[container] Háskólaútgáfan hefur gefið út Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum. Bókin er í senn dagbók fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans.
Í bókinni rekur Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki, sögu heimspekinnar í ljósi hugmynda kvenheimspekinga. Á heimasíðu Háskólaútgáfunnar segir að í bókinni séu dregnar upp leiftrandi myndir af þessum huldu hetjum heimspekinnar sem hafa löngum verið „gleymdar“ og ekki metnar að verðleikum. Þeirra viska – sem oft er á skjön við ráðandi visku karlheimspekinganna – er veganesti fyrir hverja viku ársins.
Sjá nánar á vef Háskólaútgáfunnar.
[/container]
Leave a Reply