Hef ég verið hér áður?

Bókmennta- og listfræðastofnun hefur gefið út bókina Hef ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur eftir Guðna Elísson og Öldu Björk Valdimarsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir er einn eftirtektarverðasti rithöfundur þjóðarinnar, en hún hefur um árabil sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur, auk leikverka fyrir útvarp og sjónvarp.

Ritið 3:2011. Þema: Evrópa

Þriðja hefti Ritsins 2011 var nýverið gefið út með greinum um Evrópa í forgrunni. Evrópugreinarnar fjalla um sögu sjálfsmyndar Evrópubúa, um stöðu þjóðríkisins innan Evrópusambandsins, málstefnu sambandsins og menningarlega þjóðardýrlinga Evrópu.

Vörður í menningarfræði samtímans

Hafin er útgáfa nýrrar ritraðar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem nefnist Vörður í menningarfræði samtímans. Fyrstu bækurnar í ritröðinni eru tvær, annars vegar Rekferðir eftir Guðna Elísson og hins vegar Viðbrögð úr Víðsjá eftir Gauta Kristmannsson.

Jónas E. Svafár: Ljóð og myndir

Ritið er safn ljóða og mynda Jónasar E. Svafárs en hann sendi frá sér fimm bækur auk þess að vinna eitt handunnið bókverk og birta ljóð og myndir í tímaritum.