Hver fær að blása á kertin? Frá Shakespeare 1769 til Schillers 2005

Um höfundinn
Jón Karl Helgason

Jón Karl Helgason

Jón Karl Helgason er prófessor í Íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað fræðibækur og -greinar, fengist við þýðingar og komið að ritstjórn tímarita, bóka og vefja á Netinu. Sjá nánar

David Garrick í hlutverki Ríkharðs III eftir William Shakespeare árið 1745 á þeim tímapunkti í leikritinu þar sem Ríkharður gerir sér grein fyrir að dauðinn er yfirvofandi. David Garrick, þjóðþekktur Shakespeare-leikari, leikstjóri, leikritahöfundur og leikhúseigandi skipulagði fyrstu Shakespeare-hátíðina sem efnt var til í Stratford-upon-Avon árið 1769, rúmum 205 árum eftir að enska leikritaskáldið fæddist þar í bænum.

200 ára afmæli H.C. Andersen, sem ég fjallaði um í grein hér á Hugrás fyrir skömmu, er hluti af langri hefð minningarhátíða sem tengjast stórafmælum og ártíðum þekktra listamanna, vísindamanna og þjóðhetja víðsvegar um heiminn – einstaklinga sem ég hef viljað kalla veraldlega þjóðardýrlinga. Sumir vilja rekja þessa hefð, að minnsta kosti hvað rithöfunda snertir, til fyrstu Shakespeare-hátíðarinnar sem efnt var til í Stratford-upon-Avon árið 1769, rúmum 205 árum eftir að enska leikritaskáldið fæddist þar í bænum.

Aðalskipuleggjandi þessarar hátíðar var David Garrick, þjóðþekktur Shakespeare-leikari, leikstjóri, leikritahöfundur og leikhúseigandi. Ástæða þess að hann blandaðist í málið var sú að bæjaryfirvöld ætluðu að vígja nýtt ráðhús og könnuðu hvort að Garrick væri fáanlegur til að gefa bænum brjóstmynd, styttu eða málverk af Shakespeare til að skreyta bygginguna. Í staðinn var lofað að Garrick yrði gerður að heiðursborgara og fengi einnig að gjöf öskju sem skorin hefði verið út úr afleggjara trés sem talið var að enska leikritaskáldið hefði gróðursett í garði sínum í lifanda lífi. Garrick sagði ekki bara já takk heldur hafði frumkvæði að því að setja saman þriggja daga dagskrá í samráði við heimamenn. Hver dagur skyldi hefjast á því að hleypt væri af fallbyssum og ljúka á dansleik og flugeldasýningu en meðal annarra dagskráratriða var afhjúpun Shakespeare-styttunnar, sem Garrik gaf bænum, tónlistarflutningur – meðal annars á óratóríunni Judith eftir Thomas Arne – kappreiðar og reiptog persóna úr verkum skáldsins en Garrick lagði þar til búninga úr leikhúsi sínu við Drury Lane. Markmiðið var að lokka menningarelítu Englands upp í sveit til að hylla átrúnaðargoð sitt – „The god of our idoltary“ eins og sagði í ljóði sem Garrick samdi og flutti þegar styttan var afhjúpuð.[1]

Rigningar og flóð settu hins vegar strik í reikninginn, aflýsa þurfti sumum viðburðum, þar á meðal einni flugeldasýningunni og gestir á grímuballinu í samkomuhúsi bæjarins það sama kvöld, sem flestir voru í gervum persóna úr smiðju Shakespeares, blotnuðu í fæturna. Heimamenn mökuðu krókinn, verð á gistingu og veitingum var óeðlilega hátt þessa helgi, en í lok hátíðar stóð Garrick sjálfur uppi með tap upp á 2000 pund og mátti þola margháttaða gagnrýni og jafnvel háðsglósur fyrir framtakið. Helsti Shakespeare-fræðingur samtímans, Dr. Samuel Johnson, benti til að mynda á að ekki eitt einasta leikrit eða ljóð eftir meistarann hefði verið flutt á hátíðinni.[2] Garrick var þó ekki af baki dottinn því innan fárra vikna hafði hann samið leikritið The Jubilee sem gaf öllu þekkilegri mynd af dögunum þremur í Stratford en bresku dagblöðin höfðu gert. Verkið sýndi hann hvað eftir annað þennan og næstu vetur við góðar undirtektir í leikhúsi sínu; sjálfur lék hann vitanlega aðalhlutverkið: sjálfan sig.[3] Þrátt fyrir allt tókst Garrick að koma Stratford á kortið sem pílagrímastað Shakespeare-aðdáenda og skapa mikilvægt fordæmi fyrir síðari afmælishátíðir. Hefðin breiddist meðal annars út til annarra Evrópulanda. Þegar kom að 300 ára afmæli Shakespeares 1864 var frægð enska skáldsins orðin slík að það var ekki nóg með að tveggja vikna hátíðarhöld væru skipulögð í Stratford heldur tóku borgaryfirvöld í Birmingham og London einnig myndarlega við sér, sem og ýmsar borgir Þýskalands, reyndar undir slagorðinu „unsere Shakespeare“.[4]

Afmælisveislur, eins og flestir aðrir félagslegir viðburðir, lúta sínum eigin lögmálum; vissar hefðir skapast og þróast og þykja með tímanum bæði ómissandi og sjálfsagðar. Þegar ég var drengur var súkkulaðikaka með logandi kertum fastur liður á afmælinu mínu, að áti loknu fórum við börnin í leiki en í kringum sjö ára afmælið olli 16 mm sýningarvél afa míns þar vissri byltingu þar sem hún gerði mér kleift að bjóða gestum mínum upp á bíósýningu. Myndbandstæki, DVD-spilarar og leikjatölvur tóku við þessu hlutverki í afmæli barnanna minna og pizzubakstur hefur breytt matseðlinum en þó kemur enn fyrir að farið sé í flöskustút og alltaf er blásið á kerti. Hækkandi aldur hefur vissulega haft áhrif á gestalistann og skipulagið í afmælunum mínum; ég á þó enn eftir að halda upp á eigið stórafmæli með tugum eða hundruðum gesta, ræðuhöldum, glasalyftingum og dansleik.

Frímerki með mynd af William Shakespeare sem var gefið út árið 1864 þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu hans.

Ef horft er á stórafmæli veraldlegra þjóðardýrlinga frá þessum sjónarhóli lítur út fyrir að slíkir viðburðir hafi (eða geti) gengið í gegnum nokkra fasa. Framan af virðast þessi tímamót hnitast um afhjúpun á opinberum minnismerkjum um viðkomandi eða uppbyggingu á safni á fyrrum heimili hans en frímerkjaútgáfa og örnefnabreytingar koma einnig oft og iðulega við sögu. Útgáfa bóka, sýningar og ráðstefnur eru orðin ómissandi hluti af slíku hátíðarhaldi en á síðari áratugum hafa sjónvarpið, kvikmyndatæknin og tölvutæknin einnig verið nýtt í vaxandi mæli. Það sem gerir þessi stórafmæli sérstök er að afmælisbarnið sjálft er fjarverandi en segja má að einn tilgangurinn með öllu tilstandinu sé að reyna að bæta upp þessa tilfinnanlegu fjarveru með því að framkalla ímynd einstaklingsins eða arfleifð hans.

Titli þessa greinaflokks er ætlað að draga athygli að því að í fjarveru afmælisbarnsins tekur einhver við hlutverki þess, skipuleggur veisluhöldin, leggur í nauðsynlegan kostnað, býður gestum og blæs jafnvel á kertin. Að einhverju leyti snýst spurningin um það hver hafi umráðarétt eða jafnvel eignarrétt á minningu viðkomandi einstaklings og jafnvel minningunni um þá minningu. Á hátíðinni í Stratford árið 1769 var David Garrick í raun staðgengill Shakespeares, reyndar í umboði bæjaryfirvalda; í tilviki H.C. Andersen árið 2005 má segja að yfirvöld í Kaupmannahöfn, á Fjóni og í Odense hafi, ásamt Bykubfonden, stofnað hlutafélag í kringum menningarlegt auðmagn Andersens. Þess má geta í þessu samhengi að formaður HCA 2005 Fonden var borgarstjórinn í Odense, Anker Boye.

Líkt og Garrick, sem samdi sjálfur leikritið The Jubilee, stóð  HCA 2005 Fonden fyrir heilmikilli úttekt á Andersen-afmælisárinu en munurinn fólst í því að til verksins voru ráðnir utanaðkomandi aðilar; fræðimenn (flestir reyndar frá Syddansk Universitet í Odense) sem fjölluðu með gagnrýnum hætti um afmarkaða þætti á borð við myndlistarsýningar, vefverkefni, leik- og dansuppfærslur og kynningarstarf í skólum. Skýrsla hópsins, sem ber titilinn Nu skulle vi høre!, er helsta heimild mín um þetta efni en þess má geta að þótt ýmsir höfundar minnist á opnunarhátíðina á Parken er enginn einn kafli helgaður þeim umdeilda viðburði. Þeir kaflar sem mér þóttu hnýsilegastir í skýrslunni voru samanburður Tom Pettitt á Andersen-afmælisárinu og Shakespeare-hátíðarhöldum fyrr og síðar, sem og afar athyglisverður og gagnrýninn samanburður sem Christian Benne gerir á Andersen-árinu og þeim hátíðarhöldum sem skipulögð voru í kringum 200 ára dánarafmæli Schillers í Þýskalandi árið 2005.

Minnispeningur sem gefinn var út á 200 ára fæðingarafmæli rithöfundarins Friedrich Schiller.

Samkvæmt Benne var Schiller-árið tiltölulega hógvær viðburður í samanburði við tilstandið í kringum 100 ára afmæli Schillers 1859 og 100 ára dánarafmæli hans 1905, þar sem skáldið var sannarlega hafið í dýrlingatölu. Ein ástæðan var sú að Schiller hefur í seinni tíð fengið meiri samkeppni frá öðrum þýskum eða þýskumælandi stórmennum. Árið 2005 voru liðin 50 ár frá dauða bæði Alberts Einstein og Thomasar Mann og 100 ár frá fæðingu Eliasar Canetti, auk þess sem menn voru farnir að búa sig undir 150 ára afmæli Sigmund Freuds og 250 ára afmæli Wolfgangs Amadeus Mozart 2006. Fyrst og fremst lýsir Benne þó Schiller-árinu sem fullkominni andstæðu Andersen-ársins. Í stað hinnar pólitísku og markaðslegu forystu í Danmörku hafi menningarstofnanir og fræðimenn, sérfróðir um Schiller, ráðið ferðinni í Þýskalandi. Á meðan lögð hafi verið áhersla á sviðslistir í tengslum við Andersen og þá gjarnan róttæka endursköpun verka hans, hafi Schiller-árið einkennst af öflugu útgáfustarfi og ráðstefnuhaldi. Í stað flugeldasýningarinnar á Parken hafi höfuðviðburðurinn á Schiller-árinu verið sólarhringslangur upplestur úr verkum þýska skáldsins þar sem meira en 80 þekktir stjórnmálamenn, rithöfundar, heimspekingar, leikarar, tónlistarmenn og aðrir menningarfrömuðir hafi lesið brot að eigin vali. Upplesturinn var sendur út beint, bæði í þýska sjónvarpinu og útvarpinu.[5]

Á undanförnum árum hefur verið haldið upp á tvö stórafmæli íslenskra þjóðardýrlinga; 200 ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar var minnst árið 2007 og 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar var minnst á liðnu ári. Í báðum tilvikum voru settar á fót opinberar nefndir til að hafa yfirumsjón með hátíðarhöldunum. Störf þessara nefnda verða til umfjöllunar í þriðju og síðustu grein minni um þetta efni sem birtast mun hér á Hugrás innan tíðar.

Jón Karl Helgason,
dósent við Íslensku- og menningardeild


[1] Tilvitnun fengin frá Tom Pettitt, „You think you have problems? Shakespeare-fejringens genvordigheder fra The Great Stratford Jubilee til Shakespeare‘s Birthday Fun Run“, Nu skulla vi høre!,Samfatning og analyser af H.C. Andersen 2005, ritstj. Johs. Nørregaard Frandsen, Odense: Syddansk Universitetsforlag, 2007 s. 96. Hér er einnig stuðst við Jack Lynch. Becoming Shakespeare. How a dead poet became the world‘s foremost literary genius. London: Constable& Robinson, 2007, s. 239–56.

[2] Sama heimild en Pettitt vísar m.a. í rit Christian Deelman, The Great Shakespeare Jubilee, London: Michael Joseph, 1964, s. 6 og 270.

[3] Sjá: Brooks McNamara, „The Stratford Jubilee: Dram to Garrick’s Vanity“, Educational Theatre Journal14/2 (maí 1962), s. 139 og John A. Parkinson, „Garrick’s Folly: Or, the Great Stratford Jubilee“, The Musical Times 110/1519 (september 1969), s. 926.

[4] Tom Pettitt, „You think you have problems?“, Nu skulla vi høre!, s. 97.

[5] Christian Benne. „En sammenligning af H.C. Andersen-jubilæet og Schiller-året 2005“, Nu skal vi høre!, s. 109–13.

Deila


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

slotoppo


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola


slot gacor anti rungkad


Penghematan 3x Tips Mahjong Ways Hunian PCH

Rahasia Siti Surabaya Produktivitas Naik 25 PCH

Scatter Hitam Bisnis Irfan Hunian Langka PCH

Bandingkan Mahjong Ways vs Cost Saving PCH

Kunci Gopay178 Hunian Berperabot PCH

Membaca Data Bisnis dengan Mahjong Wins Gopay178

Satu Pintu 75000 Pilihan Single Poc PCH

Relokasi Tanpa Drama Panduan Group Move

Fitur Baru PCH Check In Mudah Jackpot Gopay178

Kenyamanan Eksekutif Hunian PCH All Inclusive

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor Pola Mahjong Ways Ilmiah

Scatter Hitam Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta Wild Bandito Data Navigasi

Raka Surabaya Uji Pola Mahjong Ways Berhasil Gopay178

Kapten Rendra STIP Pola Lucky Neko Taruna Maritim

Temuan STIP Pola Raja Zeus Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins3 Simulasi Ilmiah Taruna Teknika

Taruna Rudi Makassar Rekor 134 Juta Mahjong Ways

Jordan Bogor Penelitian Mahjong Ways 92 Juta

Dosen STIP Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan Mahjong Wins3 Psikologi Taruna

Gopay178 Studi Pola RTP Harian Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta Analisis Mahjong Wins3

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko STIP

Kapten Suharto Pola Wild Bandito Navigasi Kapal

Taruna Fadil Bogor Mahjong Ways Lab Statistik

Taruna Denpasar 67 Juta Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Modul Statistik Maritim

Dian Pekalongan Analisis Akademis Mahjong Wins3

Taruna Inces1000 STIP Pola RTP Ilmiah

Taruna Rudi Makassar Uji Pola RTP Mahjong Ways

Peneliti STIP Mahjong Ways Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Simulasi Probabilitas Kapal

Pola Turbo Taruna Bogor Mahjong Ways 92 Juta

Taruna Siti Pontianak Riset Wild Bandito 102 Juta

Taruna Wulan Semarang Scatter Hitam 112 Juta

Riset EJournal STIP Pola Raja Zeus Navigasi

Mahjong Wins3 Modul Kedisiplinan STIP

Wild Bandito Riset Taruna STIP Internasional

Taruna Ilham Palembang Pola Lucky Neko STIP

Taruna Aldi Bandung Scatter Hitam STIP

Gopay178 Riset STIP Pola Mahjong Wins3

Pola Lucky Neko Latihan Reaksi Cepat Maritim

Taruna Rehan Solo Simulasi Mahjong Ways 115 Juta

Taruna STIP Jakarta Mahjong Ways Gopay178

Gopay178 Penelitian Pola Scatter Hitam

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Fokus Taruna

Taruna Inces1000 STIP Probabilitas Arus

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko

Pola Spin Rahasia Mahjong Ways 2

Trik Spin Manual Gates of Olympus

Waktu Terbaik Scatter Hitam

Trik Spin Sweet Bonanza

Pola Spin Wild West Gold

Jam Hoki Mahjong Ways

Rahasia Spin Starlight Princess

Pola Spin Gates of Olympus X1000

Pola Spin Mahjong Ways 3

Waktu Terbaik Sugar Rush

Pola Spin Jigjag Mahjong Wins

Eko Samarinda Gates of Gatot Kaca

Pola Spin Stabil Mahjong Wins3

Dody Perbandingan Gaya Spin

Scatter Hitam Anti Banned

Pola Spin Gates of Olympus X5000

Fitur Turbo Gates of Olympus

Pola Spin Modal Kecil Mahjong Wins

Gaya Spin Efektif Semua Game

Reset Akun Mahjong Ways

Strategi Unik Tegal Pengusaha Es Batu Ubah Waktu Pendinginan Jadi Rumus Penjualan Paling Akurat

Mantan Honorer Kaya Temukan Kode Scatter Rahasia Kini Jadi Jutawan

Ibu Rumah Tangga Hasilkan Rp90 Juta dari Catatan Tanggal Penjualan Sederhana

Riset Pegubin Buktikan Pola Internet Naik Turun Berbanding Lurus dengan Omzet UMKM

Model Keuangan Ajaib Mahasiswi Akuntansi Mirip Pola Spin Digital

Jurnalis Muda Ungkap Hubungan Waktu Posting dan Peluang Transaksi Raksasa

Bahasa Baru UMKM Kepala Bidang Ekonomi Sebut Pola Scatter Kunci Sukses Modern

Laporan Rahasia 78 Persen UMKM Gunakan Strategi Rolling Tanpa Sadar

Ide Bisnis Gratis Pemilik Warung Kopi Dapat Cuan dari Log Data Terbengkalai

Cepat Kaya Diskominfo Rilis Aplikasi Deteksi Jam Cuan Berbasis Analisis Harian

Modal Tukang Parkir Semarang Catat Waktu Mobil Datang Dapat 70 Juta

Strategi Produksi Viral Pengusaha Snack Gunakan Pola Gopay178

Kisah Pegawai Malam Menemukan Waktu Hoki di Tumpukan File Audit

Terobosan AI Gopay178 Prediksi Jam Ramai Marketplace Lokal

Fenomena Digital Data UMKM Aktif Malam Hari Tumbuh 50%

Cerita Lucu Berakhir Cuan Pegawai Dinkop Salah Upload Data

Inovasi Gila Pegubin dari Jaringan WiFi ke Jaringan Bisnis

Fakta Unik Kudus UMKM Temukan Hubungan Musik Dangdut dan Omzet

Peluang Bisnis Barista Dapat Ide Usaha dari Chat Grup Gopay178

Lebih Akurat dari Ramalan Pengusaha Cilacap Klaim Pola Gopay178

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

strategi menang konsisten 75juta gates of olympus kutaitimurkab

disertasi kunci menang 120juta mahjong wins 3 kutaitimurkab

prediksi menang mahjong wins 3 50juta data historis kutaitimurkab

pola wild power jackpot 88juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

rahasia bet all in 90juta mahjong ways 1 metode kutaitimurkab

algoritma wild bounty teknik menang 150juta mahasiswa kutaitimurkab

jurnal scatter hitam jackpot 99juta pragmatic play kutaitimurkab

strategi menang 65juta gates of olympus mahasiswa itb kutaitimurkab

rtp menang cepat 110juta mahjong ways 1 vs 3 kutaitimurkab

pola distribusi scatter menang 105juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

komputama algoritma scatter hitam jackpot 99 juta

disertasi dosen komputama probabilitas menang mahjong wins 3

wild power jackpot 88 juta pola mahjong ways 3 dosen mtk komputama

tim riset komputama studi pola scatter mahjong ways 3 105 juta

strategi eksponensial gates of olympus kuliah komputama 75 juta

metodologi komputama rahasia bet all in mahjong ways 1 90 juta

mahasiswa komputama teknik menang 150 juta wild power wild bounty

model prediksi komputama data historis menang 50 juta mahjong wins 3

analisis komparatif rtp komputama menang cepat mahjong ways 1 vs 3

topik hangat mahasiswa itb komputama strategi menang gates of olympus

strategi scatter hitam geothermal itmnganjuk maxwin pembangunan

mahjong ways 3 konservasi mangrove itmnganjuk dana csr triliun

pola kemenangan beruntun jalur logistik cpo itmnganjuk bisnis ekspor

analisis mahjong ways 3 kenaikan wisatawan itmnganjuk pantai beras basah

pemkab implementasi full power wild kebun sawit rakyat panen maxwin

gerakan anti rungkad inspirasi umkm itmnganjuk omzet melonjak drastis

dprd terkejut upgrade scatter hitam percepat infrastruktur pedalaman

mahjong ways 3 ukur indeks kebahagiaan masyarakat itmnganjuk maxwin

misteri big win frekuensi kemenangan jam padat aktivitas tambang

mahasiswa itmnganjuk beasiswa jepang penelitian free spin irigasi

mahjong ways 3 tracon wild spin 1000 persen

pola reel gacor mahjong ways 2 tracon 2025

strategi tracon mahjong ways 3 wild energy digital

bocor pola mahjong wins 3 tracon trik wild

gertakan sempurna tracon mahjong ways 3 max win

tracon exclusive trik mahjong ways 3 lamine yamal

fenomena baru strategi wild spin tracon mw3

perbandingan mahjong ways 2 vs 3 gacor tracon 2025

makna wild spirit mahjong ways 3 strategi tracon

strategi tracon taruhan maksimal mahjong ways 3