[container]
Ég get ekki sagt að ég hafi hlakkað til að sjá Ævintýri í Latabæ eftir Magnús Scheving, Ólafs S.K. Þorvaldz og Mána Svavarsson í leikstjórn Magnúsar og Rúnars Freys Gíslasonar. Ég skrifaði gagnrýna grein um Latabæ (TMM, 4, 2006) forðum tíð. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en Latibær hefur ekkert breyst.Fagmennska
Það er náið samstarf tveggja listforma, sjónvarpsþátta og leikhúss, sem við sjáum í Latabæ á sviði Þjóðleikhússins. Leiksýningin Ævintýri í Latabæ er í aðalatriðum sett niður í leikmynd sjónvarpsþáttanna um Latabæ, þar eru tiltölulega einföld form og skærir litir, leikgervi og búningar aðalpersónanna eru þau sömu og bygging leikritsins er í raun eins og nokkrum þáttum hafi verið skeytt saman. Viðamiklum hluta sviðsmyndarinnar er varpað upp á skjá sem fyllir baksviðið, ferð álfsins heimshluta á milli er sýnd fyrst eins og teiknimynd af ferðalagi á korti, svo er leikið á móti bíóinu – þetta var mjög skemmtilega gert, algjört sjónarspil! Ég hef ekki séð Lion King Disney-samsteypunnar á leiksviði en lýsingarnar á aðferð þeirrar sýningar virkar svipuð og sú sem við sáum hér. Hljóðmynd sýningarinnar var mögnuð, í öllum skilningi þess orðs, hún var hávær, öll leikhljóð og tónlist höfðu verið tekin upp en söngur var raunverulegur. Það hefur farið í vöxt að notuð eru leikhljóð og tónlist af bandi í leiksýningum og talin áhrif frá kvikmyndum. Dansinn í Latabæ var í höndum lítils danshóps með virkilega góðum dönsurum! Þau voru stórgóð, einkum í hip-hop dansinum í fyrri hlutanum! Tónlistin var fagmannleg en ekki gæti ég endurtekið eitt stef þó ég ætti lífið að leysa. Hvað er þá eftir? Mynd, búningar, lýsing, hljóð, dans, tónlist, tæknivinnsla – þetta var allt saman fagmennska í háum gæðaflokki, við fylgdarmaður minn (11 ára) vorum sammála um það. Hvað er þá eftir? Jú – efni og leikur.
Þunnur þráður
Söguþráðurinn er einfaldur. Latibær er í ójafnvægi útaf hreyfingarleysi, Solla bjargar málum. Glanni Glæpur nær völdum og bannar alla hreyfingu en íþróttaálfur og hreyfingarsinnar bjarga málum. Jafnvægið er endurreist. Þetta tekur tvo langa klukkutíma.
Solla var leikin af Melkorku Davíðsdóttur Pitt og Siggi sæti af Gunnari Hrafni Kristjánssyni og Nenni níski af Hallgrími Ólafssyni. Þessi þrjú urðu skýrar týpur. Glanni glæpur getur ekki staðið í öllum illvirkjunum einn og fær eins konar undirverktaka hjá starfsmannaleigu, þrjá Glanna sem hlýða hverri hans skipun og það var fyndið. Stefán Karl Stefánsson er mjög góður leikari en persónan er einvíð og það er ekki hægt að kreista safa úr steini. Hlutverk íþróttaálfsins er hér skorið mjög niður en Dýri Kristjánsson er fimur og stæltur og gerir það sem álfurinn gerir. Eðli málsins samkvæmt hlaupa allir, stökkva og dansa og börnin í salnum eru látin kalla fram í, hoppa og klappa og gera það af lífi og sál. Einhver þeirra urðu stressuð í látunum eða hrædd við hreyfilögguna og hundinn en flest virtust skemmta sér mjög vel þó líklega sitji ekki mikið eftir af þessari sýningu í hugum þeirra.
Hversdagsleikinn undirstrikaður
21. November, 2024Nýpússaður Spegill íslenskrar fyndni
18. November, 2024Kvikmyndagerð og Molotov-kokteilar: Ferilsaga Dunu
30. October, 2024Deila
[/container]
Leave a Reply