Myndlistarmaðurinn sem skrifar og rithöfundurinn sem teiknar

 

[container] Ég er á leið til fundar við Kristínu Eiríksdóttur rithöfund. Tilefnið er nýútkomin bók hennar, KOK, sem kemur út undir merkjum JPV. Bókin inniheldur ljóð og myndverk en Kristín er myndlistarmenntaður rithöfundur. Blámóðan – þessi ógn sem er svo ljóðræn að maður þarf að einbeita sér að því að taka hana alvarlega – fyllir vitin þegar ég hjóla í gegnum bæinn. Allt í einu finnst mér það mjög viðeigandi, eins og beint upp úr ljóði eftir Kristínu; persóna sem andar að sér blárri móðu. Ég dreg djúpt andann – þvert á öll læknisráð – eins og ég haldi að það muni hjálpa mér að komast í hið rétta ástand fyrir viðtalið. Kristín tekur á móti mér á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég er með blámóðubragð í munni og þigg kaffi. Á meðan Kristín hellir upp á og áður en eiginlegt viðtal hefst, tölum við um ketti, vefnað, ömmu hennar og alnöfnu, Kristínu Eiríksdóttur og ýmsa muni úr hennar smiðju. Við tölum um það að finna fyrir nærveru látinna en að við séum annars lítið í kukli. Kristín segir mér frá afar sterkum, myndrænum draumi sem hana hafði dreymt nóttina áður – en að hún velti sér alla jafna ekki mikið upp úr draumum. Við tölum um ömmu mína og nöfnu, Margréti og hringinn hennar sem ég ber og hvernig ég finn stundum fyrir nærveru hennar þrátt fyrir að hafa aldrei hitt hana. Kristín stekkur á fætur og sækir hring ömmu sinnar og setur hann á fingur sér. Þá getur viðtalið hafist. Við sitjum þarna fjórar, Kristín, Margrét, Kristín og Margrét. Ég opna forritið Garage Band á tölvunni minni, til þess að taka upp viðtalið og segist ekki hafa notað það síðan ég fór til spákonu fyrir nokkrum árum. „Já, þú ert ekkert í kuklinu?“ segir Kristín og við hlæjum – ekki í síðasta skiptið.

M: Ég var að fatta að þú átt tíu ára rithöfundarafmæli, er það ekki rétt?

K: Heyrðu, nösk ertu. Jú, það er rétt.

M: Sem útgefinn höfundur?

K: Jú, akkúrat. Ég var 23 ára þegar ég gaf út Kjötbæinn (2004) sem er einmitt líka ljóðabók með teikningum. Þannig að ég er komin í hring.

M: Já, ég var einmitt að hugsa þegar ég las KOK, að Kjötbærinn er með teikningum og líka Annarskonar sæla (2008).  En samt fannst mér einhvern veginn eins og Kjötbærinn og Húðlit auðnin (2006) væru skyldari, svona systur.

K: Þær eru systur.

M: Og þá fannst mér eins og Annarskonar sæla væri búin að eignast systur núna með nýju bókinni?

K: Það er alveg rétt. Algjörlega.

M: En samt fannst mér eins og KOK væri … ég myndi kannski ekki segja mínimal en mér finnst hún samt á einhvern hátt mínimalískari en Annarskonar sæla.

K: Hún er líkari Kjötbænum að því leyti að Kjötbærinn er líka á einhvern hátt … allavega myndrænt séð, mínimalískari. Ég vinn þær svolítið svipað að því leyti að ég er að vinna teikningar og texta alveg samhliða. Myndirnar eru í raun hugsaðar sem næsta erindi eða næsta vers á meðan að í Annarskonar sælu skellti ég svolítið inn myndum sem mér fannst eiga við og voru frá sama tímabili en það var einhvern veginn meiri myndskreyting. Kjötbærinn og KOK eru unnar sem myndverk meira, í mínum huga.

M: Þannig að myndirnar eru eins og ljóð í bókinni?

K: Já og eiga aldrei að endurtaka ljóðin. Mér finnst ljóðin vera miklu tengdari myndlistinni heldur en skáldsagnagerð eða smásagnagerð. Það er önnur iðn og það er iðn sem mér finnst nátengd – ef maður getur talað um list sem iðn – svona „practice-ið“, hvernig segir maður „practice“? Framkvæmdin? Það er ógeðslega ljótt …

M: Ástundunin? Nei, samt ekki …

K: Já, ástundunin nær því best kannski.Ástundunin er þannig að mér líður eins og ég sé að teikna og þegar ég er að vinna ljóð þá er ég að vinna frá annarri heilastöð sem er miklu tengdari áferð og lit og svona efniskennd almennt. Þegar ég er að skrifa 300 blaðsíðna bók þá get ég ekki hvílt í þessari efniskennd. Hún er þarna og ég nota orð þannig – það er mín nálgun – en maður er stundum bara að skrifa einhverja  kafla og þeir verða að vera þarna út af sögunni. Í ljóðinu losnar maður algjörlega við söguna, hún er samt þarna – en á miklu ómeðvitaðra plani.

M: KOK er eiginlega ljóðabálkur?

K:  Já, hún er það. Þetta er í raun eins og eitt ljóð.

M: En svo verða samt kaflaskil?

K: Með hástöfunum. Það er bara „Capslock“ og þá kemur tónbreyting en þetta er allt sama ljóðið. Það er ekki punktur fyrr en í endann.

M: Já, einmitt!

K: Og ljóðið byrjar líka áður en að bókin byrjar vegna þess að hún byrjar ekki á stórum staf.

M: Nei, það er eitthvað sem er ósýnt.

K: Já …

(Þögn og svo flissum við báðar.)

M: Byrjunin kemur kannski einhvern tíma út á B-hlið?

K: Það kemur B-hlið, klárlega. Ég er að bíða eftir símtali frá Forlaginu af því að hún átti að koma úr prenti í dag. Ég er rosa hrædd. Maður er svo hræddur við gripinn. Þetta er bara búið að vera eitthvað svona skjal.

(Kristín stendur upp og gengur að tölvunni til þess að sýna mér bókarkápuna.)

K: Þegar sögur eru sagðar í viljaleysi þá er ekkert plott. Mér finnst það svo skemmtilegt að það er ekki plott í ljóðabókum – en það er samt – af því að það er plott í öllu sem manneskjur gera. Við erum með innbyggð plott sem brjótast fram. Þess vegna er ég í raun svolítið á móti því, allavega fyrir sjálfa mig, að plotta vegna þess að plottið er einhvern veginn í frumunum.

M: Eru teikningarnar vatnslitamyndir og „collage“?

K: Já það er pínu „collage“, vatnsuppleysanlegt túss og vatnslitir. Það er miklu meiri leikur í myndunum út af því að það eru svo mismunandi efni sem ég nota en þegar maður prentar þær þá verður þetta allt bara sami svarti tónninn. En ég sýni þær núna í Rennunni í Týsgallerí, og líka myndir sem komust ekki í bókina.

M: Og vannstu þær alveg samhliða textanum?

K: Já, og bókin breyttist eftir myndunum. Ég var kannski með einhvern texta og fór svo að gera einhverjar myndir við og þá breyttist textinn þannig að þær tala líka saman sín á milli. Það er ekki bara þannig að ég aðlagi myndirnar að textanum þannig að myndirnar megi ekki segja það sem textinn gerir. Það er líka þannig að ef ég geri mynd sem mér finnst segja eitthvað betur heldur en einhver setning, þá tek ég setninguna út, skilurðu?

Mér finnst líka mjög gaman að vinna þetta svart-hvítt út af því að textinn er náttúrlega teikning líka. Ég var stundum að hugsa það þegar ég var að vinna þessa myndir, vegna þess að þetta er svolítið djúp, sálfræðileg bók, þannig, að ef hún ætti að fara til þerapista þá myndi hún frekar fara til sálgreinanda heldur en til atferlissálfræðings. Hún fengi meira út úr því. (Hlær.)

En mér fannst myndirnar vera stundum svolítið eins og svona Freudískar, þú veist, blotch-myndir, hvað heita þær aftur?

M: Já, svona Rorschach?

K: Já, Rorschach. Sérstaklega kannski eins og kápan. Ég hef líka prófað að sýna fólki þær og það sér svolítið misjafna hluti út úr sumum myndanna. Út af því að þær eru alltaf á þessum mörkum að vera fígúratívar og abstrakt og stundum fara þær alveg út í abstrakt og stundum alveg í fígúratívt.

M: Já, það voru nokkrar myndir þarna sem mig langaði að spyrja þig út í. Ég fékk þörf fyrir að skilja og vita svarið við þeim.

K: En þá er það náttúrlega einmitt þetta – eins og með þessar Rorschach-myndir … maður spyr ekki sálgreinandann eða þú veist, það myndi samt segja mjög mikið um mann ef maður myndi spyrja. (Skellihlær.)

M: Já, ég á náttúrlega bara að spyrja sjálfa mig, hvað ég sé. En já, tíu ára rithöfundarferill og svo ertu mjög stabíll höfundur af því að þú gefur út annað hvert ár.

K: Já. Geri ég það?

M: Já, 2004, 2006, 2008 , 2010, 2012 og nú 2014.

K: Já … já.

M: Og svo náttúrlega leikrit líka inn á milli.

K: Já og eitthvað nám.

M: En byrjaðirðu á þessari bók eftir Hvítfeld?

K: Sko, eins og ljóðabækur eru hjá mér þá var þessi bók til í einhverri versjón þar sem öll orðin eru öðruvísi, þú veist, fyrir fimm árum. Hún er bara búin að breytast. Það er miklu lengra ferli að vinna ljóðabók á meðan maður dúndrar út smásögu. Og svo er eitthvað í henni sem er bara nýtt þannig að ég veit það ekki, hún er búin að vera með mér mjög lengi og mig er búið að langa mjög lengi að gera þetta. Fyrir mér er þetta svolítið myndlistarverk, þessi bók.

M: Meira en hinar?

K: Já og það er rótin mín. Það er þaðan sem ég kem. Þegar ég byrjaði að skrifa prósa þá vissi ég ekki hvort ég gæti það. Þegar ég skrifaði fyrstu smásögurnar mínar þá var ég í mastersnámi úti í Kanada, í myndlist og teikningu, og ég fer að skrifa prósa og það kom mér svolítið á óvart. Ég hélt einhvern veginn að ég myndi ekki gera það. Ég hélt alltaf að ég yrði að gera teikningar og skrifa ljóð og einmitt leikrit hefði verið lógískara á þeim tíma. En svo byrjaði ég að skrifa prósa og þá allt í einu kemur í ljós að það er eitthvað sem mér finnst rosalega skemmtilegt. En þetta er svona „back to basics“ af því að þetta er það sem ég hef gert frá því að ég var barn: Teikningar og ljóð.

M: En ef þetta eru svona tvær ólíkar rásir; prósinn og ljóðið, hvar er þá leikritunin, er það þriðja rásin?

K: Það er bara ótrúlega þægileg blanda af öllu. Vegna þess að þá er maður að segja sögu með upphafi miðju og endi á einhvern hátt. Þannig að það hefur einhverja eiginleika úr skáldsögunni, maður þarf að hafa þessa yfirsýn og maður þarf að geta búið til persónur sem maður þarf ekki að gera í ljóðum – eða myndlist. Maður þarf að gera einhverja persónur sem að fólk nennir að stíga inn í í einn til þrjá klukkutíma.

M: Já, sitja með og mega ekki fara.

K: (Hlær.) Já, maður er lokaður inni sem er mjög skemmtilegt í leikhúsi. En svo er þetta sem er tengdara ljóðunum – sem mér finnst svo heillandi við leikhúsið – er að fyrir höfund er þetta svo mikill draumur. Maður kemur inn og það eru allir að staglast á orðunum manns. Í hvert skipti sem þau eru sögð bætist eitthvað við eða það fer eitthvað í burtu. Þetta er í raun svo lifandi vettvangur fyrir texta á meðan að það er pínu jarðarför að gefa út bók af því að þú getur ekki breytt textanum. Alltaf þegar ég er búin að senda bók í prent þá er ég full eftirsjár yfir einhverju sem ég hefði viljað breyta – sem mætti fara betur. Og það er í raun ekki fullkomnunarárátta eða löngun til þess að halda áfram að vera einhver pedant og vinna í textanum. Heldur bara vegna þess að ég sakna textans, vegna þess að hann er dáinn. Ég þarf að eignast nýjan vin en í leikhúsinu þá skrifar maður textann og hann verður bara eitthvað samfélag. Það er fullt af fólki sem kemur inn og er með skoðanir á honum og maður fer að breyta honum alveg þangað til að leikararnir þurfa að fara að læra hann. Og svo getur maður fylgst með leikstjóra sem klippir út eða sendir manni línu og segir að það vanti sárlega mónólóg hérna eða einhverja skýringu. Þetta er í raun bara eins og með vatnslitamyndir að ég er ótrúlega ánægð með þær á meðan þær eru ennþá blautar og ennþá að leka og litirnir ennþá að breytast og það er svona diskó. Svo sé ég þær daginn eftir og þær eru bara svona mattar og mann langar mest að hella glimmeri yfir þetta allt saman vegna þess að það er ekki hreyfing í þeim lengur. En síðan finnst mér eiginlega flottasta listformið – eða það sem ég er svo hrifin af núna – vera dansinn af því að það eru ekki orð og samt eru sögur og persónur og maður getur ekki neglt neitt niður í höfðinu. Þetta er svona andlegasta listformið. En ég er alltaf föst með þessi orð, þannig að þetta er kannski bara eitthvað daður við dansinn að vilja vinna í leikhúsi.

(Kristín stendur upp og fer að gera eitthvað inni í eldhúsi.)

K: Ég er sko með ADHD þess vegna er ég eitthvað á hreyfingu.

M: Já. Ertu með ADHD?!

K: Já, geðveikt.

M: Ertu búin að fá greiningu eða er þetta bara eitthvað sem þú segir?

K: Nei, ég bara hætti í grunnskóla og fékk greiningu þegar ég var 15 ára. Ég var bara með þeim fyrstu.

M: Þú startaðir tískubólunni?

K: Ég startaði tískubólunni og er alveg með svona blússandi ADHD. (Hlær.)

M: En hvernig er það, burtséð frá því hvort þú ert með ADHD eða ekki, hvernig eru vinnudagarnir?

K: Sko, bara eins og ég var að segja þér þetta með plottið, þá erum við öll með einhverja rútínu í frumunum okkar en það er hinsvegar bara einhver ranghugmynd í þessu samfélagi að allir séu með sömu getuna. Að allir vilji vakna kl. 7 og vinna í átta tíma og borða þetta og fara að sofa þarna og allir geti þetta.  Það er hins vegar held ég bara minnihluti sem þrífst við þessi skilyrði. Og ég reyni að hugsa þetta þannig. Þetta er eitthvað svona kapítalískt hugtak, þetta að vakna og vinna og einhvern veginn að geta þannig lifað sáttur með sjálfum sér. Ég hef alltaf þurft meiri svefn heldur en gengur og gerist. Og það er búið að taka mig langan tíma að sætta mig við það. Ég veit ekki hver er að segja þetta eða hvaðan þetta kemur en það er ofboðslega svona: Við eigum að sofa í átta tíma – í mesta lagi! Ef maður sefur meira eða minna þá á maður dálítið að skammast sín. Það er búið að taka mig langan tíma að átta mig á því að ég þurfi, þú veist, níu tíma.

M: Guð minn góður!

K: Svo vinn ég í svona lotum sem eru stundum á morgnana. Núna er það svolítið mikið á morgnana. Ég hef líka tekið lotur sem eru eftir miðnætti og stundum vinn ég klukkan fjögur – það er engin regla á því. En það er ekki kaos heldur vegna þess að afköstin eru alltaf þau sömu.

M: Og greinilega mjög regluleg ef maður horfir á útgáfuárin.

K: Já, mjög regluleg og þess vegna segi ég að við erum öll með rútínu. Manneskja með aðra rútínu en ég myndi horfa á mig og segja að ég væri ekki með rútínu og þá gæti ég sagt: Nei, þú ert ekki með rútínu.

M: Já, en gengurðu ekki líka í gegnum tímabil þar sem það er bara ekkert að gerast?

K: Ég tek aldrei frí, beinlínis. Ég er aldrei ekki að vinna í neinu og mér líður best þannig. Auk þess sem þetta er flókið út af því að einhvers staðar er vinnan mín líka bara viðbragð við lífinu, stundum er það varnarmekanismi. Ég fær hræðilegar fréttir og bara: „SSHHH!!!“ (bendir ímyndaðri manneskju að bíða á meðan hún leikur að hún sé að pikka inn á tölvu. Mikill hlátur.)

M: En lestu mikið?

K: Það er rosalega misjafnt. Það kemur í svona syrpum. Sérstaklega ef ég er að vinna í einhverju sjálf. Ég tala nú ekki um ef ég er að skrifa skáldsögu þá er ég bara hrædd við að lesa. Og ef ég er að vinna prósa eða leikrit jafnvel, þá er ég meira að lesa einhverjar greinar.

M: Hrædd við áhrif?

K: Já, ég er svo rosalega áhrifagjörn að ég gæti alveg endurskrifað einhverja bók, óvart. Fólk lendir í því. Fær bara einhverja æðislega hugmynd og leggur í það nokkur ár og svo kemur í ljós að það skrifaði bara einhverja útgefna bók, Grasið syngur.

En jú jú, ég er ekki svona lestraróð, sko. Og ég þarf að vera rosalega hrifin af bókinni til þess að lesa hana. Ég er með svo selektíva athyglisgáfu. Hún velur fyrir mig og slekkur á ef mér finnst eitthvað ekki nógu skemmtilegt.

M: En af því að textarnir eru mjög svona sálfræðilegir eða það er mikil sálfræði … jú, er það ekki?

K: Sálgreining. Við skulum tala um taugaáfall og ekki geðrof.

(Hlæjum.)

M: Eitthvað meira abstrakt.

K: Svona fínna.

(Hlæjum.)

M: Nei, ég var bara að pæla hvort þú hefðir mikinn áhuga eða læsir mikið Jung, til dæmis?

K: Já, en ég get aldrei lesið mikið Jung í einu. Eins og með William Burroughs eða höfunda sem ég er svo hrifin af. Ég les bara nokkrar málsgreinar og verð svona uppnumin. En ég er alltaf með Jung í seilingarfjarlægð. En þessi áhugi … maður er alltaf að vinna úr einhverri persónulegri reynslu líka og það hljómar rangt að segja að ég hafi áhuga á því. Það er meira bara þaðan sem ég er að koma. Ég hef þurft að hugsa um þessa hluti.

M: Akkúrat. En nú er ég með það á heilanum að þú eigir tíu ára rithöfundarafmæli …

K: Ég er svo ánægð að heyra þig segja þetta vegna þess að ég er búin að vera að hugsa þetta og ekki að segja það. Mér finnst eitthvað karlagrobbið við það þannig að ég er ofsalega glöð að einhver annar segi það, þá fæ ég að vera með svona pínu karlagrobb en samt svona kvenlega auðmjúk. Svona „já, það er nú reyndar rétt“.

M: Svona „Mikið ertu nösk … “

(Hlæjum.)

M: Nei, það er merkilegt og við skulum ekkert gera grín að því. En þá er svo gaman að geta borið verkin saman. Af því að þú hefur gefið út fjórar ljóðabækur, smásagnasafn, skáldsögu og leikrit og kannski þá fyrst getur maður farið að sjá höfundareinkenni eða fylgst með þróun. Og ég er náttúrlega ekki bókmenntafræðingur en er einhver þróun sem þú hefur tekið eftir sjálf? Ég kannski sagði áðan með nýju bókina að hún væri meira mínimal en um leið og ég segi það þá finnst mér það ekki vera rétta orðið af því hún er ekki mínimal en hún er samt einhvern veginn meitlaðri eða ég get ekki alveg útskýrt þetta. Í fyrri ljóðabókunum eru litirnir áberandi, það er svo sérstök notkun á litum í textunum og svo tók ég t.d. eftir því í þessari bók að það er, held ég, einu sinni minnst á lit.

K: Já, hún er svolítið hvít.

M: Já, hún er svolítið hvít en ég er auðvitað kannski ekki að tala bókstaflega heldur meira um einhvern fílíng.

K: Já, algjörlega, jú, ef ég reyni að horfa yfir þá sé ég allavega að það eru einhver þemu sem ég vinn með sem, aftur, eru ekki eitthvað sem ég vel heldur bara minn veruleiki sem ég skrifa út frá. Og ég mun gera það áfram, svo veit ég bara ekkert í hvaða átt það fer en það sem ég held að ég sé alltaf að vinna með er einmanaleiki – og eitthvað rof frá heildinni. Sem er eitthvað sem ég bara heillast af, í því sem ég les og sé og sem ég hef botnlausan áhuga á. Það er í raun svolítið það að vera manneskja fyrir mér. Það er alltaf þetta: Að upplifa samfélagið eins og massa sem maður þarf allavega að geta séð sjálfan sig fyrir sér fara inn í og það hversu auðveldlega það kemur til margra og það hefur aldrei komið auðveldlega til mín. Ég hef alltaf upplifað mig sem introvert eða svona aðeins fyrir utan eða til hliðar – sem er ekkert endilega slæmt. Og þá fæ ég áhuga á þessu mynstri í umhverfinu okkar og ég sé það. Og ef maður hefur ekki áhuga á því þá kannski sér maður það ekki.

M: Ef ég kem aftur að þessari nýju bók, af því að þú varst að tala um að þú endurskrifaðir mikið þangað til að upphaflegi textinn væri nánast horfinn. Þú átt greinilega auðvelt með að endurskrifa, þú saknar ekki orðanna

K: Nei, mér finnst mjög gaman að henda. Ég man einmitt eftir því hvað mér fannst það erfitt þegar ég var að skrifa Kjötbæinn, þá var ég með svo góðan ritstjóra, hann Gunnar Þorra (Pétursson) sem hjálpaði mér mikið með þá bók og þá voru alveg nokkur tár á hvert orð sem fór en núna fæ ég eiginlega kikk út úr því að henda, af því að það sem á einhvern rétt á sér, það kemur aftur.

M: Og talandi um ritstjóra, færðu marga til að lesa yfir?

K: Ég er náttúrlega með ritstjóra og Guðmundur Andri var ritstjórinn minn núna, uppi á Forlagi en í rauninni er það minna og minna. Það vex kannski bara sjálfstraustið, þetta er svo mikil þjálfun, að skrifa.

M: Er aukið sjálfstraust mesta breytingin sem þú finnur fyrir? Eða finnst þér það koma og fara?

K: Ég hef alltaf verið svolítið góð með mig þegar það kemur að skrifum. Þetta er eiginlega það eina sem ég er góð með mig varðandi, í lífi mínu. (Hlær). Ég held að það sé kannski út af því að þetta var svo mikið baráttumál fyrir mig vegna þess að ég passaði svo illa í skólakerfið. Ég hætti bara eftir níunda bekk í grunnskóla og fór ekki í menntaskóla og ef þetta myndi ekki takast þá vissi ég ekki hvað ég myndi gera. Það var alltaf svona örvænting tengd því að takast ekki þetta. Ég mátti ekkert efast um sjálfa mig sem listamann út af því að ef ég er ekki listamaður þá bara veit ég ekki hvað gerist.

M: Þannig að þú vissir það þá, þegar þú hættir í grunnskóla?

K: Já já.

(Þögn.)

K: Ég var náttúrlega með svo góða fyrirmynd.

M: Hverja?

K: Mömmu mína.

M: Jájájá!

(Móðir Kristínar er Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýðandi.)

K: Sem vann við að þýða og yrkja. Þannig að ég vissi að það var hægt. Og vinkonur hennar. Ég var mjög heppin að því leyti.

M: Hvenær fluttirðu að heiman?

K: Ég flutti til Svíþjóðar þegar ég var 17 ára og fór í svona lýðháskóla. Ég mætti í einn mánuð í 10. bekk, hætti svo í grunnskóla og tók ekki samræmdu prófin. Ég var að mæta í einhverja tíma í MH með svona undanþágu en myndi aldrei útskrifast. Ég mætti bara í einhverja myndlistartíma og hætti því svo, fór að vinna og safnaði mér peningum og fór til Kúbu og svo flutti ég til Svíþjóðar.

M: Og nú er bara verið að leggja öldungadeildina niður, í MH!

K: Já, þannig að þetta er bara búið spil. En bíddu, er öldungadeild í grunnskóla? Er boðið upp á að taka samræmdu prófin þegar maður er 33 ára?

(Mikill hlátur.)

M: Heyrðu þetta er bara rosa góður endapunktur – að halda þessu svona opnu – hvort þú munir klára samræmdu prófin.

(Skellihlátur.)

 Margrét Bjarnadóttir, meistaranemi í ritlist.

[/container]

 


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

content-1911

Mix Parlay


yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

news

slot mahjong ways

judi bola online

yakinjp

yakinjp

mitos jam hoki pgsoft mahjong ways statistik

bedah volatilitas habanero rtp maxwin risiko

analisis dog house multihold rtp bonus buy

pengaruh rng modern rtp jangka panjang varians

peran ai pragmatic play atur flow spin zeus

fakta unik mahjong wins 3 ritme tumble pola

update rtp mahjong ways pola bayar gaya main

strategi baca rtp live gatotkaca fury trik bet

inovasi pola spin otomatis pgsoft algoritma scatter

bedah algoritma tumble power of thor big win

1001

1002

1003

1004

1005

3 pola rahasia gates of olympus wd 5 juta

jam rawan max win starlight princess 45 menit

modal 50 ribu mahjong ways 3 free spin

incar x1000 big bass bonanza pola turbo manual

panduan anti rungkad sweet bonanza profit 100

skema bet wild west gold sticky wild

trik wd aman 1 juta sugar rush pola spin

pola otomatis gates of gatotkaca max win

100 putaran lucky neko strategi hit and run

trik free spin the dog house bet bertahap

1006

1007

1008

1009

1010

1011

1012

1013

1014

1015

1116

1117

1118

1119

1120

1121

1122

1123

1124

1125

ahli epidemiologi rtp live medusa 2 perkalian x500

penyanyi cek suara bet minimalis money mouse anti zonk

koreografer cek gerakan pola optimal ninja vs samurai kemenangan maksimum

pekerja sosial waktu tepat spin the dog house pecah kemenangan

ahli etimologi pola master joker strategi stabil untung

rumus kemenangan mahjong ways 3 bet spin efektif

rahasia rtp mahjong wins peningkatan taruhan

analisis akurasi prediksi rtp live hasil spin

pola spin khusus lucky neko kucing emas

strategi multiplier stabil gate olympus emosi

trik mas adi manual spin mahjong ways spin emas

efektivitas pola spin ganjil genap koi gate

analisis kemenangan mahjong ways mobile vs desktop

pola pikir anti serakah target kemenangan harian

strategi anti boncos wild bandito stop kemenangan

akuntan gates of gatotkaca buy spin max win

sopir madame destiny megaways 100x spin

peneliti koi gate re spin naga jam sepi

arsitek aztec gems polanya multiplier x15

barista main spaceman cash out profit 70

bedah pola auto ajaib gates of olympus

rahasia rng lock mahjong ways 2 free spin

strategi waktu emas wild bandito tumble multiplier

volatilitas the dog house bonus buy optimal

dampak big win starlight princess stop loss wd

1011

1012

1013

1014

1015

1016

1017

1018

1019

1020

1111

1112

1113

1114

1115

strategi anti rungkad sweet bonanza atur bet saat scatter

pola putaran pancingan simbol scatter terbaik gates of olympus

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit game

pola spin normal jebol kemenangan bonus turnover tertinggi

deteksi waktu terbaik ambil bonus deposit volatilitas rendah

pola spin normal jebol kemenangan bonus pengganda tertinggi

pola push bertahap volatilitas tinggi kemenangan tingkat tinggi

kombinasi bet minimalis volatilitas rendah anti zonk bonus x300

analisis pola gacor habanero fa cai shen strategi stabil untung

156

157

158

159

160

161

162

163

164

165

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy cuan berlimpah

baca frekuensi free spin joker jewels naikkan untung raih jackpot

pola stabil bet gates of gatot kaca anti rungkad pecah jackpot tertinggi

pola turbo pause starlight princess volatilitas jackpot x1000 pasti

strategi sultan aztec gems deluxe anti boncos kejar jackpot total

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit

pola spin normal jebol kemenangan klaim bonus turnover tertinggi

kombinasi bet minimalis queen of bounty anti zonk raih bonus x500

timing spin release the kraken jackpot ratusan juta bonus spesial

pola turbo pause mahjong ways 2 jackpot x1000 pasti

pola simbol scatter pyramid bonanza terbongkar menang

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy

deteksi sistem bocor pola gacor sweet bonanza anti rungkad

kombinasi simbol scatter gate of olympus wild biru wd

sinkronisasi jeda spin mahjong ways 2 kemenangan beruntun

analisa rtp pg soft wild stacked alur permainan

trik mas eko turbo spin mahjong wins suhu ponsel

dog house analisis rtp maksimal volatilitas server

efektivitas spin berantai big win treasures of aztec

peran ai pragmatic play frekuensi scatter

strategi mahjong ways jumlah pemain aktif

fakta menarik mahjong ways 2 potensi maxwin

pola pikir profesional tempo roulete sicbo

turbo spin tiga langkah starlight princess x500

montir sugar rush pola 20 10 5 pengganda

koki hot hot fruit volatilitas tinggi x5000

teknisi it wisdom of athena bet progresif

desainer wild west gold sticky wilds wd

perawat lucky neko perkalian ganda cuan

1026

1027

1028

1029

1030

1101

1102

1103

1104

1105

1106

1107

1108

1109

1110

teknik jeda mikro mahjong ways 2 scatter

analisis rtp game gacor scatter waktu

pola pikir profesional batas waktu bermain

strategi mahjong ways tren kemenangan pg soft

dog house multihold pola spin wild

efektivitas beli fitur rtp volatilitas tinggi

trik mas joni spin mahjong wins saldo besar

analisa rtp gatot kaca perkalian x500

strategi betting progresif baccarat

peran rng flow spin mahjong ways rtp

1031

1032

1033

1034

1035

1036

1037

1038

1039

1040

teknik anti lag mahjong ways 2 freespin

pola pragmatic beli spin jam ramai

kode rng gates olympus scatter zeus

strategi golden bet starlight princess perkalian

volatilitas mahjong ways 1 vs 2 konsistensi

martingale terbalik dog house multihold wild

manajemen modal pro player batasan loss

psikologis kemenangan beruntun pemain profesional

trik mas andre auto spin turbo

analisis rtp live tren kemenangan global

sinkronisasi spin manual micro detik wild

beli fitur vs auto spin pg soft

analisa historis mahjong ways 2 jam subuh

kunci perkalian x500 gatot kaca maintenance

peran algoritma provider perubahan jam server

1041

1042

1043

1044

1045

1046

1047

1048

1049

1050

1096

1097

1098

1099

1100

1051

1052

1053

1054

1055

1056

1057

1058

1059

1060

1061

1062

1063

1064

1065

1081

1082

1083

1084

1085

1086

1087

1088

1089

1090

1091

1092

1093

1094

1095

1066

1067

1068

1069

1070

1071

1072

1073

1074

1075

1076

1077

1078

1079

1080

content-1911
news-1911

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

mitos jam hoki pgsoft mahjong ways statistik

bedah volatilitas habanero rtp maxwin risiko

analisis dog house multihold rtp bonus buy

pengaruh rng modern rtp jangka panjang varians

peran ai pragmatic play atur flow spin zeus

fakta unik mahjong wins 3 ritme tumble pola

update rtp mahjong ways pola bayar gaya main

strategi baca rtp live gatotkaca fury trik bet

inovasi pola spin otomatis pgsoft algoritma scatter

bedah algoritma tumble power of thor big win

1001

1002

1003

1004

1005

3 pola rahasia gates of olympus wd 5 juta

jam rawan max win starlight princess 45 menit

modal 50 ribu mahjong ways 3 free spin

incar x1000 big bass bonanza pola turbo manual

panduan anti rungkad sweet bonanza profit 100

skema bet wild west gold sticky wild

trik wd aman 1 juta sugar rush pola spin

pola otomatis gates of gatotkaca max win

100 putaran lucky neko strategi hit and run

trik free spin the dog house bet bertahap

1006

1007

1008

1009

1010

1011

1012

1013

1014

1015

1116

1117

1118

1119

1120

1121

1122

1123

1124

1125

ahli epidemiologi rtp live medusa 2 perkalian x500

penyanyi cek suara bet minimalis money mouse anti zonk

koreografer cek gerakan pola optimal ninja vs samurai kemenangan maksimum

pekerja sosial waktu tepat spin the dog house pecah kemenangan

ahli etimologi pola master joker strategi stabil untung

rumus kemenangan mahjong ways 3 bet spin efektif

rahasia rtp mahjong wins peningkatan taruhan

analisis akurasi prediksi rtp live hasil spin

pola spin khusus lucky neko kucing emas

strategi multiplier stabil gate olympus emosi

trik mas adi manual spin mahjong ways spin emas

efektivitas pola spin ganjil genap koi gate

analisis kemenangan mahjong ways mobile vs desktop

pola pikir anti serakah target kemenangan harian

strategi anti boncos wild bandito stop kemenangan

akuntan gates of gatotkaca buy spin max win

sopir madame destiny megaways 100x spin

peneliti koi gate re spin naga jam sepi

arsitek aztec gems polanya multiplier x15

barista main spaceman cash out profit 70

bedah pola auto ajaib gates of olympus

rahasia rng lock mahjong ways 2 free spin

strategi waktu emas wild bandito tumble multiplier

volatilitas the dog house bonus buy optimal

dampak big win starlight princess stop loss wd

1011

1012

1013

1014

1015

1016

1017

1018

1019

1020

1111

1112

1113

1114

1115

strategi anti rungkad sweet bonanza atur bet saat scatter

pola putaran pancingan simbol scatter terbaik gates of olympus

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit game

pola spin normal jebol kemenangan bonus turnover tertinggi

deteksi waktu terbaik ambil bonus deposit volatilitas rendah

pola spin normal jebol kemenangan bonus pengganda tertinggi

pola push bertahap volatilitas tinggi kemenangan tingkat tinggi

kombinasi bet minimalis volatilitas rendah anti zonk bonus x300

analisis pola gacor habanero fa cai shen strategi stabil untung

156

157

158

159

160

161

162

163

164

165

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy cuan berlimpah

baca frekuensi free spin joker jewels naikkan untung raih jackpot

pola stabil bet gates of gatot kaca anti rungkad pecah jackpot tertinggi

pola turbo pause starlight princess volatilitas jackpot x1000 pasti

strategi sultan aztec gems deluxe anti boncos kejar jackpot total

taktik bet cerdas gems bonanza memicu game bonus

deteksi akurat waktu terbaik mengambil bonus deposit

pola spin normal jebol kemenangan klaim bonus turnover tertinggi

kombinasi bet minimalis queen of bounty anti zonk raih bonus x500

timing spin release the kraken jackpot ratusan juta bonus spesial

pola turbo pause mahjong ways 2 jackpot x1000 pasti

pola simbol scatter pyramid bonanza terbongkar menang

15 menit cetak big win wild west gold tanpa buy

deteksi sistem bocor pola gacor sweet bonanza anti rungkad

kombinasi simbol scatter gate of olympus wild biru wd

sinkronisasi jeda spin mahjong ways 2 kemenangan beruntun

analisa rtp pg soft wild stacked alur permainan

trik mas eko turbo spin mahjong wins suhu ponsel

dog house analisis rtp maksimal volatilitas server

efektivitas spin berantai big win treasures of aztec

peran ai pragmatic play frekuensi scatter

strategi mahjong ways jumlah pemain aktif

fakta menarik mahjong ways 2 potensi maxwin

pola pikir profesional tempo roulete sicbo

turbo spin tiga langkah starlight princess x500

montir sugar rush pola 20 10 5 pengganda

koki hot hot fruit volatilitas tinggi x5000

teknisi it wisdom of athena bet progresif

desainer wild west gold sticky wilds wd

perawat lucky neko perkalian ganda cuan

1026

1027

1028

1029

1030

1101

1102

1103

1104

1105

1106

1107

1108

1109

1110

teknik jeda mikro mahjong ways 2 scatter

analisis rtp game gacor scatter waktu

pola pikir profesional batas waktu bermain

strategi mahjong ways tren kemenangan pg soft

dog house multihold pola spin wild

efektivitas beli fitur rtp volatilitas tinggi

trik mas joni spin mahjong wins saldo besar

analisa rtp gatot kaca perkalian x500

strategi betting progresif baccarat

peran rng flow spin mahjong ways rtp

1031

1032

1033

1034

1035

1036

1037

1038

1039

1040

teknik anti lag mahjong ways 2 freespin

pola pragmatic beli spin jam ramai

kode rng gates olympus scatter zeus

strategi golden bet starlight princess perkalian

volatilitas mahjong ways 1 vs 2 konsistensi

martingale terbalik dog house multihold wild

manajemen modal pro player batasan loss

psikologis kemenangan beruntun pemain profesional

trik mas andre auto spin turbo

analisis rtp live tren kemenangan global

sinkronisasi spin manual micro detik wild

beli fitur vs auto spin pg soft

analisa historis mahjong ways 2 jam subuh

kunci perkalian x500 gatot kaca maintenance

peran algoritma provider perubahan jam server

1041

1042

1043

1044

1045

1046

1047

1048

1049

1050

1096

1097

1098

1099

1100

1051

1052

1053

1054

1055

1056

1057

1058

1059

1060

1061

1062

1063

1064

1065

1081

1082

1083

1084

1085

1086

1087

1088

1089

1090

1091

1092

1093

1094

1095

1066

1067

1068

1069

1070

1071

1072

1073

1074

1075

1076

1077

1078

1079

1080

news-1911