Auðuga dvergljónið í austri

Um höfundinn
Geir Sigurðsson

Geir Sigurðsson

Geir Sigurðsson er dósent og deildarforseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda. Hann hefur fengist við margvísleg ritstörf á sviði heimspeki, bókmennta, samfélags­ og menningarmála. Sjá nánar

Velgengnissaga Singapúr á tuttugustu öld er nánast ævintýri líkast. Frá því að vera frumstæður útkjálki suður af Malajaskaga á nítjándu öld er Singapúr nú eitt efnaðasta og nútímalegasta samfélag í heimi. Innviðir samfélagsins, vegir, flugvellir og hafnaraðstaða, þykja með þeim bestu í heimi, glæpatíðni er ein sú lægsta í heiminum og heilbrigðis- og menntakerfi þykja til fyrirmyndar. Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) metur Singapúr sem annað samkeppnishæfasta land í heimi á eftir Sviss og á undan Svíþjóð og Finnlandi. Auk innviða er þar meðal annars litið til skilvirkni og spillingarleysi opinberra stofnana og menntunarstigs þjóðarinnar en í öllum þessum þáttum trónir Singapúr efst eða ofarlega á heimslistum.[1]

Ásamt Tævan, S-Kóreu og Hong Kong er Singapúr einn hinna fjögurra „smátígra“ sem þróuðust og nútímavæddust með gríðarlegum hraða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar (þótt fremur væri við hæfi að kenna landið við ljón þar sem nafnið „Singapúr“ merkir „ljónaborg“ ). Í Singapúr var meðalhagvöxtur á árunum 1960-1999 um 8% á ári. Eftir aldamót hefur hagkerfið einkennst af nokkrum sveiflum, jafnt af völdum Asíukrísunnar 1997 sem núverandi heimskreppu, og fyrir árið 2012 er spáð 2,5% hagvexti.[2] Það kann að þykja hóflegur vöxtur en með tilliti til heimskreppunnar og þeirrar staðreyndar að verg landsframleiðsla á mann í Singapúr er með hærra móti eða á svipuðu reki og í Finnlandi og Hollandi er þetta umtalsverður vöxtur. Sé miðað við kaupmátt er landsframleiðsla Singapúr á mann í þriðja sæti í heiminum, nokkru hærri en hjá efnuðum Evrópuþjóðum á borð við Noreg og Sviss.[3] Horfur eru góðar og fátt sem bendir til þess að kreppa muni verulega að á næstunni. En hvernig hefur Singapúrum tekist að ná slíkum árangri?

Þegar Singapúr hlaut sjálfsstjórn frá Bretum í áföngum árin 1955-59 voru efnahagshorfur á dvergvaxinni og auðlindasnauðri eyjunni ekki sérlega bjartar. Allt að þriðjungur landsframleiðslunnar á þeim tíma var fenginn með þjónustugjöldum fyrir hefðbundið hlutverk Singapúr sem vörugeymsla og sölumarkaður fyrir utanaðkomandi framleiðsluvörur og hráefni, en iðnaður var lítill sem enginn. Yfirvöld undir stjórn hins nýja forsætisráðherra Lee Kuan Yew hrintu þá í framkvæmd umfangsmikilli iðnvæðingu í landinu og í kjölfarið spruttu upp verksmiðjur er framleiddu neysluvörur á borð við fatnað, vefnaðarvörur og leikföng, að mestu fyrir sameiginlegan heimamarkað Singapúr og Malajaskaga. Þarna tók að bera á vilja ýmissa ráðamanna til að Singapúr sameinaðist í nýju sambandslýðveldi Malasíu. Ástæður voru margvíslegar og háðar hagsmunum ólíkra hópa. Veigamikil ástæða fyrir Singapúra var sú að þeir töldu sameiningu munu hafa hvetjandi áhrif á hagkerfið þar sem aðgangur yrði að öllum líkindum óheftur að hráefna- og neyslumörkuðum  Malajaskaga. En hjónabandið reyndist ekki langlíft. Yfirvöld í Malasíu voru tortryggin gagnvart sterkasta stjórnmálaflokki Singapúr, People‘s Action Party (PAP) með Lee Kuan Yew í farabroddi, auk þess sem grundvallarágreiningur ríkti um stöðu hinna mismunandi þjóðhópa í landinu. Í Malasíu stóð til að setja lög um pólitísk og efnahagsleg forréttindi Malaja í landinu en því var hafnað með öllu í Singapúr þar sem mikill meirihluti íbúa var og er enn af kínverskum uppruna. Allt þetta í bland við almennan ugg malasískra yfirvalda gagnvart hinu kínverska Singapúr leiddi til þess að þau fóru fram á að Singapúr yfirgæfi sambandslýðveldið árið 1965, aðeins tveimur árum eftir sameiningu. Þannig er Singapúr líklega eitt fárra ríkja sem nánast hafa verið „þvinguð“ til sjálfstæðis. Sjálfstæðið var raunar nokkuð efnahagslegt áfall fyrir Singapúr því það hamlaði aðgang að mörkuðum í Malasíu. Samtímis var sambandið við Indónesíu í molum þar sem Indónesía gerði tilkall til svæðanna Sabah og Saravak á norðurhluta Borneóeyjar sem gerð höfðu verið að hluta sambandslýðveldis Malasíu.

Yfirvöld á Singapúr settu þá í gang annað iðnvæðingarstig. Markmiðið var að skapa framleiðsluvörur sem einnig yrðu eftirsóknarverðar í hinum þróaða heimi. Stefnan var sett á að koma á fót „þekkingarefnahag“ sem byggði einkum á menntun og kunnáttu starfsfólks heimafyrir og framleiddi vörur sem ekki krefðust mikils hráefnamassa.[4] Allt þetta kallaði á rausnarlega langtímafjárfestingu í innviðum, menntun og hátækniiðnaði en um leið var reynt að gera Singapúr aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta. Á áttunda og níunda áratugnum varð Singapúr leiðandi framleiðandi á sviði raftækjaiðnaðar. Fjölmörg erlend fyrirtæki fluttu þróunarmiðstöðvar sínar til Singapúr og landið var markaðssett sem alhliða viðskiptamiðstöð í heiminum. Á tíunda áratugnum var sjónum einkum beint að hlutverki Singapúr í hnattvæddum heimi. Alls voru þrettán fríverslunarsamningar undirritaðir og leitast við að styrkja samkeppnishæfni landsins með lágum sköttum og sveigjanlegum launakjörum. Yfirvöld lögðu jafnframt áherslu á að iðnaður yrði fjölhæfur til að draga úr hættunni á afleiðingum heimskreppu. Fyrir vikið er Singapúr nú með sterka stöðu á fjölmörgum ólíkum sviðum. Banka- og fjármálageirinn er á meðal fimm mikilvægustu í heiminum. Þróun og framleiðsla á sviði lyfjatækni er orðin að einni veigamestu undirstöðugreinum efnahagskerfisins . Fjölbreyttur ferðamannaiðnaður blómstrar og leitast hefur verið við að gera borgina aðlaðandi fyrir ferðamenn með ýmiss konar þjónustu og afþreyingu, en einnig halda þangað fjölmargir í viðskiptaerindum, til að sækja spilavíti, heilbrigðisþjónustu eða æðri menntun. Með hagkvæmri staðsetningu sinni, vel sk ipulagðri og tæknivæddri höfn og einum besta flugvelli heims hefur Singapúr viðhaldið og jafnvel eflt mikilvægi sitt sem tengiliður milli austurs og vesturs. Tækni og þróun á sviði olíuhreinsunar hafa gert Singapúr að einum af þremur stærstu olíuviðskiptamiðstöðvum heims. Byggingaiðnaður er í miklum vexti (sem fer ekki framhjá þeim er þar dvelja) og þykir Singapúr hafa þar sérstöðu hvað varðar öryggi, gæði og sjálfbærni.

Singapúr telur innan við 5 milljónir íbúa. Langflestir ríkisborgarar Singapúr eru af kínverskum uppruna eða um 77% en flestir hinna eiga rætur sínar að rekja til Malajaskaga og Indlands. Af öllum íbúum Singapúr eru útlendingar um þriðjungur.Flestir tilheyra hópi sem nefndur er „foreign talent“, þ.e. sérhæft fólk með langa skólagöngu að baki. Það er nokkuð ljóst að Singapúr gæti tæplega komið tveimur háskólum, National University of Singapore (NUS) og Nanyang Technological University (NTU), á lista hinna bestu hundrað í heiminum[5] án hins stóra hluta erlendra sérfræðinga sem þar starfa.[6] Í Singapúr vekja útlendingar ekki ótta heldur er litið svo á að viðvera þeirra stuðli að áframhaldandi velgengni og samkeppnishæfni landsins. Hins vegar hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir nokkurs konar „úrvalshyggju“ í innflytjendamálum, þ.e. að taka langskólafólki opnum örmum en gera ómenntuðu verkafólki erfitt fyrir.

Og fleira er gagnrýnt við Singapúr. Þótt stjórnkerfið sé formlega lýðræðislegt fjölflokkakerfi hefur PAP verið leiðandi flokkur síðan landið fékk sjálfstjórn árið 1959 og er stjórnkerfinu því stundum lýst sem einræði í raun. Stjórnarandstöðuflokkar fá almennt fáa fulltrúa á þing sem má að nokkru skýra með hinu svæðisbundna fulltrúakerfi (group representative constituencies) þar sem sá flokkur sem hlýtur flest atkvæði fær öll sætin fyrir viðkomandi svæði en einnig vinnur PAP sjálfkrafa stóran hluta atkvæða vegna skorts á mótframbjóðendum. Því hefur verið haldið fram að PAP standi fyrir því að grafið sé undan meðlimum stjórnarandstöðunnar með rógburði og vafasömum handtökum.[7] Nokkrar hömlur eru einnig á tjáningarfrelsi og áskilur ríkið sér rétt til að banna og refsa fyrir hvers kyns staðhæfingar sem kunna að valda ólgu meðal hinna mismunandi trúar- og þjóðhópa samfélagsins. Samkvæmt Freedom House deilir Singapúr 150. sætinu með Angóla og Katar á heimslista yfir fjölmiðlafrelsi einstakra landa.[8] Yfirvöld í Singapúr þykja einkennast af forræðishyggju gagnvart almenningi sem hugsanlega má að nokkru rekja til konfúsíanískrar arfleifðar kínverska meirihlutans. Morð og eiturlyfjasmygl geta leitt til dauðarefsinga og hefur Amnesty International leitt að því líkur að aftökur í Singapur kunni að vera flestar í heiminum miðað við fólksfjölda.[9] En svo mótsagnakennt sem það kann að hljóma telst stjórnkerfi og regluverk Singapúr eftir sem áður vera meðal hinna óspilltustu í heimi.[10]

Mikil reglufesta einkennir borgríkið og sektað er fyrir hin minnstu brot. Borgarbúar hæðast að þessu og vísa til Singapúr sem „fine city“. Tyggigúmmí hefur verið bannað síðan 1992. Ástæðan var einkum sú að af því þótti mikill sóðaskapur og þar sem mikil áhersla er á að halda borginni hreinni þótti kostnaðurinn við að þrífa tyggjóklessur af götum og veggjum óþarflega mikill. Einnig hafði verið nokkuð um að skemmdarvargar tróðu tyggjói í skráargöt á lyftutakka og jafnvel í hurðar neðanjarðarlesta svo þær gátu ekki lokast. Gallarnir við tyggjóið þóttu því yfirgnæfa kostina. Viðurlög við því að hafa tyggjó í fórum sínum er sekt upp á andvirði 50-100 þúsund króna, hin sama og við því að fleygja rusli úti á götu.

Af öllu þessu mætti ætla að um sé að ræða mikið lögregluríki. Yfirborðið bendir raunar til annars. Lögregluþjónar sjást sjaldan á ferli og samfélagið hefur almennt á sér frjálst yfirbragð. Singapúr hefur þó á sér orð fyrir að vera of hreint og of skipulagt, jafnvel dauðhreinsað samfélag þar sem fátt er að finna sér til dundurs annað en að sækja verslunarmiðstöðvar. Þótt þetta orðspor sé ekki alveg gripið úr lausu lofti eru margar litríkar og áhugaverðar hliðar á þessu fjölþjóða samfélagi. Að minnsta kosti ætti fjölskyldufólk ekki að eiga í vandræðum með að hafa ofan af fyrir börnum sínum – svo fremi pyngjan leyfi.

Hvað gætu Íslendingar lært af sögu, reynslu og afrekum þessa litla borgríkis? Þótt aðstæður eyjanna séu talsvert frábrugðnar og stjórnmála- og efnahagsstefna Singapúr á margan hátt óviðeigandi fyrir Ísland má án nokkurs vafa taka sér ýmsa þætti til fyrirmyndar. Singapúrar hafa til dæmis lagt ríka áherslu á að fullvinna útflutningsvörur sínar sem bæði eykur mjög söluverðmæti þeirra og skapar atvinnu heima fyrir. Þeir hafa lagt gríðarlega áherslu á menntun, jafnt í tæknigreinum sem á sviðum hug- og félagsvísinda, í því skyni að byggja upp hátækniiðnað og þjónustugreinar en einnig með það að marki að stuðla almennt að þróuðu og siðmenntuðu samfélagi. Þeir hafa nýtt sér landfræðilega legu sína af mikilli útsjónarsemi. Yfirvöld hafa innleitt fjölmargar leiðir til að laða að erlenda sérfræðinga til landsins sem dvelja á staðnum til lengri eða skemmri tíma. Þegar á heildina er litið færa þessir sérfræðingar samfélaginu stöðugt nýja þekkingu og nýjar hugmyndir, styrkja og viðhalda tengslin við erlendar menntastofnanir og gera landinu kleift að vera í fremstu röð í heiminum á sviði menntamála og vísinda- og tækniþróunar.

Náttúrulegur auðlindaskortur landsins sneri Singapúrum að helstu auðlind allra samfélaga: sjálfu fólkinu. Áherslan hefur því verið á að efla menntun þess og velferð og tryggja því öruggt, hreint og lífvænlegt umhverfi. Á örfáum áratugum hafa þessar ráðstafanir gert Singapúr að sérlega aðlaðandi dvalar- og vinnustað fyrir ólíka hópa, fjárfesta, vísindamenn, fræðafólk, ferðamenn o.fl. Það má því segja að landið hafi verið opnað fyrir „innrás“ sem hafði í för með sér stöðuga viðleitni til að bæta enn aðstæður heimafyrir. Sé rétt haldið á spilunum er líklega heppilegra fyrir smáþjóð að opna sig fyrir innrás en að leggjast sjálf í útrás.


[1] Schwab, Klaus (ritstj.). The Global Competitiveness Report 2011-2012 (Genf: World Economic Forum, 2011), s. 11-15.

[2] Ng, Magdalen. „Singapore GDP growth forecast downgraded to 2.5%“. Straits Times, 16. mars 2012.

[3] International Monetary Fund. World Outlook Economic Database, apríl 2012.

[4] Yew, Leong. „A Brief History of the Hub: Navigating between ´Global´and ´Asian´ in Singapore´s Knowledge Economy Discourse.“ Singapore in Global History, ritstj. Derek Heng og Syed Muhd Khairudin Aljunied (Amsterdam: Amsterdam University Press, 2011), s. 269 o.áfr.

[5] Samkvæmt QS World University Rankings er NUS í 28. og NTU í 58. sæti. Times Higher Education metur þá hins vegar í 40. og 169. sæti.

[6] Hið sama gildir raunar um háskólana í Hong Kong en á báðum ofangreindum listum eru þar tveir í hópi hinna 100 efstu og aðrir tveir á bilinu 100-200.

[7] Sjá t.d. skýrslu Freedom House. Singapore. Freedom in the World 2011. Sótt 2. maí 2012 af http://www.freedomhouse.org/report/freedom-world/2011/singapore.

[8] Freedom House. Freedom of the Press 2012. Global Press Freedom Rankings. Sótt 2. maí 2012 af http://www.freedomhouse.org/report/freedom-press/freedom-press-2012. Á samsvarandi lista Reporters Without Borders er Singapúr í 135. sæti, á eftir Angóla og Túnis. Sjá Press Freedom Index 2011-2012, sótt 2. maí 2012 af http://en.rsf.org/press-freedom-index-2011-2012,1043.html.

[9] Amnesty International. Singapore: The Death Penalty – A Hidden Toll of Executions. 15. janúar 2004, s. 1. Sótt 1. maí 2012 af http://www.amnesty.org/en/library/info/ASA36/001/2004.

[10] Transparency International mat opinbera stjórnsýslu Singapúr sem hina fimmtu óspilltustu í heimi árið 2011 á eftir Nýja Sjálandi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð en á undan Noregi. Sjá Corruption Perception Index 2011 (Berlín: Transparency International, 2011).

Deila


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Mix Parlay


yakin jp

yakin jp

yakin jp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

pola ritme turbo stop go rahasia sopir angkot cuan 95 juta

strategi kode kuno petugas arsip bongkar rahasia 120 juta otomatis

karyawan minimarket temukan jam hoki pola tap cepat saldo meledak

trik tahan putar penjual mainan cuan 78 juta tanpa boncos

analisis frekuensi wild tukang fotokopi berbuah jackpot ratusan juta

timing free spin anti rungkad kunci kemenangan maksimal

pola step bet mikro desainer interior jaga profit stabil 65 juta

strategi gacor juru parkir manfaatkan jam sepi raih big win

ahli kopi reset modal cerdas saat multiplier drop wd pasti

kombinasi bet anti zonk pelayan restoran menu kombo hasilkan 110 juta

deteksi server hoki montir ac bawa pulang maxwin sebelum siang

ritme putaran beruntun guru ngaji pecahkan jackpot x500

pola turbo jeda pedagang kain kelola volatilitas tetap untung

taktik push berjenjang skema 3 2 1 barista kafe cuan 82 juta

manajemen dana anti rugi penjahit jas modal kecil untung besar

pola simbol berbaris petani padi ciptakan combo wild raksasa

kondektur bus uji frekuensi scatter akurat wd 135 juta

trik tumpuk wild pola sisir vertikal tukang cukur bonus berantai

sinkronisasi jari dan rtp teknisi lift profit tetap melejit

deteksi akurat server rungkad penjaga toko anti boncos total

kombinasi jam hoki dan pola khusus pedagang buah anti zonk x1000

mahasiswi desain mode pola putaran bintang paling gacor auto maxwin

penjual hewan trik scatter emas jitu cuan 450 juta sekejap

ahli geologi temukan urutan permata jackpot 85 juta kaya mendadak

seniman tato pahami ritme jarum pola putaran cepat maxwin tanpa batas

nelayan malam pola penyebaran hitam viral waktu hoki terbongkar

admin medsos filter real time analisis akurat rtp live tembus x500

strategi sultan agen properti fitur spin turbo cuan cepat anti rugi

petugas keamanan pola anti rungkad saat server padat wd aman

manajemen risiko saldo besar sopir truk logistik sebelum pecah maxwin

konsultan pajak pola penggandaan profit tanpa limit cuan fantastis

akuntan publik deteksi akurat waktu terbaik free spin auto sultan

buruh pabrik lacak mesin panas jam hoki terbaru pola spin jebol maxwin

karyawan bank uji skema kredit cepat kuasai fitur beli putaran anti zonk

juru masak deteksi bumbu rahasia kombinasi bet anti zonk hadiah x500

pedagang pulsa cadangkan saldo dana mini recovery anti boncos total

teknisi listrik trik petir x500 anti rungkad bawa pulang maxwin besar

pekerja konstruksi fondasi step up bet anti ambruk jackpot beruntun

penjual tanaman hias siraman interval timing spin tumbuh jackpot ratusan juta

nelayan pagi strategi ikan hoki anti rungkad bawa pulang 150 juta

cleaning service reset modal cerdas saat multiplier mandek wd cepat

juru pijat refleksi pola putaran cerdas x1000 anti rungkad terbaru

strategi jam hoki terbaik penjaga kolam ikan cuan 120 juta sekejap

penulis novel gunakan plot twist analisis pola terbaru pasti untung

guru les musik skema nada 3 5 7 pola push bertahap tingkat pengembalian 99

pedagang kopi keliling pola putaran cerdas untung 80 juta seminggu

montir mobil uji sprint spin 15 menit cetak big win cuan 90 juta

reset modal cerdas sapu bersih cleaning service wd cepat

penjaga toko buku uraikan indeks simbol free spin naikkan untung 50 juta

teknisi drone pola stabil bet terbang rendah pecah maxwin 800 juta

desainer grafis grid tempo pola turbo pause jaga volatilitas cuan x1000

penjual emas strategi sultan kombinasi spin cerdas anti boncos total

tukang sayur pola 3 baris wild emas modal 50 ribu langsung sultan

koki restoran deteksi bumbu rahasia kombinasi bet anti zonk 400 juta

pedagang asongan trik putaran maut 9 jitu scatter emas nembak

petugas pemadam kebakaran deteksi server panas pecah jackpot 750 juta

sopir taksi online buktikan cuan besar pola simbol khusus biru jaminan wd

tukang kebun raup ratusan juta analisis pola anti rungkad auto sultan

pegawai negeri ubah nasib trik buy spin cerdas perkalian x1000 berkali kali

pemuda desa buktikan pola 7 baris wild biru raup 950 juta tidak masuk akal

karyawan swasta 650 juta pola lonceng emas mahjong ways 2 scatter hijau

ibu rumah tangga x1000 sweet bonanza analisis maxwin

mahasiswa 888 juta pola bintang jatuh wild emas starlight princess

pemain medan pola batu petir gates of olympus jackpot 15 miliar

tukang ojek waktu emas scatter 5 baris wild west gold

pebisnis 788 juta pola keberuntungan game dewi fortuna x500

sopir ojol rahasia mahjong ways 1 spin otomatis

tukang sayur pola simbol khusus sugar rush cuan 90 juta

fotografer freelance shutter pace vs rtp gates of olympus wd konsisten

penata rias layer wild starlight princess bonus berantai auto jackpot

operator pabrik shift malam cooldown 7 10 profit maksimal

pedagang ikan kelola gelombang multiplier tarik profit aman anti boncos

petugas keamanan cek area gelap pola anti rungkad wd terjamin

karyawan toko pola 4 simbol merah kemenangan puncak bocoran resmi

pemain bali bongkar jam hoki wild emas ajaib auto sultan 999 juta

mahasiswa kedokteran taktik scatter emas kombo liar cuan 180 juta

ibu rumah tangga kaya raya pola ikan hoki scatter hijau terbukti akurat viral

pemuda desa mengubah nasib kisah bayaran x100 modal receh cuan maksimal

pemain jakarta berhasil trik spin turbo kemenangan puncak 1 miliar

pedagang ikan gelombang multiplier profit mahjong ways sebelum drop

auto sultan strategi gol juventus 750 juta trik ampuh

cuan mendadak pola kemenangan roma 650 juta tukang kopi fenomenal

starlight princess pola bet kecil wd trik bintang x200 beruntun

stop rungkad rtp live habanero terbaik pola putaran otomatis

mahjong ways 3 pola scatter hitam bocor analisis maxwin 777 juta

wild west gold jackpot miliar slow spin 3 baris emas kaya mendadak

gates of olympus pola batu petir x500 tersembunyi mahasiswa maxwin

aztec gems pola quick spin cuan 100 juta tanpa rungkad anti buntung

koi gate fenomena wild gold trik manajemen modal mini jackpot 95 juta

sweet bonanza pola permen bergaris mega jackpot jam hoki buy spin

starlight princess wild emas berantai gamer profesional cuan 170 juta

mahjong ways 2 kunci utama wd trik spin santai pegawai minimarket

bukan isapan jempol rtp live pragmatic play malam ini pola bet efektif

the dog house megaways maxwin instan sopir ojol ubah nasib

gates of olympus pola petir merah terbukti akurat jam gacor jitu

wild west gold scatter biru viral bet naik turun cuan 60 juta

sweet bonanza pola permen manis x500 anti rungkad ibu beli mobil

mahjong ways 1 rahasia kuno pola spin manual jebol jackpot

starlight princess petir bintang x100 tiap jam pola putaran cerdas

aztec bonanza cuan maksimal taruhan minimalis pekerja pabrik 280 juta

koi gate trik simbol hoki tercepat pola spin turbo 15 kali auto jackpot

klaim jackpot joker jewels malam ini trik jam hoki mahasiswa cuan x100

tukang cukur teknik spin halus mahjong ways anti boncos

terapis pijat pola bet mahjong ways mengalirkan jackpot

pilot drone atur batas rugi mahjong ways aman

arsitek metode buy free spin mahjong ways 2 stabil modal

kasir baca pola simbol mahjong ways turbo spin

resepsionis transisi spin mahjong ways 4 manual ke auto

programmer kode pola binary ritme bet mahjong ways 3

pustakawan pilih jam hoki mahjong ways royal

sales timing tarik dana mahjong ways sebelum drop

montir kapal selam batas maksimal putaran mahjong ways 1

mahjong ways 2 pola wild berantai tukang ojek mega jackpot

starlight princess anti rungkad petir bintang x1000 wd pasti

stop boncos wild west gold buy spin cerdas karyawan cuan 90 juta

maxwin pengali x1000 sweet bonanza terbaru

waktu emas wild west gold scatter 5 baris

pola sayap kupu kupu mahjong ways 3 wd pasti

strategi bet stabil gerbang ikan koi rtp 99

pola bintang jatuh princess starlight 888 juta

trik putaran turbo permen manis cuan x500

petir biru x500 olympus waktu gacor terkini

pola sinar bulan putri bintang jackpot instan

jam keberuntungan harta karun aztec 400 juta

pola 4 simbol merah gerbang kaca terbaru

jackpot 999 juta gold bonanza spin cerdas

strategi naga hitam raja kerbau scatter wild

pola mekanik emas hoki nexus untung besar

maxwin simbol biru emas koboi liar terjitu

analisis rtp langsung jam gacor slot pragmatic

koi gate viral pola ikan tersembunyi pemuda desa maxwin 180 juta

aztec gems maxwin trik spin manual 5 detik jackpot 70 juta

naga emas mahjong ways 3 pola bet kecil cuan miliar

joker jewels anti zonk strategi bet minimalis menang 99 persen

sweet bonanza xmas pola scatter kombo ibu rumah tangga 200 juta

gates of gatot kaca pecah analisis jam hoki sopir taksi x500

the dog house mega jackpot pola spin turbo pelajar sma 110 juta

mahjong ways scatter kombo gila teknik wild emas 420 juta

tercepat pola putaran maut starlight princess x500 nonstop

wild west gold gacor malam ini scatter emas anti rungkad sultan

koi gate pola naga biru terbongkar rtp 98 persen anti boncos

kisah pedagang sayur maxwin 150 juta pola bet stabil aztec bonanza

mahjong ways 2 pola naga hitam viral jackpot 600 juta otomatis

petir biru x1000 meledak jam gacor terbaru gates of olympus

sweet bonanza rahasia multiplier emas waktu hoki auto sultan

starlight princess anti rungkad rtp live 98 pola gacor

aztec gems trik bet minimalis jackpot 90 juta

rahasia sultan trik spin cepat the dog house maxwin

analisis pg soft pola spin cerdas mahjong ways 3 jackpot

kisah viral karyawan toko cuan 75 juta pola habanero anti rugi

panduan rtp slot pyramid bonanza kemenangan 99 persen

power of thor megaways trik gelegar x500 pola profesional

modal receh cuan maksimal pola great rhino megaways hoki

analisis jam hoki pragmatic pola spin normal jackpot

pola scatter hitam gates of olympus viral waktu hoki zeus

rahasia tersembunyi joker jewels trik keuntungan 50 juta

bocor tuntas analisis persentase menang sweet bonanza xmas

pola rahasia mahjong ways 1 sopir ojol cuan miliaran spin otomatis

jebol jackpot ratusan juta pola scatter merah wild west gold

strategi sultan trik spin turbo gems bonanza

pola gajah wild biru great rhino kaya mendadak

panduan rtp live aztec gems trik anti rungkand

bocoran pola scatter dog house anti boncos

trik buy feature buffalo king megaways x500

pola wild komplit madame destiny megaways maxwin

strategi anti gagal sugar rush tercepat wd

jam gacor poseidon megaways perkalian akurat

pola scatter koin money train 3 cuan menggila

taktik pola scarab emas legacy of dead receh untung

strategi putaran maut wild kraken release the kraken

Suara Cilok Scatter

Jam Hoki Petani Kopi

Gerakan Kipas Sate

RTP Wild West Gold

Teknik Tambal Ban

Prediksi Real Madrid

Manchester City vs Bournemouth

Barcelona vs Elche

Arsenal vs Burnley

Man United vs Forest

The Dog House Megaways Viral

Psikologi Warna Candy Bonanza

Mitos vs Fakta Justice League

Trik Skip Intro Playboy Gold

Moon Princess 1000 Cetak Rekor

Pola Triple Hot Hot Fruit

Zeus Howling Thunder CQ9

Pola Efisien Wild Safari

Strategi Ritme Dog House

Mekanik Rahasia Candy Bonanza

Prediksi Liverpool vs Aston Villa

Derby London Chelsea vs Spurs

Taktik Atletico vs Sevilla

Expected Goals Haaland

Analisis 15 Menit Terakhir

Analisis Mahjong Ways 3

Pola Ngantuk Mahjong Ways

Ritual Kucing Hitam

Taktik Rahasia RTP

Panduan Tukang Parkir

Pep Guardiola City

Arsenal vs Burnley

Tottenham vs Chelsea

Derby London Chelsea Spurs

Trik Menang Pragmatic

Analisis Data Akurat Mahjong Ways

Pola Ngantuk Satpam Mahjong Ways

Ritual Kucing Hitam Mahjong Wins

Taktik Rahasia Pola RTP Jember

Panduan Spin Turbo Tukang Parkir

Sistem Xavi Anti Kebobolan Barca

Kontroversi Kartu Merah Derby London

Filosofi Sepak Bola Modern London

Prediksi Liverpool vs Aston Villa

Statistik Clean Sheet Barcelona Elche

Mode Hemat Data Scatter

Filosofi Ngopi Hitam Pro

Pola Spin Tukang Ojek

Pola Scatter Koi Gate

Taktik Cuci Piring Spin

Misteri Anfield Liverpool

Arsenal vs Burnley 22 Menit

Pelatih Tertekan Ten Hag

Ketergantungan Gol Madrid

Tottenham vs Chelsea Modern