[container]

Um höfundinn
Eiríkur Rögnvaldsson

Eiríkur Rögnvaldsson

Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Undanfarin ár hefur hann einkum fengist við máltækni en hefur einnig stundað rannsóknir í samtímalegri og sögulegri setningafræði, svo og orðhlutafræði og hljóðkerfisfræði. Sjá nánar

Haustið 2008 lagði Íslensk málnefnd fram tillögur að íslenskri málstefnu og voru þær gefnar út í bæklingnum Íslenska til alls. Þar eru sett fram metnaðarfull markmið um eflingu íslenskrar tungu á fjölmörgum sviðum og lagðar til ýmsar aðgerðir svo að þessum markmiðum verði náð. Eitt þeirra sviða sem fjallað er um er íslenska í tölvuheiminum. Þar er markmiðið:

  • Að íslensk tunga verði nothæf – og notuð – á öllum þeim sviðum innan tölvu- og upplýsingatækninnar sem varða daglegt líf alls almennings.

Meðal þeirra aðgerða sem taldar eru nauðsynlegar svo að þetta markmið náist eru:

  • Að allur almennur notendahugbúnaður í íslensku skólakerfi, frá leikskólum til háskóla, verði á íslensku innan þriggja ára.
  • Að notendahugbúnaður í Stjórnarráði Íslands og öllum opinberum stofnunum verði á íslensku innan þriggja ára og hið opinbera gangi þar á undan með góðu fordæmi.

Tillögur málnefndarinnar voru samþykktar einróma sem íslensk málstefna á Alþingi fyrir tveimur árum, 12. mars 2009, og er eðlilegt að miða tímasetningar fyrirhugaðra aðgerða við þann dag. Ofangreindar vörður ættu því að nást innan árs. En eru líkur á því? Satt að segja er ekki margt sem bendir til þess, þótt mennta- og menningarmálaráðherra hafi haustið 2009 sent sérstakt dreifibréf til hlutaðeigandi aðila þar sem mælst er til þess að „skólar á öllum skólastigum, sveitarfélög, stofnanir sem heyra undir ráðuneytið og hagsmunaaðilar vinni af krafti að þessu markmiði á næstu þremur árum“.

Hugbúnaður frá Microsoft – stýrikerfið Windows og hugbúnaðarvöndullinn Office (Word, Excel, PowerPoint o.fl.) er notaður í langflestum skólum landsins. Þessi hugbúnaður hefur verið fáanlegur á íslensku, án aukakostnaðar, allmörg undanfarin ár. Þrátt fyrir það bendir margt til þess að íslenska þýðingin sé óvíða notuð. Í könnun sem Capacent Gallup gerði í haust fyrir Microsoft á Íslandi kom fram að notkun íslenskrar þýðingar Windows í skólakerfinu hefði farið úr 16% 2008 niður í tæp 12% tveimur árum síðar. Á heimilum jókst notkunin örlítið á sama tíma, úr 22% í 23%.

Þetta er alvarlegt umhugsunarefni. Tölvunotkun er stór þáttur í lífi barnanna okkar, bæði heima og í skóla, og þau eiga kröfu á því að geta notað móðurmál sitt í samskiptum við tölvurnar ef þess er nokkur kostur. Það skiptir miklu máli að börnin venjist því frá byrjun að tölvurnar geti verið – og séu – á íslensku. Margt bendir til að íslensk börn eigi auðveldara með að nýta sér hugbúnað á íslensku og ná valdi á honum, eins og fram kemur í BA-ritgerð Huldu Hreiðarsdóttur frá 2008, Getur tungan leyst hugvit úr læðingi? Umfjöllun um áhrif notkunar á stýrikerfi í íslenskri þýðingu á tölvulæsi og notkun tölvunýyrða.

Hvernig stendur þá á því að flestir foreldrar og skólastjórnendur bjóða börnum og unglingum upp á enskt notendaviðmót, þótt unnt sé að fá íslenskt viðmót ókeypis? Líklega er hugsunarleysi oftast um að kenna, eða menn vita ekki af tilvist íslenska viðmótsins. Einnig bendir sitthvað til að tæknimenn og kerfisstjórar í skólum séu áhugalitlir um að setja upp íslenskt viðmót og telji það auka vinnu og hækka flækjustig.

Háskóli Íslands er því miður ekki til fyrirmyndar á þessu sviði. Skólinn hefur þó sett sér málstefnu sem „hefur að leiðarljósi að talmál og ritmál Háskólans er íslenska, jafnt í kennslu, rannsóknum sem stjórnsýslu“. Þrátt fyrir það veit ég ekki betur en á langflestum tölvum í skólanum sé viðmót stýrikerfis og skrifstofuhugbúnaðar á ensku. Þetta á bæði við um tölvuver og tölvur einstakra starfsmanna. Reiknistofnun hefur reyndar alveg nýlega sett á heimasíðu sína tilkynningu um að íslenskt viðmót á Windows 7 og Office 2010 sé fáanlegt og hægt að hlaða því niður. En hingað til a.m.k. hefur þó verið sjálfgefið að setja upp enskt viðmót á öllum tölvum innan skólans. Hvernig samrýmist það málstefnu skólans?

Ég hef sjálfur verið með íslenskt viðmót á Windows og Office á mínum tölvum, bæði heima og í vinnunni, í nokkur ár og aldrei lent í neinum vandræðum. Vitanlega rekst maður stundum á orð sem maður skilur ekki – en þannig er það líka í ensku gerðinni. Stundum finnst manni einhver nýyrði í þýðingunni klúðursleg eða kjánaleg. En það er einmitt einn kosturinn við að hafa viðmótið á móðurmálinu – þá getum við leyft okkur að hafa skoðanir á orðunum, þetta er okkar tungumál og það kemur okkur við.

Ég hvet alla sem eru enn með Windows og Office á ensku til að sækja sér íslenska viðmótið á heimasíðu Microsoft á Íslandi og setja það upp hjá sér – það er vandalítið og þýðingin venst fljótt. Sérstaklega ættu allir sem eru með börn og unglinga á heimilinu að sjá til þess að þau noti íslensku þýðinguna, því að lengi býr að fyrstu gerð.

 [/container]

 


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-1012