Aldarspegill í útvarpi er útvarpsþáttaröð sem Eggert Þór Bernharðsson, prófessor í hagnýtri menningarmiðlun, gerði í tilefni af 80 ára afmæli útvarpsins árið 2010. Nú er hægt að hlusta á þættina á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins og á iTunes.
Þættirnir eru átta og í hverjum þætti er fjallað um einn áratug. Efni Aldarspegils í útvarpi er að miklu leyti byggt á hljóðritum í segulbandasafni Útvarpsins. Safnið er mikið að vöxtum og afar forvitnilegt – eins konar spegill þjóðlífsins.
- Frá kreppu til styrjaldar. 1930-1940.
- Sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna. 1940-1950.
- Menningardeigla um miðbik aldar 1950-1960.
- Hve glöð er vor æska. 1960-1970.
- Í fréttum er þetta helst. 1970-1980.
- Tvær rásir. 1980-1990.
- Fréttir á samtengdum rásum. 1990-2000.
- Sveiflur í samfélaginu. 2000-2010.
Leave a Reply