Trúfrelsi og þjóðkirkja: Andstæður eða skapandi samstæða?

Um höfundinn
Pétur Pétursson

Pétur Pétursson

Pétur Pétursson er prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sjá nánar

Friedrich Daniel Ernst Schleiermacher
Friedrich Daniel Ernst Schleiermacher

Kveikjan að þessu erindi er sú fullyrðing eða forsenda sem ýmsir virðast gefa sér að stjórnarskrárvarið trúfrelsi útiloki tilvist þjóðkirkju, kirkju sem hafi sérstaka stöðu gagnvart þjóðinni í þeim lagaramma sem skilgreinir stjórnskipan ríkisins, grundvallargildi samfélagsins og réttindi og skyldur þegnanna.

Ég tel að þjóðkirkja sem njóti stuðnings og verndar ríkisvalds sé ekki úr takt við nútímalega löggjöf um kirkjumál – það sem við getum kallað trúmálarétt á 21. öld. Tilgátan sem ég legg hér fram er sú að trúfrelsi á Íslandi hafi þroskast og í reynd orðið til innan ramma íslensku þjóðkirkjunnar – í virku og skapandi samspili guðfræðinnar við íslenska menningu og þátttöku guðfræðinga í félagsmálum og þjóðmálum.

Frelsunarleiðir
Kristið fólk lítur á Jesúm Krist sem frelsara sinn og það er talað um hann sem frelsara mannkynsins, frelsara heimsins. Það er vegna þess að hann tók á sig þjáningar mannanna, mannkynsins alls, og dó fyrir syndir hvers og eins. Í upprisu hans er fólgin sigur lífsins yfir dauðanum – hið raunverulega líf og frelsi mannsins samkvæmt trúnni. Trúin á Krist skapar grundvöll siðræns samfélags sem við getum kallað kirkju í víðum skilningi. Sameiningartáknin fá sérstaka trúarlega merkingu því að þau tengja vitund einstaklinganna á sérstakan hátt við samstöðutákn og siðræn gildi samfélagsins.

Í trúarbrögðum, og þá sérstaklega nýjum trúarbrögðum og nýjum trúarstefnum, er fólginn sprengikraftur frelsunar undan ríkjandi aðstæðum og veraldlegum hagsmunum. Innan trúarbragðafélagsfræðinnar er fjallað um það hvernig trúarbrögðin réttlæta ríkjandi hagsmuni og laga sig að þörf mannsins og samfélagsins fyrir stöðugleika og reglu. En þar sem trúin skírskotar til hugsjóna og handanveruleika þá býður hún þegar minnst varir upp á frelsunarleiðir sem ógna ríkjandi aðstæðum og hagsmunum.

Við sjáum þetta í sögu Ísraelsþjóðarinnar þar sem spámennirnir rísa upp fullir andagiftar og tala fyrir munn Guðs og vísa í opinberanir og sáttmála hans við þjóðina. Við sjáum þetta einnig í aðstæðum siðbreytingarinnar. Í nafni þess frelsis stendur munkurinn Marteinn Lúther frammi fyrir samanlögðu valdi keisara og páfa og vitnar til samvisku- og trúfrelsis. Hugmyndir hans um frelsi kristins manns ber að skoða í þessu samhengi og einnig rit hans Um ánauð viljans. Það er í trúnni á Guð sem maðurinn er í sannleika frjáls gagnvart heiminum og veraldlegum hagsmunum en gagnvart Guði sem skapara er vilji mannsins bundinn.

Upplýsing og guðfræðileg greining
Guðfræðileg álitamál sem upp koma varðandi greiningu á hugtakinu trúfrelsi eru heillandi viðfangsefni og brýnt að huga að því í sögulegu samhengi nú þegar íslenska þjóðin og fulltrúar hennar eru að skilgreina grundvallarréttindin með tilliti til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Ég tel nauðsynlegt að skoða einnig önnur mannréttindi svo sem mannhelgi og réttinn til lífs og umhyggju í ljósi guðfræðisögunnar. Hverjar eru sögulegar og hugmyndafræðilegar forsendur mannréttinda á borð við trúfrelsi og skoðanafrelsi? Hverjar eru sögulegar og hugmyndafræðilegar forsendur aðgreiningar hins trúarlega frá hinu sekúlera, þ.e. hinu veraldlega, því sem Mareinn Lúther greindi sem ríkin tvö, hið veraldlega og hið andlega? Hér þarf að koma til guðfræðileg, félagsfræðileg og sagnfræðileg greining.

Siðbreytingartíminn var mikilvægur áfangi í þróun skilgreininga á mannréttindum og það sama gildir um upplýsingarstefnu 18. aldar. Þar mótast þær hugmyndir um mannréttindi sem við erum enn að skilgreina og miða við. Þar verður einnig til aðgreining á milli hins trúarlega og veraldlega sem mótar um margt umræðuna um trú og trúartákn í opinberu rými.

Ég hef í þessu sambandi áður bent á mikilvægi þess að danska ríkið og þar með Ísland var á áhrifasvæði þýsku upplýsingarinnar. Afhelgun og skilgreining grundvallargilda með tilliti til hins opinbera rýmis þróaðist með ólíkum hætti á þessum tveimur menningarsvæðum. Áherslur á grundvallargildi eins og trú og trúfrelsi voru aðrar á þýska menningarsvæðinu en í Frakklandi þar sem upplýsingarmenn stóðu andspænis rómversk-kaþólsku kirkjunni og tangarhaldi hennar á menningu, menntakerfi og stjórnmálum landsins. Þótt um formlegan aðskilnað ríkis og kirkjustofnana sé að ræða í Þýskalandi þá hefst stjórnarskráin sem samin var fyrir hið endurreista Þýskaland eftir hrunið í síðari heimsstyrjöldinni á tilvísun í Guð, svona rétt eins og til að sannfæra Evrópubúa um að þýska þjóðin meini eitthvað með því sem hún segi um mannréttindi og frið. Inngangur núgildandi stjórnarskrár Þýskalands er þessi:

„Í vitund um ábyrgð sína gagnvart Guði og mönnum, með það markmið í huga að þjóna heimsfriðnum sem einn jafnrétthárra aðila í sameinaðri Evrópu, hefur þýska þjóðin sett sér þessi grundvallarlög í krafti valds síns til að setja sér stjórnlög.“

Upplýsingahugmyndirnar í Danmörku og á Íslandi birtust í hugsjónum og störfum embættismanna, fulltrúa kerfisins þar sem ríki og kirkja voru samofin á öðrum forsendum en í Frakklandi. Hannes biskup Finnsson Skálholtssbiskup og Magnús Stephensen dómstjóri, sálmaskáld og stofnandi og talsmaður Landuppfræðingafélagsins voru talsmenn upplýsinarinnar og um leið hins menntaða einveldis.

Trúfrelsi í danska ríkinu
Einveldið innlimaði hina evangelísk-lúthersku kirkju í stjórnkerfi sitt. Almennur prestsdómur var ógnun við þetta fyrirkomulag, borgaraleg réttindi bundin sakramentum kirkjunnar og börn andmælenda kerfisins skírð nauðungarskírn með lögregluvaldi ef með þurfti. Þegar hrikti í stoðum einveldisins fer aftur að kræla á hugmyndum um trúfrelsi og frelsi kristins manns gagnvart yfirvöldum. Hinn almenni prestsdómur verður að pólitísku afli í píetismanum og í alþýðlegum vakningahreyfingum sem náðu fram að ganga í nafni trúfrelsis.

Guðfræðingurinn og heimspekingurinn Sören Kierkegaard gerir heiftarlega árás á hina kristnu hugmyndafræði einveldisins og þeirrar borgarastéttar sem þreifst í skjóli þess. Þessa uppgjörs sér enn stað í tilvistarheimspekinni sem hann lagði grunninn að. Skálpresturinn og uppeldisfræðingurinn Grundtvig gerir einnig uppreisn gegn kerfinu og leggur grunninn að alþýðlegri vakningahreyfingu og guðfræðistefnu sem enn á sér stað í dönsku kirkjulífi. Hér ber einnig að geta danska Heimatrúboðsins sem var öflug kristin hreyfing á seinni hluta 19. aldar og lengur. Um og eftir miðja 19. öld kom andspyrnuhreyfingin á Íslandi fram í þjóðfrelsisbaráttu, en trúarlegt og guðfræðilegt uppgjör við einveldistímann varð að bíða aldamótanna 1900 þegar frjálslynda guðfræðin brýst fram á örfáum árum til sigurs í íslensku kirkjulífi. Lútherska fríkirkjuhreyfingin er sérkafli í þessari þróun sem of langt mál yrði að fara ítarlega út í hér, en það er ljóst að hún var skilgetið afkvæmi þjóðkirkjunnar og í upphafi eins konar fyrirrennari sjálfstæðrar, frjálsrar og þjóðlegrar evangelískarar lútherskar kirkju.

Þegar við horfum aftur til Þýskalands og þess sem gerist í akademískri guðfræði verður nafn Friedrichs Schleiermachers strax fyrir okkur, en hann lagði hugmyndagrundvöll þjóðkirkjunnar, kirkju sem er ekki lengur stjórnardeild í einveldisfyrirkomulagi og tæki ríkisstjórnar til félagslegs taumhalds. Þjóðkirkjuguðfræðin tekur tillit til forsendna einstaklings, þjóðmenningar og félagslegra aðstæðna almennings.

Schleiermacher endurskilgreindi fræðilegan grunn guðfræðinnar gagnvart harðri gagnrýni upplýsingarstefnunnar og hann var hugmyndafræðingur þeirra þjóðfrelsismanna sem sömdu dönsku stjórnarskrána 1849 með ákvæðinu um trúfrelsi og evangelísk-lútherska þjóðkirkju sem nyti stuðnings og verndar ríkisvalds án þess að vera ríkiskirkja.

Trú og frelsi í guðfræði Schleiermachers
Trúarhugtak Schleiermachers er athyglisvert í þessu sambandi. Trúin er manninum eðlislæg og hluti af lífinu sjálfu. Áherslan er á tilfinninguna fyrir einingu og merkingu sem skírskotar annars vegar til frelsisþrár mannins og hins vegar til þarfar hans að tengjast handanlægum veruleika eða mætti. Þessi tilfinning er samofin persónuþroska einstaklingsins og hún fær aðeins þrifist í trúarsamfélagi sem er kirkjan, söfnuður trúaðra sem aldrei getur beitt valdi til að innræta mönnum trú. Það er því tómt mál að tala um aðgreiningu trúar frá hinu opinbera rými samkvæmt þessari guðfræði en um leið hlýtur hún að virða þá einstaklinga sem velja að hafna ríkjandi hugmyndum um Guð, veruleikann og yfirnáttúruleg öfl.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson dregur saman áhersluna á frelsið í guðfræði Schleiermachers í bók sinni Ríki og kirkja: Uppruni og þróun þjóðkirkjuhugtaksins. Hann segir:

„Frelsistilfinninguna og skilning á henni öðlist maðurinn í uppeldinu, í námi og af reynslu af því að vera í samfélagi við aðra. Frelsistilfinningin er því ekki sjálfsprottin, heldur vaxi hún innra með manninum og þroskist. Athyglisvert er að frelsið byggist að mati Schleiermachers á þeirri vitund að maðurinn sé háður einhverju sem er honum æðra og öflugra og það veitir honum frelsi og mátt til athafna. Í þessu ferli gegna trúarbrögð lykilhlutverki.“ (Bls. 94.)

Í þjóðkirkju sem skilgreind er út frá þessum forsendum er gert ráð fyrir fjölbreytileika sem hvorki yfirvöld eða trúarjátningar geta takmarkað. Þjóðkirkjuna sér Schleiermacher fyrir sér sem lýðræðislega stofnun í virkri samræðu við menningu og félagsmál þar sem hlúð er að trúarforsendum einstaklinga sem eru mismunandi á vegi staddir á lífsgöngu sinni.

Annar þýskur guðfræðingur lagði mikið til guðfræðiumræðunnar á Íslandi um aldamótin 1900 en það var Albrecht Ritschl. Hann krafðist skilyrðislauss rannsóknarfrelsis fyrir guðfræðinga og þá einkum og sérílagi gagnvart túlkun og ritskýringu rita Biblíunnar. Trúarhugtak hans er einnig framlag til umræðunnar um frelsishugtakið – en kristna trú sá hann sem siðferðislegt afl sem leysi manninn úr ánauð fátæktar, vanþekkingar og kúgunar. Þessi stefna fól í sér bjartsýna trú á mátt mannsins sem sló rækilega í gegn í íslensku kirkjulífi og hafði áhrif á mótun nútímalegs menntakerfis á Íslandi.

Þessi bjartsýna kristna hugmyndafræði rann saman við þjóðfrelsisbaráttuna á Íslandi og hana má kalla hugmyndafræði íslenskrar borgarastéttar á fyrstu áratugum 20. aldar. Við stofnun guðfræðideildar H.Í. fylgdu allir þrír föstu kennararnir þessari guðfræðistefnu og hennar má sjá stað mun lengur en við aðra háskóla í Evrópu, allt fram á áttunda áratuginn.

Greinin er byggð á erindi sem var flutt í málstofu Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands 28. nóvember 2012.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

slotoppo


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola


slot gacor anti rungkad


Penghematan 3x Tips Mahjong Ways Hunian PCH

Rahasia Siti Surabaya Produktivitas Naik 25 PCH

Scatter Hitam Bisnis Irfan Hunian Langka PCH

Bandingkan Mahjong Ways vs Cost Saving PCH

Kunci Gopay178 Hunian Berperabot PCH

Membaca Data Bisnis dengan Mahjong Wins Gopay178

Satu Pintu 75000 Pilihan Single Poc PCH

Relokasi Tanpa Drama Panduan Group Move

Fitur Baru PCH Check In Mudah Jackpot Gopay178

Kenyamanan Eksekutif Hunian PCH All Inclusive

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor Pola Mahjong Ways Ilmiah

Scatter Hitam Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta Wild Bandito Data Navigasi

Raka Surabaya Uji Pola Mahjong Ways Berhasil Gopay178

Kapten Rendra STIP Pola Lucky Neko Taruna Maritim

Temuan STIP Pola Raja Zeus Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins3 Simulasi Ilmiah Taruna Teknika

Taruna Rudi Makassar Rekor 134 Juta Mahjong Ways

Jordan Bogor Penelitian Mahjong Ways 92 Juta

Dosen STIP Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan Mahjong Wins3 Psikologi Taruna

Gopay178 Studi Pola RTP Harian Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta Analisis Mahjong Wins3

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko STIP

Kapten Suharto Pola Wild Bandito Navigasi Kapal

Taruna Fadil Bogor Mahjong Ways Lab Statistik

Taruna Denpasar 67 Juta Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Modul Statistik Maritim

Dian Pekalongan Analisis Akademis Mahjong Wins3

Taruna Inces1000 STIP Pola RTP Ilmiah

Taruna Rudi Makassar Uji Pola RTP Mahjong Ways

Peneliti STIP Mahjong Ways Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Simulasi Probabilitas Kapal

Pola Turbo Taruna Bogor Mahjong Ways 92 Juta

Taruna Siti Pontianak Riset Wild Bandito 102 Juta

Taruna Wulan Semarang Scatter Hitam 112 Juta

Riset EJournal STIP Pola Raja Zeus Navigasi

Mahjong Wins3 Modul Kedisiplinan STIP

Wild Bandito Riset Taruna STIP Internasional

Taruna Ilham Palembang Pola Lucky Neko STIP

Taruna Aldi Bandung Scatter Hitam STIP

Gopay178 Riset STIP Pola Mahjong Wins3

Pola Lucky Neko Latihan Reaksi Cepat Maritim

Taruna Rehan Solo Simulasi Mahjong Ways 115 Juta

Taruna STIP Jakarta Mahjong Ways Gopay178

Gopay178 Penelitian Pola Scatter Hitam

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Fokus Taruna

Taruna Inces1000 STIP Probabilitas Arus

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko

Pola Spin Rahasia Mahjong Ways 2

Trik Spin Manual Gates of Olympus

Waktu Terbaik Scatter Hitam

Trik Spin Sweet Bonanza

Pola Spin Wild West Gold

Jam Hoki Mahjong Ways

Rahasia Spin Starlight Princess

Pola Spin Gates of Olympus X1000

Pola Spin Mahjong Ways 3

Waktu Terbaik Sugar Rush

Pola Spin Jigjag Mahjong Wins

Eko Samarinda Gates of Gatot Kaca

Pola Spin Stabil Mahjong Wins3

Dody Perbandingan Gaya Spin

Scatter Hitam Anti Banned

Pola Spin Gates of Olympus X5000

Fitur Turbo Gates of Olympus

Pola Spin Modal Kecil Mahjong Wins

Gaya Spin Efektif Semua Game

Reset Akun Mahjong Ways

Strategi Unik Tegal Pengusaha Es Batu Ubah Waktu Pendinginan Jadi Rumus Penjualan Paling Akurat

Mantan Honorer Kaya Temukan Kode Scatter Rahasia Kini Jadi Jutawan

Ibu Rumah Tangga Hasilkan Rp90 Juta dari Catatan Tanggal Penjualan Sederhana

Riset Pegubin Buktikan Pola Internet Naik Turun Berbanding Lurus dengan Omzet UMKM

Model Keuangan Ajaib Mahasiswi Akuntansi Mirip Pola Spin Digital

Jurnalis Muda Ungkap Hubungan Waktu Posting dan Peluang Transaksi Raksasa

Bahasa Baru UMKM Kepala Bidang Ekonomi Sebut Pola Scatter Kunci Sukses Modern

Laporan Rahasia 78 Persen UMKM Gunakan Strategi Rolling Tanpa Sadar

Ide Bisnis Gratis Pemilik Warung Kopi Dapat Cuan dari Log Data Terbengkalai

Cepat Kaya Diskominfo Rilis Aplikasi Deteksi Jam Cuan Berbasis Analisis Harian

Modal Tukang Parkir Semarang Catat Waktu Mobil Datang Dapat 70 Juta

Strategi Produksi Viral Pengusaha Snack Gunakan Pola Gopay178

Kisah Pegawai Malam Menemukan Waktu Hoki di Tumpukan File Audit

Terobosan AI Gopay178 Prediksi Jam Ramai Marketplace Lokal

Fenomena Digital Data UMKM Aktif Malam Hari Tumbuh 50%

Cerita Lucu Berakhir Cuan Pegawai Dinkop Salah Upload Data

Inovasi Gila Pegubin dari Jaringan WiFi ke Jaringan Bisnis

Fakta Unik Kudus UMKM Temukan Hubungan Musik Dangdut dan Omzet

Peluang Bisnis Barista Dapat Ide Usaha dari Chat Grup Gopay178

Lebih Akurat dari Ramalan Pengusaha Cilacap Klaim Pola Gopay178

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

strategi menang konsisten 75juta gates of olympus kutaitimurkab

disertasi kunci menang 120juta mahjong wins 3 kutaitimurkab

prediksi menang mahjong wins 3 50juta data historis kutaitimurkab

pola wild power jackpot 88juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

rahasia bet all in 90juta mahjong ways 1 metode kutaitimurkab

algoritma wild bounty teknik menang 150juta mahasiswa kutaitimurkab

jurnal scatter hitam jackpot 99juta pragmatic play kutaitimurkab

strategi menang 65juta gates of olympus mahasiswa itb kutaitimurkab

rtp menang cepat 110juta mahjong ways 1 vs 3 kutaitimurkab

pola distribusi scatter menang 105juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

komputama algoritma scatter hitam jackpot 99 juta

disertasi dosen komputama probabilitas menang mahjong wins 3

wild power jackpot 88 juta pola mahjong ways 3 dosen mtk komputama

tim riset komputama studi pola scatter mahjong ways 3 105 juta

strategi eksponensial gates of olympus kuliah komputama 75 juta

metodologi komputama rahasia bet all in mahjong ways 1 90 juta

mahasiswa komputama teknik menang 150 juta wild power wild bounty

model prediksi komputama data historis menang 50 juta mahjong wins 3

analisis komparatif rtp komputama menang cepat mahjong ways 1 vs 3

topik hangat mahasiswa itb komputama strategi menang gates of olympus

strategi scatter hitam geothermal itmnganjuk maxwin pembangunan

mahjong ways 3 konservasi mangrove itmnganjuk dana csr triliun

pola kemenangan beruntun jalur logistik cpo itmnganjuk bisnis ekspor

analisis mahjong ways 3 kenaikan wisatawan itmnganjuk pantai beras basah

pemkab implementasi full power wild kebun sawit rakyat panen maxwin

gerakan anti rungkad inspirasi umkm itmnganjuk omzet melonjak drastis

dprd terkejut upgrade scatter hitam percepat infrastruktur pedalaman

mahjong ways 3 ukur indeks kebahagiaan masyarakat itmnganjuk maxwin

misteri big win frekuensi kemenangan jam padat aktivitas tambang

mahasiswa itmnganjuk beasiswa jepang penelitian free spin irigasi

mahjong ways 3 tracon wild spin 1000 persen

pola reel gacor mahjong ways 2 tracon 2025

strategi tracon mahjong ways 3 wild energy digital

bocor pola mahjong wins 3 tracon trik wild

gertakan sempurna tracon mahjong ways 3 max win

tracon exclusive trik mahjong ways 3 lamine yamal

fenomena baru strategi wild spin tracon mw3

perbandingan mahjong ways 2 vs 3 gacor tracon 2025

makna wild spirit mahjong ways 3 strategi tracon

strategi tracon taruhan maksimal mahjong ways 3