Dýrin í Hálsaskógi eru afskaplega þekkt dýr. Börn jafnt sem fullorðnir kunna stjórnarskrána þeirra utanbókar. Fyrsta grein þessarar stjórnarskrár hljóðar svo:

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Þetta finnst flestum afskaplega fallegt. Það finnst mér ekki. Mér finnst þetta vera afskaplega heimskuleg regla. Allir eiga að vera vinir. Allir verða að vera vinir. Ekki vingjarnlegir, almennilegir eða kurteisir, heldur eiga allir að vera vinir. Þessi stjórnarskrá er samin af Bangsapabba (hinu föðurlega yfirvaldi) og Marteini skógarmús (fulltrúa okkar innra regluverks) og lögð fyrir lýðræðislegan fund dýranna í Hálsaskógi. Stjórnarskráin er samþykkt af meirihlutanum en þó heyrast mótmælaraddir. Hinn stóri og sterki Bangsapabbi þvingar rándýrin (ugluna, refinn og broddgöltinn) til hlýðni.

Er hægt að þvinga einhvern til vináttu? Hvað með sjálfstæðar skoðanir fólks? Mér líkar ekki vel við alla. Ég vil ekki vera vinur allra dýranna í skóginum. Ég vil gjarnan koma vel fram við alla, af kurteisi og hlýju en ég vil ekki hleypa öllum inn í minn innsta hring. Ef þau lög yrðu sett á Íslandi að ég yrði að vera vinur allra á landinu yrði ég ekki kát. Og hversu sönn er vinátta sem á enga innistæðu í sálinni?

Í tilefni hundrað ára afmælis Thorbjörns Egners var nýtt leikrit sett upp á litla sviði (bakscenen) Nationaltheatret í Osló. Leikritið er eftir Gunnar Germundsson og er leikstýrt af Kim Haugen. Það nefnist Hakkebakkekrakket, eða Hálsaskógarhrunið og fjallar um endurreisn rándýranna. Rándýrin eru orðin svöng og þreytt á harðstjórn Bangsapabba og Marteins (sem í leikritinu er kallaður Sjefsmusa). Þau taka til sinna ráða, kaupa upp grænmetislager skógarins og nota hungur hinna dýranna til að þvinga í gegn lagabreytingu, sem felur í sér að þau megi éta önnur dýr – ef þau verði.

Leikritið felur þannig í sér hrun Hálsaskógar og þeirra gilda sem hann stendur fyrir í hugum fólks. Í leikdómi einum stóð að sennilega hefði Egner ekki orðið hrifinn af þessu verki og ég held að það sé nokkuð nærri lagi. Þetta verk gleður mig. Það gleður mig alltaf þegar spurningarmerki er sett við hluti sem í hugum okkar eru sjálfsagðir hlutar af menningunni. Sænski leikstjórinn og femínistinn Sofia Jupither gladdi mig með því að skoða Kardimommubæinn og velta fyrir sér hlutverki Soffíu frænku. Leyfilegt er að skoða Egner, þó verk hans séu bæði gömul og vinsæl – og hluti af hefðinni. Það má gagnrýna hefðina.

Egner hefði líklega ekkert orðið hrifinn af því að vera gagnrýndur. Hann hafði það orð á sér að vera yfirmáta stjórnsamur, hafa komið á æfingar og leiðrétt, lagað og snyrt sýningarnar þar til þær voru honum að skapi. Hann sviðsetti sig sem ígildi Klifurmúsarinnar, hinn glaða listamann en hefur líklega frekar líkst Mikka, stjórnunarfíkli með meiru, sem ekki getur tekið þátt í björgunarstarfi dýranna án þess að fá að vera við stjórnvölinn.

Ég hef alltaf haft svolitla samúð með Mikka ref. Hann er neyddur til að verða vinur, grænmetisæta og góður strákur, þvert á eðlið. Í lok leikritsins brosir hann, en hversu einlægt er brosið og hversu lengi er það að stirðna? Hvað gerir maður þegar maður brosir? Maður sýnir tennurnar. Og mig langar að sýna tennurnar þegar ég hugsa um fyrstu grein stjórnarskrár dýranna í Hálsaskógi. Í henni felst ógnun við mitt einstaklingsfrelsi, við leyfi mitt til að mynda mér mínar eigin skoðanir á öðrum. Ef valið er tekið frá okkur, hvers virði er þá vináttan?

Hildur Ýr Ísberg,
meistaranemi í íslenskum bókmenntum.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812