Rýni: Fjölskylda, ofskynjun og upplifun



[container] „Englaryk, einnig kallað PCP, er eiturlyf sem meðal annars veldur ofskynjunum.“

Svo hljóðar fyrsta niðurstaðan sem fæst ef orðinu englaryk er slegið upp á leitarsíðu. Englaryk er einnig titill nýútkominnar skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur sem fjallar um táningsstúlkuna Ölmu og fjölskyldu hennar. Frásögnin hleðst upp í kringum fjarstæðukennda upplifun stúlkunnar en hún hittir Jesú á förnum vegi í sumarfríi fjölskyldunnar á Spáni. Í kjölfarið er saga fjölskyldunnar sögð en atferli Ölmu eftir vitrunina hvetur aðra í fjölskyldunni til að stunda sjálfskoðun. Titill bókarinnar hefur margar vísanir, meðal annars fer Alma að sjá heiminn í dýrðarljóma eftir uppákomuna með Jesú og í frásögninni er íhugað hvort um ofskynjanir hafi verið að ræða eða hvort sköpunarverkið sé í raun og veru fullkomið. Með þessum og öðrum hætti er tilvistarspeki hugleidd á einstaklega manneskjulegan hátt. Lesandi er knúinn til þess að hugleiða upplifun Ölmu sem raunverulega en um leið hika aðrar persónur sögunnar við útskýringar hennar og trúa henni ekki, og lesandi þarf einnig að taka tillit til þeirra skoðana. Þannig er daðrað við hið fantasíska, því ekki er vitað hvort atburðurinn átti sér stað, hvort að raunveruleikalögmálin hafi riðlast, eða hvort Jesú fundurinn sé tálsýn eða skynvilla geðveikrar manneskju.

Þó að upplifun Ölmu sé miðlæg í frásögninni þá er sagan ekki einskorðuð við hana. Hver og einn fjölskyldumeðlimur fær sitt rými. Þó að frásögnin sé línuleg röð atburða sem gerast á einum vetri er oft skyggnst inn í huga persónanna sem minnast og íhuga fortíðina og er þannig flakkað fram og aftur í tíma. Minningar persónanna hafa oft meðferðarlegt gildi fyrir þau, enda er einn vettvangur frásagnarinnar sálfræðimeðferð fjölskyldunnar. Fjölskyldurfaðirinn Pétur fær sálgreinandann Snæfríði til þess að taka fjölskylduna í meðferð og von hans er að hún nái að tjónka við Ölmu.  Í einhverjum skilningi er Englaryk falleg fjölskyldusaga og það er hressilegt að margar persónanna eru börn. Þau þjóna ekki þeim tilgangi að segja á allegórískan hátt sögu foreldra sinna heldur eru þau fullgildar persónur og þeirra reynsluheimur og rödd skiptir meginmáli. Einnig sleppur lesandi við kliskjukennda umfjöllun um börn því þó að þau virðist saklaus á yfirborðinu eru þau jafn mannleg og foreldrar þeirra og búa til jafns við þau yfir brestum og fegurð.

Í Englaryki má greina ádeilu á tvískinnunginn sem einkennir trúmál á Íslandi sem og vangaveltur um fjölskyldu og samfélag og hvernig einstaklingar þrífast innan þess. Stíll Guðrúnar Evu er raunsæislegur og hnitmiðaður, en textinn er töfrandi og á lævísan máta heldur hann lesanda allt til loka. Þessi sallafína og einfalda saga er stærri en hún gefur sig út fyrir að vera og á eflaust eftir að ásækja lesendur sína, líkt og fleiri sögur Guðrúnar Evu hafa gert.

Guðrún Helga Sigurðardóttir, meistaranemi í almennri bókmenntafræði.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1112

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

20001

20002

20003

20004

20005

20006

20007

20008

20009

20010

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

20011

20012

20013

20014

20015

20016

20017

20018

20019

20020

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

20036

20037

20038

20039

20040

20041

20042

20043

20044

20045

20046

20047

20048

20049

20050

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

20051

20052

20053

20054

20055

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

20056

20057

20058

20059

20060

20061

20062

20063

20064

20065

news-1112