Herleg brúðkaupsveisla var (Villa prins og Katrínar…)

Um höfundinn
Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir er prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku­- og menningardeild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, kynjafræði og sálgreining. Sjá nánar

Við vorum í London um síðustu helgi og þó við værum ekki beint boðin í hið konunglega brúðkaup komst enginn hjá því að vita af því.  Það voru fánar og blöðrur út um allt og myndir af unga parinu alls staðar og á alls konar góssi.

Allir þekkja söguna af prinsinum og alþýðustúlkunni hjartahreinu sem fékk skóinn sinn og prinsinn samtímis.  Sagan af ástum og örlögum Williams prins og Kate Middleton er ekki beinlínis Öskubuskusaga því að brúðurin er af forríku foreldri og hefur gengið í bestu skóla Bretlands og í þeim síðasta, hinum fræga, skoska háskóla Saint Andrews, hitti hún prinsinn sinn.

Menn verða kannski að neita sér um Öskubuskusöguna í þessu sambandi af því að brúðurin er svo rík – en ekkert getur stoppað menn í að nota ævintýri ef þau bjóðast. Kannski Litla ljóta andarungannn? Þegar Kate var sjö ára unnu foreldrar hennar báðir hjá British Airways, höfðu ekki stofnað barnaafmælisfyrirtækið sitt sem gerði þau rík, og Kate gekk bara í venjulegan barnaskóla og var mobbuð, lítil, horuð, föl og sjálfstraustslaus. Það var ekki fyrr en hún var komin í dýran sérskóla að hún breyttist í svan. Þetta stendur í norska blaðinu Aftenposten og það lýgur ekki.

,,Ofan á allar hinar leiðinlegu opnanir á stofnunum og borðaklippingar verður hún stanslaust borin saman við tengdamóðurina goðsagnakenndu og hver vill það – ég bara spyr?"
,,Ofan á allar hinar leiðinlegu opnanir á stofnunum og borðaklippingar verður hún stanslaust borin saman við tengdamóðurina goðsagnakenndu og hver vill það – ég bara spyr?”

Í Saint Andrews hitti Kate William prins í listasögunámskeiði, þau urðu vinir, kærustupar, slitu sambandinu, tóku saman aftur og trúlofuðust og giftust að lokum.  Þá hafði Katie setið ansi lengi í festum, verið uppnefnd Waity-Katie og beðið eins og hún Ingibjörg okkar beið Jóns Sigurðssonar forseta árum saman forðum tíð.  En þó William hefði krækt sér í ,,frönsku veikina” í millitíð gerði það ekkert til því nú er til lækning við henni.

Ein blaðafréttin segir að breskar konur öfundi Kate ekki.  Hún kunni að vera fyrsti „commoner“ í 350 ár sem giftist inn í bresku konungsfjölskylduna, rík og fögur og vinsæl og mjó en hlutverkið sem hún tekur að sér núna finnst konum flestum ekki öfundsvert.  Ofan á allar hinar leiðinlegu opnanir á stofnunum og borðaklippingar verður hún stanslaust borin saman við tengdamóðurina goðsagnakenndu og hver vill það – ég bara spyr? Þetta var umræðuefnið í veislu sem við vorum í á hlýju vorkvöldi í  Streatham og opinn gluggi og dúndrandi götupartý fyrir utan og stuð.

Menn hengdu sem sagt upp fána og blöðrur í London og krárnar voru skreyttar og fólk dansaði á götunum   Brúðkaupið kostaði hátt í annan milljarð og mun meira ef talið er með tekjutap vegna opinbers frídags á föstudaginn og alls konar opinberra útgjalda.  En inn streyma tekjur af túrisma og minjagripum – sumum hverjum ansi hugmyndaríkum.  Samt var það ekki þetta sem vísað var til í blaðafyrirsögninni: Bretland þarf á þessu brúðkaupi að halda!

Stóra Bretland hefur verið lítið í sér upp á síðkastið.  Kreppur hafa gengið yfir og verst sú sem núna þarf að fást við með stórfelldum niðurskurði í velferðarkerfi, atvinnuleysi sem ekki var á bætandi og óvinsælum ákvörðunum.  Ofan á það bætist vansæld yfir stöðu Bretlands á alþjóðavettvangi. Í Evrópuband

Og þá var kátt í höllinni.
Og þá var kátt í höllinni.

alaginu eru Þýskaland og jafnvel Frakkland í aðalhlutverkum og það finnst Bretum ekki skemmtilegt. Sambandið við USA erekkert sérlega hlýlegt og svona mætti lengi telja. Konunglegt brúðkaup gerir þegnana glaða og þjóðernissinnaða og stolta.  Og þar var ekki mannamun að sjá því við gengum fram hjá afar þjóðrembulega skreyttri krá þar sem aðeins voru svartir innflytjendur, greinilega frá Karabísku eyjunum, að fagna konungum sínum og aðli.

Með þessum pistli hef ég hafið feril minn sem fréttaritari af konungafólki og hirðlífi og hver veit nema meira komi seinna.

Deila


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *