Það var ekki skrímsli undir rúminu. En það bjó dreki undir eyjunni minni sem stakk upp sínum ljóta haus, spúði eldi og brennisteini og hrakti öll börnin í sjávarplássinu að heiman um miðja nótt. Líka mömmur, pabba, ömmur og afa. Drekinn át húsið mitt. Vonandi fékk hann illt í magann.

Allt í einu var ég flutt úr sjávarplássi í sveitaþorp. Umskiptin voru alger, örfáar götur, malbik á stangli, enginn á ferli nema rollurnar. Þorpið var kennt við sveit en samt var sveitin fjarlæg. Það þótti ekki ástæða til að senda börn úr sveitaþorpi í sveit.

Seinna varð sjávarplássið mín sveit og þangað var ég send til afa og ömmu. Drekinn var dauður. Í minningunni var alltaf hádegi. Afi beið við eldhúsborðið, amma fiskaði sporða upp á fat, stundum saltaða og stundum nýja. Kartöflur og hamsatólg. Hádegismóða á eldhúsgluggum. Lokað í hádeginu. Næst á dagskrá – hádegissinfónía afa á dívaninum og útvarp Reykjavík – nú verða sagðar fréttir. Eftir lúrinn setti afi á sig sixpensarann og rölti af stað með þykkar, sjóbarðar hendur á kafi í trosnuðum vösunum. Amma þvoði upp og var kyrr með mér að bíða eftir næsta hádegi. Allt á sínum stað. Í sjávarplássinu gekk allt út á sjóinn og fiskinn. Bátar og fólk á ferli. Voru þeir að fá’ann? Voru þær að flak’ann? Allir voru að borð’ann en samt var hvergi hægt að kaup’ann. Allt átti sér nafn, klettar, fell, sker og skrítnir karlar. En rjúkandi örið eftir drekann skar í augun. Sjávarplássið gat ekki vaxið nema detta í sjóinn.

Heima hjá mér í sveitaþorpinu gekk allt út á ekkert. Þar var sjórinn ekki til að nota. Þegar fjaraði út kom hestafólkið brokkandi og nýtti fjarveru sjávarins til reiðtúra. Þannig gat sveitin ekki búið með sjónum, kunni það ekki. Sveitin þurfti ekki á sjónum að halda og átti heldur engan bát. Rollurnar voru á ráfi, þær nöguðu hríslur sem nýflutta fólkið ætlaði að láta vaxa sér yfir höfuð til að fá smávegis skjól. Fyrir vindinum og nágrannanum. Nýflutta fólkið var í vinnunni, líka í hádeginu. Við mér blasti nafnlaust útsýni og fell í fjarska.

Fyrst þótti mér vistin í þorpinu vond – en svo tók það að vaxa innra með mér á sama tíma og það tók breytingum. Ný hverfi með nýjum götum, íbúum og vinum. Trén urðu stór og veittu skjól. Skjól fyrir drekum. Þorpið varð að bæ sem daðrar nú við borg. Malbikið teygði úr sér. Ég líka. Kannski hefði það ekki gerst ef dreki hefði ekki hámað í sig hús.

Ingibjörg Valsdóttir,
meistaranemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu


Comments

2 responses to “Drekabarn”

  1. Ásdís Valsdóttir Avatar
    Ásdís Valsdóttir

    Vel gert og skemmtilegt.

  2. Guðleif Fríður Sigurjónsdóttir Avatar
    Guðleif Fríður Sigurjónsdóttir

    Hæ Inga og til hamingju með þessa skemmtilegu upprifjun um veröld sem var en er nú alveg horfin. Ég hélt ekki að heimurinn hefði tekið svona miklum breytingum á þeim stutta tíma sem liðin er síðan þú fæddist og að þú hafir með eigin augum séð Mosó breytast úr sveit í stórt bæjarfélag.
    Ég man SVO vel eftir þessu tempói sem þú lýsir; tíminn leið svooo hægt og lífið var í föstum skorðum þangað til fyrir stuttu að allt breyttist eins og maður hefði stigið inn í hraðlest og nú er allt á hverfanda hveli eða kannski er maður bara orðin gamall.
    Ég man svo vel eftir ömmu þinni eins og hún er á myndinni og líka miklu fyrr, hún var svo falleg og spes og líka eftir þér þegar þú varst lítil með svartann lubba sofandi í barnarúmi í Langagerðinu. Það kom mér virkilega á óvart að þú hefðir náð í skottið á þessum tíma og ættir svona minningar í farteskinu. kær kveðja, Gullý

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0912

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0912