Á þriðju hæð til hægri

[container] Fjölbýli eru smækkuð mynd af samfélaginu. Þau krefjast gagnkvæmrar virðingar íbúa og umburðarlyndis. Fyrir neðan mig býr tónlistarunnandi. Upp úr hádegi, og stundum fyrr, fara tónarnir að smokra sér gegnum þrjátíu og fjögurra sentímetra járnhertu steinsteypuna, upp í iljarnar á mér og inn um hlustirnar. Það er undantekningartilfelli ef maðurinn spilar tónlist án þess að skrúfa fjóra fimmtu í botn. Þetta er ákveðið form óbeinna reykinga. Óbein hlustun. Hegðun nágranna míns myndi áreiðanlega æra óstöðugri mann en mig. Ég umber hávaðann þó líklega fyrst og fremst vegna þess að svo vill til að við nágranni minn höfum sama smekk á tónlist. Það er auðveldara að vera umburðarlyndur gagnvart þeim sem líkjast manni sjálfum. Sæt er lykt úr sjálfs rassi.

Sá sem tekið hefur þátt í rekstri húsfélags er með pungapróf í stjórnmálum. Þar þarf að kalla til fundar, kjósa í embætti, leggja fram tillögur og kvarta undan fjárskorti – narta í harðar smákökur – deila um forgangsröð og svo framvegis. Þeir sem búa á efstu hæð tala um að laga þakið en þeir sem búa á jarðhæðinni vilja endurbætur í garðinum. Allir eru sammála um að eitthvað þurfi að gera í gluggunum. Enginn talar um kjallarann. Þar er búið að breyta geymslum í leiguherbergi, með sameiginlegu klósetti undir stiganum og sturtu í þvottahúsinu. Kjallarafólkið: Pólskur verkamaður, sómölsk stúlka, ráðvilltur drengur með rokkstjörnudrauma, og eilífðarstúdent með lánasjóðinn á bakinu eiga sér engan talsmann á húsfundum. Hvaða máli skipta þau sem eiga hvorki þak, garð, né glugga?

Allt frá því ég flutti í húsið fyrir fáeinum mánuðum hefur sérkennileg lykt loðað við stigaganginn. Fyrst hélt ég að þetta væri eðlilegur sambýlisfnykur, afleiðing þess að ólíkt fólk byggi í sama húsi og sumt væri nokkuð tilraunagjarnt í eldhúsinu. Hér var samankomið fólk af öllum sortum. Hjúkrunarfræðingur, drykkjumaður, listakona, endurskoðandi, verkamaður, bifvélavirki, bisnesskona, kaupmaður og svo náttúrlega kjallaraverurnar.

Nú hefur lyktin versnað til muna og ég veit ekki hvort hún er meira í ætt við mygluosta sællífisþegans eða uppsölur ógæfumannsins. Kannski fetar lyktin vandrataðan stíg milli hins háa og lága og sækir sér innblástur frá báðum? Ég er enn að læra á hið esóteríska regluverk sem rótgrónari íbúar hússins hafa sniðið sér og veit því ekki hvert ég á að snúa mér. Lykt hefur ansi proustísk áhrif á mig og slysist ég til þess að sjúga upp í nefið í stigaganginum er illt í efni. Þetta er komið á það stig að helst þarf ég að fylla lungun úti á stétt og láta það duga þar til ég er sloppinn inn til mín á þriðju hæð til hægri. Blessunarlega hefur lyktin ekki smitast innum dyrnar mínar, enn sem komið er.

Fjölbýli eru smækkuð mynd af samfélaginu. Þau krefjast gagnkvæmrar virðingar íbúa og umburðarlyndis. Það má hins vegar spyrja sig hvenær gagnkvæm virðing og umburðarlyndi hætta að borga sig? Eitt er alveg á hreinu. Dagurinn sem nágranni minn spilar Eagles verður dagurinn sem ég bið hann að lækka. En á meðan lyktar sameignin. Á maður að bíða eftir því að lyktin læðupokist inn um dyrnar, þar sem maður elur börnin sín, borðar, sefur og baðar sig?

Meðalmanneskja getur haldið í sér andanum í tvær mínútur. Það dugar upp þrjár hæðir. Eitt sinn þegar ég skellti á eftir mér dyrunum og svelgdi í mig kærkomið loftið datt mér í hug að það væri ástæðan fyrir því að ekki væru reist fleiri háhýsi hér á landi. Svo maður geti örugglega hlaupið inn til sín og lokað á umheiminn án þess að þurfa að anda að sér umhverfinu. Svo enginn neyðist til að minnast á skítalyktina sem allir finna.

Kjartan Már Ómarsson,
meistaranemi í almennri bókmenntafræði

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1412

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

maujp

maujp

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

30021

30022

30023

30024

30025

30026

30027

30028

30029

30030

30031

30032

30033

30034

30035

80001

80002

80003

80004

80005

80006

80007

80008

80009

80010

80011

80012

80013

80014

80015

80016

80017

80018

80019

80020

80021

80022

80023

80024

80025

80026

80027

80028

80029

80030

80136

80137

80138

80139

80140

80211

80212

80213

80214

80215

80216

80217

80218

80219

80220

9041

9042

9043

9044

9045

80031

80032

80033

80034

80035

80036

80037

80038

80039

80040

80041

80042

80043

80044

80045

80141

80142

80143

80144

80145

80146

80147

80148

80149

80150

80151

80152

80153

80154

80155

30046

30047

30048

30049

30050

30051

30052

30053

30054

30055

30056

30057

30058

30059

30060

80066

80067

80068

80069

80070

80071

80072

80073

80074

80075

80076

80077

80078

80079

80080

80081

80082

80083

80084

80085

80086

80087

80088

80089

80090

80091

80092

80093

80094

80095

30081

30082

30083

30084

30085

30086

30087

30088

30089

30090

80096

80097

80098

80099

80100

80101

80102

80103

80104

80105

80106

80107

80108

80109

80110

80111

80112

80113

80114

80115

80156

80157

80158

80159

80160

80161

80162

80163

80164

80165

80166

80167

80168

80169

80170

80116

80117

80118

80119

80120

80121

80122

80123

80124

80125

80126

80127

80128

80129

80130

80131

80132

80133

80134

80135

80171

80172

80173

80174

80175

80176

80177

80178

80179

80180

80181

80182

80183

80184

80185

80186

80187

80188

80189

80190

80191

80192

80193

80194

80195

80196

80197

80198

80199

80200

80201

80202

80203

80204

80205

80206

80207

80208

80209

80210

news-1412