ferskast við bókina er að í henni er víða varað við að reisa eldveggi milli efnislegs og andlegs, veraldlegs og trúarlegs, vitsmunalegs og tilfinningalegs eða hvar annars staðar sem við viljum staðsetja skilrúmin sem mörgum okkar er svo eiginlegt að reisa um tilveruna þvera og endilanga. Það er eitthvað svo óendanlega þreytandi og geldandi við andstæðuhyggju af því tagi. Segja má að grunnsýn Robs Bell felist í  þessum orðum:

En þegar við tölum um Guð þá erum við að tala
um þá einföldu staðhæfingu að allt eigi sér eina,
sameiginlega uppsprettu og sé óendanlega og
innilega tengt.

Við erum tengd þessu, við öll.
Allt skiptir máli,
og allt er tengt.[12]

Hvað sem öðru líður er þetta dágott guðfræðilegt innlegg í vistfræðiumræðu samtímans en á niðurstöðu hennar veltur sameiginleg framtíð okkar allra.

[line] [1] Hjalti Hugason, „Öðruvísi stríðsárabók“, hugras.is, 4. janúar 2016, sótt 17. september 2016 af https://hugras.is/2016/01/odruvisi-stridsarasaga/.
[2] Vésteinn Valgarðsson, „Díalektísk efnishyggja: DíaMat“, vantru.is, 10. desember 2015, sótt 17. september af https://www.vantru.is/2015/12/10/09.00/.
[3] Sama heimild.
[4]  Vilborg Dagbjarsdóttir, Ljóðasafn, Reykjavík: JPV útgáfa, 2015. Sjá og Hjalti Hugason, „Ljóðin hennar Vilborgar“, hugras.is, 18. maí 2016, sótt 17. september af https://hugras.is/2016/05/ljodin-hennar-vilborgar/
[5] Vilborg Dagbjartsdóttir, Ljóðasafn, bls. 241.
[6] Athyglisvert er að bera þessa ljóðrænu mynd Vilborgar saman við framan tilvitnuð orð: „Breytingar eru megindlegar (kvantítatífar) og/eða eigindlegar (kvalítatífar): Þegar megindlegar breytingar eru orðnar visst miklar, þá verður eigindarbreyting.
[7] Sjá Hjalti Hugason „Guð eða Miklihvellur“, hugras.is, 30. janúar 2016, sótt 17. september 2016 af https://hugras.is/2016/01/gud-eda-miklihvellur/.
[8] Sven-Gösta Holst, „En rimligare värld?“, En rimligare värld. Ritstj. Sven-Gösta Holst, Örebro: Bokförlaget Libris, bls. 9–20, hér 17.
[9] Sven-Gösta Holst, „En rimligare värld?“, bls. 18
[10] Rob Bell, Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð. Ísl. þýð. Grétar Halldór Gunnarsson, Reykjavík: Skálholtsútgáfan, 2016.
[11] Ken Wilber, „Fysik, mystik og det nya holografiska paradigmet“, Det holografiska paradigmet och andra paradoxer: Ett utforskande av naturvetenskapens frontlinje. Ritstj. Ken Wibler, sænsk þýð. Gunnar Gällmo, Gautaborg: Bokförlaget Korpen, 1988, bls. 159–186.
[12] Rob Bell, Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð, bls. 118–119. — Uppsetningin er dæmi um það sem pirraði þennan lesanda![/cs_text]
Um höfundinn
Hjalti Hugason

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. Sjá nánar

[cs_text][fblike][/cs_text]

Deila

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812