Mazen Maarouf og Brandarar handa byssumönnum

Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræðum og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum, fjalla um íslensk-palestínska rithöfundinn Mazen Maarouf sem hefur verið tilnefndur til alþjóðaverðlauna Man Booker verðlaunanna fyrir smásagnasafnið Brandarar handa byssumönnum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hugvísindasviðs og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

[fblike]

Deila