Jón Sigurðsson

Var Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja?

Sjálfstæði Íslendinga var óhugsandi á tímum Jóns Sigurðssonar og hann gerði sér fulla grein fyrir því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stuttu viðtali Hugrásar við Guðmund Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, um fyrirlesturinn ,,Var Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja?”

Fyrirlesturinn var fluttur á málþingi um þjóðhetjuna og þjóðríkið sem Háskóli Íslands, Sagnfræðistofnun og Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar héldu  í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Málþingið fór fram í Hátíðasal Íslands, 27. maí frá var  liður í 100 ára afmælisdagskrá Háskóla Íslands. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málþingið á heimasíðu skólans.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *