Hugur um framtíðina

Hugur – tímarit um heimspeki kom út á dögunum og er þema tímaritsins „Framtíðin“. Efni tímaritsins er margvíslegt að þessu sinni, allt frá greinum um framtíðartónlist og ábyrgð á loftslagsbreytingum til greina um ljóðvæðingu máls, samband Jung og Nietzsche og aldusfordóma. Í tímaritinu er að finna þónokkuð af þýðingum á verkum heimspekinganna Hegel, Lacan og Irigaray auk þess sem sérstakur þáttur er tileinkaður þýðingum Agamben. Einnig má finna ritdóma í Hug þar sem fjallað er um nýlegar bækur efitr íslenska heimspekinga.

Ritstjóri þessa þrítugasta og annars árgangs Hugar er Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor við heimspekistofnun Háskóla Íslands.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

[fblike]

Deila