Um stöðuleysi listfræðinnar I

Málverk eftir Jón Hallgrímsson frá árinu 1766. Myndin er fengin af heimasíðu Þjóðminjasafnsins.

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um nýútkomna Íslenska listasögu, en þó hef ég engan séð bregðast við athugasemd  Unnars Arnar Jónssonar myndlistarmanns í Víðsjá um að ritið vekti spurningar um stöðu listfræðirannsókna á Íslandi. Jón Viðar Jónsson hélt því reyndar fram í DV að grunnrannsóknir á „íslenskri sjónlistasögu“ væru takmarkaðar á meðan ritstjórinn Ólafur Kvaran hefur látið sér nægja að segja að ritið sé ætlað almenningi. Höfundar listasögunnar hafa vissulega mismikla reynslu af rannsóknum, en flestir þeirra hafa skrifað um íslenska myndlist í mörg ár og því má gera ráð fyrir að ritið endurspegli á sannverðugan hátt þá þekkingu sem er til staðar á fræðasviðinu. Jón Viðar gerir hins vegar athugasemdir við aðferðafræði verksins út frá akademísku sjónarhorni, en á móti má spyrja hvort hægt sé að gera þá kröfu að verkið standist ströngustu akademísku kröfur þar sem fæstir höfundanna hafa haft tækifæri til að stunda fræðistörf innan akademíunnar? Sú staðreynd vekur síðan upp spurningar um stöðu listfræða í íslensku samfélagi og innan akademíunnar.

Hvar er handverkið?

En fyrst er ekki úr vegi að upplýsa forvitna um ástæður þess að ekki er fjallað um gamalt handverk í Íslensku listasögunni. Það var á sínum tíma ákvörðun menntamálaráðuneytisins að styrkja Listasafn Íslands sérstaklega til standa að útgáfunni, en frumkvæðið átti þáverandi safnstjóri Ólafur Kvaran. Safnið var lengi vel eina stofnunin í íslensku samfélagi sem bar lögum samkvæmt skylda til að stunda rannsóknir á íslenskri myndlist, en sú skylda nær ekki yfir annað tímabil en safneign þess eða frá lokum 19. aldar til okkar daga. Það er því rökrétt að listasaga sem er skrifuð á vegum Listasafns Íslands nái yfir sama tímabil.

Ef ætlunin hefði verið að að  skrifa sögu lista á Íslandi frá upphafi byggðar hefði átt að veita styrkinn sameiginlega til Listasafns Íslands og Þjóðminjasafnsins sem varðveitir myndverk frá landnámi til upphafs19. aldar. Ef taka hefði átt fyrir lýsingar í handritum hefði einnig þurft að koma til samvinna við Stofnun Árna Magnússonar. Ekkert af þessu var gert, kannski vegna þess að fæstir starfandi listfræðingar hafa sérhæft sig í listasögu fyrri alda. Þó má benda á að árið 2005 gaf Þjóðminjasafn Íslands út Mynd á þili eftir Þóru Kristjánsdóttur, þar sem fjallað er um útskurð, altaristöflur og portrettmálverk frá 16., 17. og 18. öld. Viðfangsefni Íslenskrar listasögu er með öðrum orðum saga nútíma- og samtímalista og því hefði ritið átt að heita Íslensk nútímalisaga.

Skipting tímabilsins á sér ýmsar skýringar, en áhugaleysi íslenskra listfræðinga á fortíðinni vekur upp ýmsar spurningar sem og sú árátta þeirra að vera sífellt að leita að hinu „séríslenska“ í myndlistinni.  Ég tel að hér sé á ferðinni arfleifð frá Sigurði Nordal sem gerði á sínum tíma greinarmun á „íslenskri menningu“ og „menningu Íslendinga“. Íslensk myndlist frá því fyrir 1860 tilheyrir einokunartímanum og hefur þótt of „dönsk“ til að vera íslensk. Hér er án efa að finna skýringuna á því hve þrautseigir íslenskir listfræðingar hafa verið í tilraunum sínum til að skilgreina hvar megi finna sameiginleg einkenni í verkum íslenskra listamanna.[i] En með slíkri nálgun er ýtt undir þá hugmynd að brýnasta verkefni listfræðinnar sé að skilgreina hið „þjóðlega“.

(Síðari hluti greinarinnar verður birtur á Hugrás á morgun).

                                                                                                                                                            Margrét Elísabet Ólafsdóttir,
sjálfstætt starfandi fræðimaður og stundakennari við HÍ


[i] Það má benda á ýmis skrif Auðar Ólafsdóttur, t.d. „La quête d’une identité insulaire“, Art nordique no 5, 2001-2002, „Frá fjalli til hugmyndar. Þróun íslenska landslagsmálverksins“, í ritsj. Turid Sigurðardóttir, Magnús Snædal, Frændafundir 2, Thorshavn, Foroya Fróðskaparfélagið, bls. 102-113, „Hið upphafna norður“, Lesbók Morgunblaðsins, 13. október 2001, (stytt útgáfa af grein sem birtist í sýningarskránni Confronting Nature í ritj. Ólafs Kvaran, Listasafn Íslands, 2001); Æsa Sigurjónsdóttir, „Björk í mynd“, Skírnir, vor 2011, bls. 215-229.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1412

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

maujp

maujp

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

30021

30022

30023

30024

30025

30026

30027

30028

30029

30030

30031

30032

30033

30034

30035

80001

80002

80003

80004

80005

80006

80007

80008

80009

80010

80011

80012

80013

80014

80015

80016

80017

80018

80019

80020

80021

80022

80023

80024

80025

80026

80027

80028

80029

80030

80136

80137

80138

80139

80140

80211

80212

80213

80214

80215

80216

80217

80218

80219

80220

9041

9042

9043

9044

9045

80031

80032

80033

80034

80035

80036

80037

80038

80039

80040

80041

80042

80043

80044

80045

80141

80142

80143

80144

80145

80146

80147

80148

80149

80150

80151

80152

80153

80154

80155

30046

30047

30048

30049

30050

30051

30052

30053

30054

30055

30056

30057

30058

30059

30060

80066

80067

80068

80069

80070

80071

80072

80073

80074

80075

80076

80077

80078

80079

80080

80081

80082

80083

80084

80085

80086

80087

80088

80089

80090

80091

80092

80093

80094

80095

30081

30082

30083

30084

30085

30086

30087

30088

30089

30090

80096

80097

80098

80099

80100

80101

80102

80103

80104

80105

80106

80107

80108

80109

80110

80111

80112

80113

80114

80115

80156

80157

80158

80159

80160

80161

80162

80163

80164

80165

80166

80167

80168

80169

80170

80116

80117

80118

80119

80120

80121

80122

80123

80124

80125

80126

80127

80128

80129

80130

80131

80132

80133

80134

80135

80171

80172

80173

80174

80175

80176

80177

80178

80179

80180

80181

80182

80183

80184

80185

80186

80187

80188

80189

80190

80191

80192

80193

80194

80195

80196

80197

80198

80199

80200

80201

80202

80203

80204

80205

80206

80207

80208

80209

80210

news-1412